Vikan


Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 05.09.1963, Blaðsíða 19
HUS FRÁ GRUNNI þriðji áfangi Nú er mánuður liðinn siðan Vikan birti fyrstu myndirnar af þessari húsbyggíngu og sex vikur siðan framkvæmdir liófust. Alltaf hefur eittbvað verið að gerast og þó er að- eins búið að steypa sökkla undir húsið þegar hér er kom- ið sögu. í síðasta þætti var sem sagt búið að ganga frá mótunum, en steypubílar liöfðu bilað hjá Steypustöðinni, svo það varð töf. En ekki mjög lengi. Eftir nokkra daga kom liver steypubíllinn af öðrum með lapþunna steypu, sem rann auðveldlega eftir mótunum. Haukur Sævalds- son, eigandi hússins tilvonandi, var einmitt í sumarleyfi um þessar mundir og hjálpaði til að jafna steypunni um mótin. Þarna hittum við sem snöggvast Einar Ágústsson, byggingarmeistara. Hann hefur mörg ljús í smíðum og fer á milli til eftirlits. Ilann kvartaði mjög yfir annríki og sagði, að það hefði beinlínis verið neytt upp á sig liús- byggingum svo liann sæi ekki út úr verkefnunum. Að- spurður kvaðst Einar á þeirri skoðun, að mikið vantaði uppá það að nægileg hagkvæmni væn böfð i byggingar- iðnaðinum. Ilann kvaðst á þeirri skoðun, að nauðsyn- legt væri að finna upp ibetri aðferðir. Hús ámóta og þetta væru alltof dýr fokheld. Svo var steypan i mótunum orðin nægilega hörð og síðast, þegar við litum þar við, þá var verið að slá utan af. Þar með hefur húsið fengið útlínur, sjálf undirstaðan er komin, en mikið vantar uppá, að grunnurinn sé kom- inn. En nú verður gengið i að ljúka við hann og frá því segj- um við næst. Svona lítur það út núna. Það er verið að slá utanaf sökklinum. Einar Agústsson, byggingarmeistari. Hann er með mörg hús í smíðum og á mjog ánnríkt. Hér fylgist hann með því, þegar sökklarnir voru steyptir. Steypubílnum er ekið upp að mótunum og steypan renn- ur sjálfkrafa eftir mótunum. Haukur Sævaldsson var við steypuna ásamt syni sínum. Hér er Haukur að jafna í mótunum. VIKAN 36. tbl. — 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.