Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 5
NÝJA HAUST- OG VETRARTÍZKAN FRÁ ORLANE PARIS . make-up, steinpúður, laust púður, naglalökk og varalitir í tveim nýjum litum. Kvartettar. Vika sæl. Ég hef tekið eftir því, að alls kyns nöldur manna fær heima í dálkum Póstsins, og því langar mig til þess að leggja örlítið orð í belg. Ég hef mikið yndi af söng, hlusta mikið á tónlist í útvarp- inu — og ekki hef ég sízt gam- an af íslenzkri tónlist, svo að ekki sé minnst á túlkun íslenzkra listamanna á tónlist. Vissulega er túlkun okkar listamanna afar misjöfn að gæð- um — já, stundum alveg fyrir neðan allar hellur. En það er önnur saga. Eins og ég sagði hér rétt áðan, hef ég mikið yndi af söng, ekki hvað sízt samsöng, bæði kórsöng og söng minni hópa. Og þá er bezt að ég komi mér að efninu. Það eru kvartettarnir okkar hérna á íslandi. Ég hef ennþá ekki heyrt einn einasta kvartett íslenzkan, sem er fyllilega mér að skapi. Það er hreinasta hörmung að hlusta á allflesta þá kvartetta sem leyfa sér að góla inn á plötur, þannig að þjóðin megi þjást af ósköp- unum. Frumlegheit í íslenzkum kvartettsöng er alls óþekkt fyrir- brigði. Ef nýr kvartett skýtur upp kollinum, syngur hann sömu lögin og þeir fyrri, með sömu útsetningum, sem oft eru heldur bágbornar, heimasmíðaðar barna- skólaferðalagamilliraddir sem allir eru orðnir hundleiðir á fyr- ir óralöngu. Og raddirnar. Það er eins og hver einasti meðiim- ur þessara nýju kvartetta sé með einsöngvarakomplex og reyni hvað mest hann má að yfirgnæfa hina, þannig að úr verður hin ómússikalskasta ringulreið og hamagangur. Músik er nú einu sinni svo- lítið háð tízku, þótt góð og gild músik standi ávallt fyrir sínu. Og við erum orðin hundleið á þessari aldamótakvartetttízku, þessum útslitnu milliröddum og þessum margþvældu lögum. í einu orði sagt: þessir kvartettar eru sveitó (með allri virðingu fyrir okkar ágætu sveitamönn- um). Og takt og tónvísi þessara kvartettsöngvara okkar er svo aum, að þeir verða nær allir að styðjast við píanóundirspil, sem hljómar yfirleitt hörmulega við raddirnar fjórar og á alls ekki heima í kvartettsöng. En fyrst og fremst langar mig að biðja um svolítil frumlegheit í öllu þessu kvartettafargani. Kannski eru ekki allir mér sam- mála og gera sér núverandi hörmungarástand að góðu, en ég er sannfærður um, að margir eru á mínu máli — hundleiðir á þessu sífellda, gamaldagshjakki í sama farinu Með kærum kveðjum, Drumbur. Svar til ungu ekkjunnar ... Eftir því, sem þú segir í bréfi þinu og eins eftir því sem lesa má milli línanna, er að öllum líkindum ráðlegast fyrir þig að slíta sambandi við þennan mann og gleyma honum. Það virðist augljóst, að hann er haldinn ein- hverskonar komplexum, sem æv- inlega leiða til vandræða og hætt er við, að erfiðleikar í sambúð mundu fljótlega fara að gera vart við sig. Nú ert þú bæði ung að árum og kynþokkafull í útliti að því er þú segir, svo þú ættir ekki að vera á neinu flæðiskeri stödd, jafnvel þótt þú sért með börn á þínu framfæri. Flýttu þér bara hægt. Reyndu að tala um þetta við vini þína — ef þú átt ein- hverja, því vandamálin verða alltaf bærilegri, ef hægt er að ræða þau við einhvern annan. Efnaskipti. Kæra Vika. Ég er 17 ára og vel í holdum. Nú vill svo til, að mjög margir í báðum ættum eru talsvert feitir. Getur þetta verið arf- gengt? Getur þetta stafað af vit- lausum efnaskiptum? G. K. L. —- — — Þetta getur hvort tveggja verið arfgengt og stafað af vitlausum efnaskiptum — en sú vitneskja hjálpar víst lítið. Mér finnst að þú ættir um fram allt að leita til læknis. Hann get- ur með lítilli fyrirhöfn sagt þér, hvort þú þjáist af vitlausum efnaskiptum. Þótt þetta sé arf- gengt, er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að lækna það. OKLANE PAR I S ÍE\nqARA IjósrauSur orange. AISAn ORe sterk rauður. Umboðsmenn í Reykjavík: Gyðjan — Regnboginn — Tíbrá — Oculus — Stella. — Umboðsmenn úti á landi: Akureyrarapótek, Akureyri — Straumur, ísafirði — Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi — Kf. Árnesinga, Selfossi — Silfurbúðin, Vestmannaeyjum ■—- Kyndill, Keflavík — Perla, Húsavík — Hafnarfjarðarapótek. VIKAN 38. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.