Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 10
x ' 's +s: , '■■yy,:y. ■':■■: ■ ^ APflNIR Japönsk fegurðardís í japönskum lúxusbíl. Hún er að horfa á innbyggt SONI-sjónvarp, sem Japanir framleiða líka sjálfir. Nú fer sjónvarp að verða viðlíka ómissandi í bílum og útvarp, en talið er öruggara að hafa það aft- ur í, svo að bílstjórinn freistist ekki til þess að fara að horfa á það líka. S1EIA MÐ BEZTA FRA HINUM í radíótæknl og framleiðslu á myndavélum hafa Japanir lengi staðið framarlega. Grunur hefur leikið á, að þeir væru ekki alltaf vandir að meðulum, hvað fyrirmyndirnar snerti. En þeir hafa veriö þess megnugir aö hafa sína framleiðslu, stolna og óstolna, vel samkeppnisfæra hvað verðlag snerti. Nú eru Japanir komn- ir með umfangsmikla bílaframleiðslu. Ekki er hægt að segja, að japanskir bílar séu frumlegir, né nýjar hug- myndir skjóti þar víða upp kollinum. Aftur á móti hafa þeir stælt all nákvæmlega ameríska, brezka, franska og þýzka bíla og gert öllum jafnt undir höfði. Sem sagt: Ails staðar fundið eitthvað nýstárlegt nema þá helzt úr Austantjaldsbílunum. I1 eir hafa haft njósnara á réttum stöðum, segja framleiðendurnir á Vestur- löndum og verðlagið er lágt í Japan. En flutningskostnaður yrði svo mikill til Evrópu, að vafasamt er, að þessir bflar yrðu samkeppnisfærir þar. Þó kynni svo að vera, að hægt yrði að flytja þá ósamsetta á mark- aðsstaðina og koma verðinu allverulega niður með því. Þá gæti svo farið, að japanskir bílar færu að sjást á götunum hér og fer nú að verða hver sí'áastur að krækja sér í umboðið. JQ — VIKAN 38. tbl. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.