Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 25
Hermaðurinn leit á hana. — Bíðið þér einhvers?
spurði hann. — Já, svaraði hún.
Hún reikaði án takmarks um
göturnar. Skelfingin innra með
henni gerði henni erfitt um andar-
drátt. Hún þjáðist af hita, sem
ekki var til. Á næstu stundu setti
að henni hroll, þótt sumarblíða
væri úti. En hún bar í sér
dauðann. fmyndun, sögðu vin-
ir hennar. Þú ert duttlungafullt
dekurbarn. Þeir skildu þetta
ekki. Enginn skildi neitt. Enginn
nema hún sjálf.
Þegar ég hitti hermanninn var klukkan kortér yfir sex. Klukkan fimm kom ég
frá spákonunni. Þegar ég gekk inn í biðstofukytruna hennar, voru margir þar
fyrir, mestmegnis konur, sem biðu þess að röðin kæmi að þeim. Allir horfðu á
mig, og mér fannst að það hlyti að sjást á mér.
Það er ekki liðinn einn og hálfur tími síðan. Samt er það eilífð. Fyrir þá, sem
«ru hræddir, eru mínúturnar sem ár. Óttinn þekkir engan tíma. Hann á sér eng-
in takmörk.
Hvernig skyldi hermönnunum vera innanbrjósts, þegar þeir standa í fremstu
víqlínu? Hugsa þeir stöðugt um dauðann og vænta þeir hans á hverri stundu?
Fða gleyma þeir honum, vegna þess að enn lifa þeir og þurfa að ljúka verkefni
sínu? Ef til vill halda þeir dauðahaldi í þá hugsun, að allir aðrir muni deyja. „Það
kemur ekki fyrir mig. Ég bjarga mér.“
En ekkert af þessu get ég huggað mig við. Ég hef engu að Ijúka, og það sem
að mér gengur er mitt og einskis annars. Það er ég, sem á að deyja, og það eru
binir, sem eiga að lifa. Þeir eiga að hlæja og tala, gráta og elska, og ég verð
aðeins rödd, sem þeir hlusta á af hljómplötum. Rödd án líkama. Rödd án heim-
kvnnis. Vofa.
En hugur þeirra mun ekki hvarfla að því.
Spákonan vissi það strax. Ég hefði ekki átt að fara þangað. Það var Angelu,
sem datt það í hug. Hún hélt að það mundi róa mig. Það var hún, sem sagði þegar
við hittumst á eftir. — Jæja, Madame Irma hefur létt af þér áhyggjunum, eða hvað?
Ó. spilið, þetta andstyggilega spil! Svo reyndi hún að telja mér trú um, að þetta
Þyrfti ekki endilega að tákna dauðann. — Nei, það er bezt að taka öllu rólega.
Það verður mikil breyting ... en ég sá það á svip hennar. Það var góð lýsing á því!
fin dauðinn er breyting. Sú síðasta. Hún vissi að ég var glötuð. Það var þess vegna,
að hún vildi ekki líta í lófa minn. Hún þorði það ekki. Hún hafði séð nóg. Ég
hefði getað grátið og öskrað og hrætt hina viðskiptavini hennar, sem höfðu komið
til þess að vita, hvort þeir færu í ferðalag, hittu dökkhærðan mann eða ynnu
oeninga í happdrættinu.
Angela trúði mér ekki. f hennar vitund er ekki til neinn dauði. Hún er sterk
og heilbrigð. Hún segir, að ég ímyndi mér þetta. Hún reynir að róa mig, eins og
ég væri móðursjúkt bam.
— Vertu ekki svona háfleyg, segir hún. Svo býður hún mér kaffi. Eins og hungr-
uðu barni er gefinn peli, til þess að það gleymi hungrinu. Henni finnst ég vera
duttlunpafullt dekurbarn, sem miklar fyrir sér hlutina.
— Ó. ég hata hana! Umburðarlynt bros hennar. Þolinmæði hennar. sem stafar
nf bvi. að hún þiggur kaup fyrir að hjálpa mér. Og svo hata ég áhyggjulaust
öryggi hennar.
Hún er hirðmær mín. Ég er drottningin.
Þegar ég kom frá spákonunni, skoðaði ég mig í speglinum. Það eru alls staðar
°nee]ar í París. f hverjum stiga, hverjum forsal, á öllum veggjum og í öllum
'dusaum. Stórir speglar. Speglarnir sýna aðeins þá sem lifa. Ég stanzaði frammi
fvrir einum þeirra og hugsaði: Ennþá er ég lifandi. Og ég er falleg, þess vegna
or éa tíu sinnum meira lifandi en aðrir. Ég er falleg. Andartak fannst mér ég vera
sterkari en dauðinn. Þú færð mig ekki. Ég er lifandi, ég er falleg og karlmenn
snúa sér við til að horfa á mig. Þeir vita ekki, að ég er fræg söngkona. Þeir vita
aðeins, að ég er ung og falleg, og að þá langar til að elska mig ...
En svo gat ég það ekki lengur. Þegar Angela fór með mig inn á kaffihúsið, átti
ég ekki meira þrek. Fólkið horfði á mig gráta, og svo fór það að tala. Það talaði
um mig, eins og ég væri ekki þarna. Það talaði um mig. í þriðju persónu. Það talaði
fyrir ofan mig og allt í kringum mig. Eigandinn þekkti mann, sem læknarnir höfðu
talið dauðans mat, en fór í langt ferðalag og dó alls ekki. Hann kom heim hraustari
en nokkru sinni áður, en þá var konan hans dáin. Hún hafði farizt í slysi. f mörg
ár hafði hún búizt við að verða ekkja, en svo var það hún, sem dó fyrst. Svo lítið
vita læknarnir í rauninni.
Þau héldu að þau gætu róað mig. Svæft mig. En ég hlustaði ekki á þau. Ég
heyrði annarra manna raddir, sem ekki komu mér við. Allt fólk talar. Að það
°kuli getað talað svona mikið. Að það skuli vera til svona mikið, sem hægt er
að segja.
Bak við mig sátu ung hjónaleysi. — Ég vil ekki fara frá þér klukkan tvö á næt-
urnar. Ég er steindauður eftir þann tíma. Annað hvort vil ég sofa hjá þér eða ekki.
Dauðurí
Nei, ég þoldi þetta ekki lengur. Angela borgaði og við fórum. Við gengum
framhjá hattabúð, og skyndilega vildi ég endilega fá mér hatt. Skrýtinn og skemmti-
legan hatt. Hatt, sem maður þarfnast alls ekki. Ég sá einn svartan. Angela var því
nuðvitað mótfallin. „Skinnhatt á þessum tíma árs! Þú ert eitthvað undarleg." Hún
vildi að ég fengi hvítan hatt. Annar hatturinn, sem ég setti á mig, fannst henni
ágætur, svo pátum við farið. Hún gat ekki skilið, hvers vegna ég vildi máta alla
hattana í búðinni. Að ég vildi drekkja mér í að máta. Að hún skuli ekki vita,
að það er algengasti flótti konunnar — að máta. Að verða að einhverjum öðrum
með því að fá nýjan kjól, nýjan hatt, nýjan pels eða skó ...
— Þökk fyrir, ég ætla að fá þennan, sagði ég. Það var sá svarti. Sá fyrsti. Þá
var hún aftur komin, hún Angela, gæzlukonan mín.
— Það er þriðjudagur. Þú getur ekki farið í ný föt á þriðjudegi! Þú veizt að
það boðar óhamingju.
Eins og það hafi eitthvað að segja.
En það var hún, sem réði. Þó að það þýði ekki lengur að ætla að blíðka forsjón-
ina. Mér hjálpa ekki lengur neinar varúðarreglur. En það skilur Angela ekki.
Á eftir tókum við leigubíl, og bílstjórinn, sem var kona, hafði útvarpið opið. Það
Framhald á bls. 41.
VIKAN 38. tbl.
25