Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 47
Blanche hrökk viS, og þegar hún leit upp, sá hún, aS dökk augu systur hennar störSu beint á hana, lifandi, kvik, bíSandi, og allt í einu fannst lienni, aS hún stæSi á öndinni. „Nu — þaS var í siöustu viku, minnir mig ...“ Jane starði á hana án þess aS depla augunum og hristi höfuSiS örlitiS, svo aS hreyfingin sást naumast. „Bert Hanley hringdi ekki hingað i síSustu viku, og ég veit, aS þú hringdir ekki til hans.“ „Ég — nú, við töluSum ekki sainan i síma,“ sagSi Blanche óSa- mála. „Hann skrifaSi mér bréf um þetta, En þaS gerir vitanlega enga breytingu." Aftur hristi Jane höfuSiS. „Hann skrifaði heldur ekkert bréf. ÞaS hefur ekki komið hréf frá skrifstofu hans, siðan ...“ „Jú, Jane, jú, þaS kom bréf frá honum.“ „Ég sæki póstinn,“ sagði Jane með tryllandi rósemi. „Ég býst viS aS ég ætti að vita það,.“ Blanclie fór nú svo hjá sér, aS liún var farin aS roðna í and- liti. Hún sleikti á sér varirnar af taugaóstyrk. „Þá hlýtur þaS aS liafa komið eittlivað fyrr. Hann sendi það með mánaðarávísun- inni ofckar.“ „ÞaS var fyrir um þaS bil mán- uði. Ávísun fyrir þennan mánuð á einmitt aS fara að koma. Hvers vegna...“ „Jane,“ greip Blanche fram í fyrir henni i örvæntingu, „ÞaS skiptir ekfci máli hvenær cða hvernig ég frétti frá Bert. ÞaS er ekfci það, sem við þurfum aS ræða um. ASalatriðið er ...“ Jane starði á liana miskunnar- laust, og dró niður í henni, unz hún þagnaði alveg. Veikt bros lék um munnvik Jane, eins og óljósir skuggar. „Þú ert ljara að ljúga, Blanche,“ sagði hún rólega og afdráttar- laust. „Þú ert bara lygari.“ Blanche tók viðbragð i stóln- um, en þá hringdi síminn hátt og hvellt, og hún leit eins og með krampakenndri hreyfingu i átt til skrifborðsins. Hljóðið fcom svo óvænt og á óvart, að henni var ómögulegt að koina stólnum af stað, áður en Jane var komin aftur inn i herbergið og var búin að þrífa símann. „Jane!“ En Jane var hvergi hrædd, og hún bar símann út úr herberg- inu fram á ganginn. Hún leit að- eins um öxl rétt sem snöggvast, áður en huri tók um taltækið. „Halló?“ sagði hún. Blanche var svo forviða, að hún gat ekki andmælt meira og hlust- aði aðeins í agndofa úrræða- leysi. „Nú ... Nei... Nei, hún er ekki við rétt sem stendur ... Ó, nei, ]jað er engan veginn rétt... Nú, henni sfcjátlast bara; hún hefur alls engan áhuga fyrir því... Já, já, ég er alveg viss um það... Vitanlega er ég það ... Nú, þá er hún bara búin að sjá sig um hönd, svo að „þér þurfið ekki að hugsa meira um þetta ... Já, ég skal gera það, ef þér endilega viljið ... Já, ég veit, að ég hefi á réttu að standa, alveg hárviss um það ... Já ... Já, ég skal gera það ... Gott og vel, ef þér óskið þess — en ... Já ... Segjum það þá ... Sælir.“ Hún lét taltækið á sinn stað og lagði simann síðan á hilluna, þar sem Blanche hafði tekið liann fyrst. Hún sneri síSan í átt til stigans. „Jane!“ Um leið og Blanche hreyfði stólinn áfram, kom Jane í dyra- gættina, og voru augun ógnar- stór i sakleysislegri spurningu. „Það var Bert, sem hringdi, var það ekki?“ Jane stóð lengi án þess að mæla orð. Svo hristi hún loksins höf- uðið. „Það var ein af þessum kon- um. sem auglýsa í símanum. Það var eitthvað um, hvort við vild- um láta bólstra húsgögnin aftur. Ég sagði, að þú hefðir alls cngan áhuga á því.“ „En þú sagðir að ég hefði séð mig um hönd, Jane, ég veit, að þú ert ekki...“ Hún sagði, að við værum á skrá vfir fólk, sem hefði hug á að láta gera þetta,“ svaraði Jane ró- lega, „en hún var vitanlega að ljúga.“ Aftur kom veikur vottur bross fram í munnvik hennar. „Ef ég væri i þinúm sporum, niundi ég efcki þreyta mig á að tala við fólk í simann.“ „.Tane ...“ „Önnur símtöl... ég skal svara öðrum liringingum simans niðri, svo að þú þurfir ekki að tala við neinn.“ „Jane, gerSu það fyrir mig .. .“ En Jane hafði þegar þokað sér út í rökfcrið, og Blanclie vissi, að hún mundi ekki koma aftur. Með hroðalegri nákvæmni hafði fugls- hræinu verið komið fyrir á bakkanum í hring af salati ... Blanche renndi stólnum fram i dyragættina og sat þar lengi og virti símann fyrir sér. Það var Bert, sem hafði hringt. Það var enginn vafi á þvi. Og það var heldur enginn vafi á því, að Jane hafði varað hana við aS reyna að ná sambandi við Bert aftur. En hvað ef hún ögraði henni og hringdi samt? Hvað mundi Jane gera Blanche leit sem snöggvast á visnaða fótleggi sína og svo af þeim aftur. Þögnin í þessu stóra húsi virtist verða að hlaupi og umlykja hana. Hún fann allt í einu til skelfingar og sneri aft- ur inn í herbergið. Hún var lengi að rökræða við sjálfa sig, ávita sjálfa sig, til að reyna að verða róleg. Dæma- laust var hún kjánaleg að láta læti Jane hafa þessi áhrif á sig. Og þegar hún var orðin svona fullorðin. Það var svo sem ekk- ert skelfilegt, sem fyrir hafði komið. Jane liafði alltaf verið svona, alltaf að reyna að baka henni áhyggjur og liræða hana. Framhald á bls. 49. i r. ; 'í £ " T VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.