Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 40
að en hýðið. Við komumst að raun um, að rotnaðar fíkjur, soðnar í rommi, voru mesta lost- æti, en urðum að takmarka á- fengisneyzluna stranglega — við vorum allir svo þreyttir og þjakaðir orðnir, að lítið mátti út af bera svo að ekki hlytist af orðaskak og reiði, enda kom það fyrir oftar en skyldi. Carlos lét þá skípun út ganga, að ekki skyldi minnzt á stjórnmál og vín- skammturinn minnkaður að mun. Síðla í nóvember, á 48. degi siglingarinnar, skall allt í einu á okkur ofsarok, og lá við sjálft að það riði okkur að fullu. Fyrsti stormsveipurinn sleit eitt stagið af borðstokknum með festingu og öllu saman. Sveiflaðist stagið til í rokinu, sitt á hvað, með fest- inguna eins og kylfu á endan- um, og stóð okkur öllum beinn voði af. José, sem var okkar handfastastur og snarastur í snúningum, gerði sér það ljóst að sigla og segl voru í hættu, tækist ekki að festa stagið aftur, gerði hverja árangurslausu til- raunina á eftir annarri til að grípa stagið í stormsveiflunum, þrátt fyrir viðvörunarhróp okk- ar, og minnti sá dans hans á sæ- drifnum þiljunum mest á leik bandarillóanna við nautin. Hvað eftir annað varð hann að beygja sig leiftursnöggt, svo að festing- in berði hann ekki í rot. Loks tókst honum að ná taki á henni og munaði þá minnstu að hún handleggsbryti hann, en við Carlo festum stagið aftur og strengdum það. Það var nokkurn veginn jafn- snemma að þeim stormi slotaði og við þóttumst sjá örlög okkar ráðin. Þá komum við auga á þangrek úr Saragossahafinu. Þótt þar væri ekki nema um nokkrar þangklær að ræða, viss- um við að nú nálguðumst við hina miklu breiðu, sem þekur „þanghafið" í grennd við Car- ibbeanseyjar á mörg hundruð mílna svæði. Seinna þann dag snæddum við þangsalat með ediki og olívuolíu. Lognið er hættulegt þeim skip- um, sem ber inn á Saragossahaf. Kyrrði nú allan byr, rifin og stöguð seglin slöptu við siglur og skútan mjakaðist vart úr stað. Ég las nýjatestamenti prestsins til að dreifa huganum frá þorst- anum og hungrinu, en félagar mínir stunduðu enskunám af kappi. Það kom fyrir að við veiddum fisk; meðal annars veiddum við fisk nokkurn, sem var hvasstenntur eins og barra- kúda, og Michael kvað svo sjald- gæfan, að hann vildi að við geymdum hann sem væntanleg- an safngrip. En hungrið reynd- ist vísindaáhuganum yfirsterk- ara. Við átum fiskinn upp til agna, en Michael starði á okkur eins og við værum að fremja einhvern hinn stórkostlegasta glæp. Að morgni þess 30. nóvember, 52. daginn frá því er við létum í haf frá Las Palmas, sáum við þess óvefengjanleg merki að lá- deyðan mundi ekki lengi endast, og yrði þó öllu hættulegra það, er við tæki, því að allt benti til þess að fellibylur væri ekki langt undan. Fiskarnir stukku allt í kringum okkur, og loft- þrýstingurinn varð svo mikill, að maður bókstaflega fann hann. Skýjafar var undarlega hratt en þó svo heitt og mollulegt, að við vorum rennsveittir. Það var skömmu eftir hádegið og hita- II mollan óbærilegri en nokkru sinni, að Bedoya gamli kallaði hástöfum: „Avión en vista y viene directamente para nosotros." Eða að hann hefði komið auga á flug- vél beint framundan. í sömu svifum kom ég auga á litla, dökkbláa og hraðfleyga tvíhreyflu, sem ég þóttist þegar vita að væri ein af þeim flug- vélum sjóhersins, sem sendar eru til „njósna" um fellibylji. Hún stefndi beint í áttina til okkar, en þó að koma hennar gleddi mig ákaflega, kallaði ég til Carlos, að eflaust væri hún að vara okkur við aðvífandi fellibyl. Hún flaug yfir skútuna hvað eft- ir annað og við félagarnir lustum upp fagnaðarópum. Nú var ör- uggt að fjölskyldum okkar bær- ust fregnir um að við værum á lífi. í eitt skiptið, sem flugvélin flaug yfir, varpaði áhöfn hennar lítilli talstöð, gúmbát og neyð- arsenditæki niður til okkar, sem við náðum til á sundi eða úr léttabátnum. Með þessu fylgdi og miði, þar sem spurt var hvort skútan væri ekki „Nína II“. „Hvað skyldu þeir eiginlega halda?“ spurði José. „Það er eins og okkur reki á trjábol, sem hef- ur gleymt því að sökkva fyrir áratug síðan“. Þegar ég komst loks upp á lag með að nota tal- ------------------------—] stöðina, bað ég þá í flugvélinni að fljúga yfir og hækka sig í lofti, ef fellibylur væri nálægur. Við stóðum hljóðir eins og í kirkju, þegar flugvélin hnitaði hringa uppi yfir okkur, en án þess að hún hækkaði flugið. Ótti okkar var því ástæðulaus. Að því búnu hélt hún brott og var horfin sjónum okkar. Þetta kvöld sungum við gamla sjómannasöngva fullum hálsi á meðan við máttum hljóði upp koma. Félagar mínir vildu ekki trúa því, að svo stór flugvél hefði verið send til að leita okk- ar, og það tók mig langan tíma að koma þeim í skilning um að strandgæzlan og flotinn kostuðu jafn miklu til að hafa uppi á hverju því skipi, sem saknað væri, og gilti einu hvort þar væru Bandaríkjamenn um borð eða ekki. José sagði loks við mig af mikilli alvöru: „Fyrir þetta skal ég muna bandaríska flot- ann á meðan ég lifi“. Þrem dögum síðar flugu tvær aðrar af flugvélum flotans yfir okkur í fullar þrjár klukku- stundir. Eftir að ég hafði rætt málið við Carlos, sagði ég þeim í flugvélunum það í gegnum tal- stöðina, að við værum enn stað- ráðnir í að leita ekki lands þar, sem næst var, eða í Antigua, heldur freista að ná til San Salvador. Við þyrftum ekki neinnar aðstoðar við og okkur vanhagaði ekki um annað en drykkjarvatn. Við áttum því enn eftir 600 mílna siglingu, um haf, þar sem búast mátti við stormum og and- byr. Þessa dagana gerðist og harmleikur um borð. Einn morg- uninn söknuðum við Lindu litlu. Hún hafði ekki lúrt hjá mér um nóttina eins og hún var vön, en ég talið víst að hún héldi sig annars staðar um borð. Við leit- uðum hennar um alla skútuna, í seglabunkanum og jafnvel í lestunum, en hún reyndist með öllu horfin. Hún hafði gerzt stöðugt djarfari í klifri sínu um reiðann, og nú hafði hún að öll- um líkindum fallið fyrir borð í náttmyrkrinu, en rödd hennar reynzt of veik til þess að hún gæti kallað okkur sér til bjarg- ar með mjálmi sínu. Það tók okkur nokkurn tíma að átta okkur á því að hún væri horfin. Við söknuðum hennar allir, og kaþólski presturinn okkar bað fyrir henni. Það var í rauninni undarlegt hve okkur tók sárt til Lindu litlu, flökkukettlingsins, sem við tókum um borð í Las Palmas. Hún hafði verið okkur kátur og skemtmtilegur félagi í fárviðri og blíðu, og það varð annarlega hljótt og kyrrt um borð, þegar við heyrðum ekki lengur mjálm hennar og sáum hana ekki fram- ar lesa sig upp stögin og leika sér í reiðanum. Eftir ládeyðu í hálfan mánuð rann aftur á byr. Á 59. degi lét staðvindurinn, sem borið hafði skip Kólumbusar frá Spáni til San Salvador, loks aftur til sín taka og sex dýrðlega daga sigld- um við þöndum seglum í átt til Bahamaeyja. Við sungum og hlupum um þiljur, opnuðum flösku endrum og eins til há- tíðarbrigða og væntum þess fastlega að rigndi, svo að okkur entist drykkjarvatnið, sem varp- að hafði verið niður til okkar. Öðru hverju flugu flugvélar yfir okkur eða þá að skip sigldu til móts við okkur, en ekkert fékk haggað þeim ásetningi okkar, að sigla í kjölfar Kólumbusar alla leiðina til enda. Við höfðum fyllstu þörf fyrir vatnið og vor- um þakklátir fyrir tóbakið, en eftir að ég hafði fengið talstöðina til umráða, bað ég um það að ekki yrðu skip send okkur til Á þremur árum hafa selst hér á landi WESLOCK hurðarskrár sem svarar í 1500 íhúðir. Þér getiff valiff úr fjórum litum af skrám, ólæstum, takkalæstum og lykillæstum. Þér verffiS ánægffari í nýju íbúðinni ef þér hafiff valiff WESLOCK hurffarskrár og húna á allar hurffir. BER AF UMBOÐSMENN: K. ÞORSTEÍNSSON & CO. Reykjavík, sími 19340. — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.