Vikan


Vikan - 19.09.1963, Qupperneq 29

Vikan - 19.09.1963, Qupperneq 29
svörum og þá verður allt í lagi.“ Húsið lians Gils var framúr- skarandi viðkunnanlegt þótt stíllinn væri ruglingslegur. Gegn- um hina stóru glugga dagstof- unnar var frábært útsýni yfir vatnið, sem baðað var í mána- sldninu. Gil og nokkrir vinir lians voru þar fyrir þegar við Jenny komum. Mér til furðu þekkti Jenny þá næstum alla. Þegar þurfti að kynna hana, kallaði Gil hana Fuglastúlkuna. Ég hló og heils- aði þvínæst Loðfeldinum, Hvit- ingjanum, Gullfætinum og Hræðilegu Konunni. „Mr. Delafield,“ sagði Gil. „þetta nafn yðar gengur alls ekki. Héðan í frá heitið þér „Meginlendingurinn.“ Ég hneigði mig og sagði: „Sem yður þóknast.“ I Gil tók um báðar hcndur Jennyar og gekk á bak aftur til að virða fyrir sér búnað hennar. „Vina mín,“ sagði hann, „þú ert yndisleg." Hann sneri sér að mér og spurði: „Sagði Fuglastúlkan yður að ég licfði farið með henni til að kaupa hlússuna og pilsið?" ftg kinlcaði kolli. Gil sleppti ekki hcndi Jennyar. „Meginlendingur,“ sagði hann, „hér eigið dásam- lega og mikilhæfa konu. Við getum ekki án liennar verið. Frábær í vélritun. Komuð þér með ritvélina hennár?“ spurði hann ákafur og ég sagðist hafa gert ])að. „Gott,“ liélt Gil áfram. „Okkar er að verða að brota- járni.“ Hann hrost'i til Jennyar og beindi síðan máli sínu til min á ný: „Sagði hún yður frá afgreiðslustúlkunni?" „Nei,“ svaraði ég. Jenny hvíslaði: ,.Ó góði Gil, ekki,“ en hann hélt áfram: „Fins og þið vitið, fór ég með Fuglastúlkuna í bæinn til fata- kaupa. Við fórum inn í cina af- skaplega fína verzlun, og auð- vitað var Fuglastúlkan í einum þessara tötralegu kjólia sinna og ég i götóttri skyrtu og göml- um stuttbuxum. Afgreiðslustúlk- an leit kuldalega á okkur og vísaði okkur á ódvrasta varn- inginn. Þá sagði Fualastúlkan glymljandi röddu: „Enga vit- leysu! Sýnið mér eitthvað af betra taginu! ftg er ríkur sér- vitringur!“ Allir viðstaddir ráku upp skellihlátur. Ég starði á Jenny furðu Tostinn. ITún var kafrjóð. ftg vonaði að hun ofgerði ekki i þessum tilraunum sínum til að vera fyndin og léti hafa sig að fífli. Gil hélt fast um lierðar henni, annars hefði hún dregið sig í hlé. Matur var fram borinn og utnræðurnar fengu nú alvarlegri blæ. Flestir gestanna voru i fé- lagi við Gil, svo að viðræðurn- ar snerust um leikritið, sem var að mótast bjá þeim þá stund- ina. Herðatréð hélt því fram, að þó að endirinn kæmi á óvart, væri hann engu að síður eðli- legur, en Gil og ýmsir fleiri voru á öðru máli. Um þetta urðu fjörugar og jafnvel heitar rök- ræður. Jenny hafði ekkert lagt til málanna, en þegar dró úr á- kafa samræðnanna, spurði hún kyrrlátlega: Gil, má ég segja fáein orð?“ „Auðvitað, Fuglastúlka,“ sagði hann. „Við erum öll svo vön að æpa, að þú verður að fyrirgefa okkur.“ Þau biðu álits hennar; ég sá að hún var að reyna að herða sig upp og gerði mér ljóst, að Gil hafði látið hana lesa leik- ritið. Guð minn góður, hugs- aði ég, hún ætlar þá að gera sig að fífli! ftg var . þann veg- inn að grípa fram í, þegar Gil, sem sat við hlið mér, sá hvað ég ætlaðist fyrir og gaf mér merki um að þegja. Jenny sagði lágri röddu: Ég fæ ekki séð að neitt sé athuga- vert við endinn. Þið eruð öll sammála um að hann sé álirifa- mikill, en ykkur finnst liann ekki eðlilegur.“ Hún þagnaði, en hélt svo áfram: „Vandamálið er að l)ví er mér virðist ekki fólgið í endinum, heldur i sam- ræðum ])eirra Jóa og Mariu i öðrum þætti. Eins og hann er nú, gerir hann það að verkum að áhorfendum virðist endir- inn ósennilegur. En ef þið gefið þeim smávegis visbendingu •—- látið koma fram i öðrum þætti svolitinn ávæning af því, sem Jói og María hafa í hyggju að gera, þá verður endirinn að mínum dómi ekki einungis á- hrifarikur, heldur einnig trú- legur og eðlilegur.“ Gil stóð á fætur og rétt'. henni höndina yfir borðið. „ftg óska yður til hamingju, Meginlendingur,“ sagði liann. Því miður eiga ekki allir því láni að fagna, að eiga jafn vel gefnar konur að lífsföru- nautum.“ Þegar við vorum komin heim og háttuð sagði ég A'ið Jenny „Án þess að ég vilji særa þig hið minnsta, elskan, þá vil ég ráðleggja ])ér að fara varlega í það að taka þátt í rökræðum þessara hágáfuðu dýrkenda ÞaT- íu á þann hátt, sem þú gerðir í kvöld. Þeir þekkja þessi mál eins og gólfið i svefnlierberginu sinu og eru fljótir að sjá veil- urnar i orðum þeirra, sem rök- ræða við þá um list þeirra.“ Hún leit á mig sorgbitnum augum og varir hennar skulfu. „Þú mátt ekki misskilja mig,“ sagði ég. „ftg er ekki að gagn- rýna það sem þú sagðir. Ég er öllu fremur að vara þig við upp á framtíðina að gera. Ég vil ekki láta særa þig.“ „En var uppástunga mín ekki nógu góð? Gil sagði að liún væri það.“ VIKAN 38. tbL — 29 HVERNIG DÆMIR ÞÚ? Hann heimtaði refsfeldinn. Á velgengistímum loðdýraræktar hér á landi kom Jón Jóns- son sér upp stórum refagarði. Svo illa vildi til eitt sinn að vetrarlagi, að silfurrefur slapp úr refabúi Jóns. Var hér um að ræða mjög verðmætt silfur- refsafbrigði, sem gekk undir nafninu White face. Jón tilkynnti hvarf refsins til viðkomandi hreppsstjóra og hóf jafnframt þær tilraunir, er á hans valdi voru, til að handsama refinn. En þær tilraunir báru engan árangur. f 10 km fjarlægð frá refagarði Jóns Jónssonar var bærinn Þorvaldsstaðir. Þar bjó Þrándur nokkur Þórðarson. Snemma morguns, er Þrándur var að sýsla við búverk sín, kom hann auga á ref í túnfætinum, sem sýnilega var að leitá ætis. Brá Þrándur þegar við, sótti skotvopn og lagði refinn að velli. Kom þá í ljós, að hér var á ferðinni silfurrefur Jóns Jónssonar, því að hann var merktur bæði ættarmerki og sérmerki samkvæmt lögum um loðdýrarækt. Refurinn var skotinn níu dögúm eftir að hann slapp úr refabúinu. Eftir að Þrándur hafði fellt refinn, tók hann refsfeldinn í vörzlur sínar og taldi hann eign sína. Feldurinn var talinn all- verðmætur. Þessu vildi Jón ekki una og krafðist þess, að feld- urinn yrði afhentur sér sem réttum og löglegum eiganda. Á þessa kröfu gat Þrándur engan veginn fallizt. Hann sagð- ist hafa skotið refinn sem hvern annan villiref. Sér hefði ekki verið ljóst fyrr en eftir dauða refsins, að hér hafi verið um að ræða ref úr refagarði. Þrándur taldi, að enda þótt refur- inn hafi áður verið í eignarráðum Jóns Jónssonar, hefði sá eignarréttur glatazt, þegar refurinn slapp úr haldi og tók að ganga villtur og skaðlegur eignum manna. Lagaheimildir væru fyrir því, að slík dýr væru réttdræp, en af því mætti væntan- lega leiða þá ályktun, að banamanni dýranna væri heimilt að nýta sér verðmæti þeirra, ef einhver væru. Jón Jónsson taldi, að Þrándi hefði að vísu verið það víta- laust að fella dýrið, en af þeirri heimild yrði ekkert ráðið um eignarréttinn að dýrinu dauðu og þar með um eignarréttinn að feldinum. Jón kvað ref þennan fæddan og uppalinn í refa- garði sínum og hefði hann því óumdeilanlega verið eign sín. Vegna ófyrirsjáanlegra orsaka hefði refurinn sloppið úr refa- girðingunni, en við það eitt ætti eignarrétturinn ekki að falla niður. Jón kvaðst þegar hafa gert allar tiltækar ráðstafanir til að handsama refinn. Þessar ráðstafanir hefðu að vísu engan árangur borið, en engu að síður taldi hann, að refurinn hefði verið háður eignarráðum sínum, þegar Þrándur drap hann. Jón taldi það því öldungis ljóst, að hann ætti refsfeldinn og enginn annar. Spuming Vikunnar: HVOR Á REFSFELDINN? Sjá svar á bls. 44.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.