Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 44

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 44
Svar við: HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á bls. 29. Engum kemur til hugar að efast um eignarrétt Jóns Jóns- sonar að refinum, meðan hann var í refabúinu og í vörzlu gæzlumanna þess,. Þegar nú refurinn fyrir handvömm sleppur úr refagarðinum og fer að valsa um vörzlulaus og tekur a. m. k. að nokkru leyti upp lifnaðarhætti villirefa, getur risið vandasöm spurning um eignarréttinn. Það er alkunna, að eignarréttur að húsdýrum, t. d. sauðfé, fellur ekki niður, þótt eigandi hafi ekki dýrin í vörzlum sín- um, ef þau eru merkt eigandanum eða þekkjanleg á annan hátt. Um birni og refi gilda sérstakar reglur samkv. veiðitilskipun frá 20. júní 1849. Þessi dýr má hver sem er að velli leggja bótalaust. Um mannýg naut og graðhesta myndu og sömu regl- ur gilda, ef þau dýr ógnuðu verulegum hagsmunum. Hér hvílir sú skylda á eigendum dýranna að hafa þau í öruggum girð- ingum eða búrum, þar sem þau eru að öðrum kosti hættuleg umhverfinu. Ef út af er brugðið, geta eigendur skapað sér refsi- og skaðabótaábyrgð. En öll láta þessi lagaákvæði ósagt um eignarréttinn að dýr- unum dauðum. Svo helgur er eignarrétturinn samkvæmt ís- lenzkum rétti, að ótvíræð heimild þarf að vera fyrir hendi, ef líta má þannig á, að eignarréttur fyrri eiganda sé niður fallinn, þótt dýr hans hafi verið felld með fullri heimild vegna al- menns öryggis. Um íhaldssemi íslenzks réttar í þeim efnum að viðurkenna endalok eignarréttar má nefna lög um eignar- hefð, fornleifalög og strandlög. Ef nú er litið til silfurrefsins, sem slapp úr refabúi Jóns Jónssonar, en var skotinn eftir níu daga frjálsræði, þá þykir varhugavert að álykta, að á þessum tíma hafi þeir atburðir gerzt, sem leiða til þess, að eignarréttur Jóns hafi niður fallið. Verður því að telja, að refurinn hafi á banadegi sínum verið undirorpinn eignarrétti Jóns Jónssonar og dauði hans hafi í engu breytt þeim eignarrétti. Niðurstaðan verður því sú, að Jóni verður dæmt lögmætt tilkall til refsfeldsins. Árið 1949 var dæmt í Hæstarétti mál, þar sem atvik voru ekki ósvipuð því, er að framan voru rakin. í því dómsmáli þótti svo mikið áhorfsmál á ferðinni, að dómendur gátu ekki náð samkomulagi um niðurstöðu. Fjórir dæmdu refabúseig- andanum-feldinn, en fimmti dómarinn vildi láta feldinn falla til skotmannsins. Á þessu sést, að úrlausn þessa réttarágrein- ings er e. t. v. ekki einsýn, þótt niðurstaða meiri hlutans virð- ist miklu meira sannfærandi. Ályktunarorð: JÓN JÓNSSON Á FELDINN. J. P. E. _______________________________________________________________II andanum af angist. — Stilltu þig, sagði Dorothée. Nei, hún skildi þetta ekki. Ekki hián heldur. Hún var of hamingjusöm sjálf. — Segðu mér seinna, hvað læknirinn segir, sagði hún þegar við skildum. Klukkan var sex. Það var ekki fyrr en eftir klukkutíma, sem ég gat hringt til læknisins. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þangað til. Það stóð leigubíll við gangstéttina. Ég settist inn í hann, en datt ekki í hug neitt heimilisfang. — Akið bara beint áfram, sagði ég. Hreyfing bílsins gerði mig ró- legri. En ég var líka að syngja í útvarpinu í þessum bíl. Ég sagði þar, að líkami minn væri dýr- mætur, augu mín djörf og azú.r- blá . . . Þegar við komum að skemmtigarðinum, lét ég bílinn stanza. Ég borgaði og fór út. Ó, það var svo rólegt þarna í garðinum. Eftir að maður var kominn framhjá öllum börnun- um og mæðrunum. Lengra inn í garðinum, inn á milli trjánna. Þar var svo svalt og grænt og þögult. Eftir nokkra stund kom ég að litlum trétröppum, sem lágu nið- ur í grænt djúpið. Hægur and- vari hreyfði blöð trjánna og sendi litla órólega sólargeisla á fætur mína. Allt í einu varð ég svo glöð, alveg óvænt. Að gamni fór ég að ganga eins og ég geng á leiksviðinu. Ég vaggaði mér í lendunum og bar höfuðið hátt. Ég söng eina af vísunum mínum, eina djarfa og freistandi. Hún var um líkama minn, augun og munninn .. . Litla stund var ég ör af sigurgleði yfir því að ég lifði og var falleg, að ég gat gengið um í skemmtigarði og sungið. Ef einhver hefði séð mig, hefði hann haldið að ég væri vit- laus. Rödd mín hljómaði svo ein- mana. Það var eins og fuglarnir þögnuðu til að hlusta á mig. Þögnin var loks svo hávær í sjálfri sér, að ég hætti að syngja. Þá heyrði ég svalan lækjarnið. Hljóðlaust gekk ég áfram og kom að lítilli og rómantískri brú. Ég lagðist fram á handleggina á handriðið og andaði vætunni að mér. Hérna var það, sem ég hitti hermanninn. Fyrst sá ég ekki að hann var hermaður, því að hann hafði far- ið úr jakkanum og stóð þarna á skyrtunni. Hann gekk til mín. Því skyldi hann ekki gera það? Ég var lagleg stúlka og við vor- um ein í grænni þögninni. Hann fór' að tala. Um veðrið og vatn- ið og þögnina. Ég svaraði honum án þess ða líta á hann. Hann virtist einmana og langa til að tala, eins og hann væri búinn að standa þarna lengi, að bíða eftir því, að ein- hver kæmi og hlustaði á hann. Hann sagði líka sjálfur (eins og til að afsaka sig): — Mér finnst svo gaman að tala. Auðvitað haf- ið þér ekki áhuga á því, en í dag er lengsti dagur ársins . . . Ég hrökk við og leit á hann. Hvernig vissi hann það? En svo skildi ég það. Hann átti ekki við það. — Já, sagði ég hægt. Það er sannarlega sá lengsti. Hann skildi ekki hvað ég átti við og hélt áfram. -.. Já, í dag gengur sólin úr Tvíburamerkinu og yfir í Krabbamerkið. Krabba! — Óttaleg vitleysa er þetta, sagði ég rám og fann óttann vaxa inni í mér. Þetta var alveg eins og spilið og brotni spegillinn. C-etið þér ekki þagað? hvíslaði ég og sneri baki að honum til að fara. Ég varð að komast burt frá honum. Andlit hans varð svo einmanalegt, þegar- ég sagði: — Afsakið mig, og vafði sjalinu fastar að mér og gekk nokkur skref áfram. - - Eruð þér að fara? spurði hann í bænarrómi. — Já, svaraði ég. Hann leit rannsakandi á mig. — Það er mín sök. Það er ég, sem á að biðja yður afsökunar á því að vera þreyta yður á því, sem þér hafið engan áhuga á. Hann var svo sorgbitinn, að ég varð að vera kyrr og brosa huehreyst- andi til hans. Þér getið sagt mér dálítið áður en ég fer, sagði ég og rödd mín hljómaði aftur eðli- lega: — Hvað er klukkan? - - Sex, eða kortér yfir. Eruð þér að bíða eftir einhverjum? — Nei, mig langaði bara að vita það. - Ég er heldur ekki að bíða eftir neinum. Hann brosti og horfði fast í augu mér. Bað um litla stund í viðbót. Nú, sagði ég og reyndi að vera giaðleg. Allir menn eru að bíða eftir konu. Þið ávarpið hana og haldið áfram að tala. Ég er ekki vön að svara, en í dag gleymdi ég því. Ég var að hugsa um ann- að ... Hann brosti. — Ég er í leyfi. í kvöld á ég að fara aftur. Þrjár vikur. Og ég hef ekkert gert. Svo leit hann á mig og sagði: — Eruð þér gift? Ég hló. — Nei. Lít ég út eins og ég væri ævintýramanneskja? — Nei, sagði hann. En þér er- uð áreiðanlega að bíða eftir ein- hverju. — Já. Ég er að bíða eftir rannsókn ... — Ó, eruð þér stúdent? — Nei, það er læknisfræðileg rannsókn. — Og þér eruð óróleg. Hvað eruð þér hrædd við? — Að ég sé með krabbamein. Ég fæ að vita það í kvöld. Ég er hrædd. Ég er hrædd við allt. Fugla, ösku, lyftur og allt. Nú er ég hrædd við að deyja ... — Þér hefðuð átt að vera með í Alsír, sagði hann, og þá vissi ég að hann skildi. En hann leit ekki á mig. Hann horfði lengra. Ég vil ekki deyja fyrir ekkert, sagði hann. Eins og í stríði. Ég vil deyja fyrir konu. Deyja af ást. Hann brosti þunglyndislega og horfði niður í vatnið. Konur elska það, að einhver elski þær. Líkami þeirra er leikfang. En ekki lif þeirra. — Það er rétt, sagði ég og nú fannst mér það svo gott að standa þarna 03 hlusta á hann tala. Seinna sagði hann: — Það virðist vera, að við séum í sama bát, þér og ég, bæði í sama bát. -— Ég á að hringja til læknis- ins í kvöld, en ég þori ekki að heyra sannleikann. — Þá kem ég með yður, sagði hann, og svo fvlgið þér mér síð- ar að lestinni. Við fórum í strætisvagninum. Hann leiddi mig þegar við stukk- um upp í vagninn. Á einhvern undarlegan hátt var allt orðið nýtt. Það var eins og ég væri í heimsókn í einhverri annarri veröld. Við stigum úr í hverfi, þar sem voru sjúkrahús og fang- elsi. Það var ,,mitt“ sjúkrahús. Ég gekk inn og hann kom með mér. — Ég ætla að finna Valino lækni. .. Ég held að hann sé ekki við, sagði stúlkan. Við stóðum þarna óákveðin. Ég gat ekki trúað því að hann væri farinn. Við gengum hægt út í spítalagarðinn. Þetta er ekkert líkt sjúkrahúsi, sagði hann. Það er likara höll og stór- um garði, þar sem veizlur eru haldnar. — Hvenær fer lestin? spurði ég, og þegar hann svaraði því, var eins og læknirinn og rann- sóknin væru ekki lengur aðal- atriðið. Svo fljótt, sagði ég og ég varð sorgbitin. Þá skulum við ekki eyða tíma í að leita að lækninum. Ég hringi bara seinna til hans. — Má ég fá heimilisfangið yð- ar, sagði hann og horfði alvar- — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.