Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 51
ast kynni frá Jane. En Jane liafði enga löngun til að ræða við Blanclie. Hún kom nieð nýjan bakka — kvöldverðar- bakkann að þessu sinni — og gekk nieð hann rakleiðis að skrif- borðinu, þar sem bún lét bann við hlið þess, sem fyrir var. Blanclie sá út undan sér tvær hvítar hrúgur, sem voru hlið við hlið í skugganum rétt utan við skærasta hirtusviðið. Svo tók Jane þennan skeifile'ga bakka með morgunverðinum og fór með hann, án þess að líta eða yrða á Blanclie. Það var ekki fyrr en fótatak hennar sýndi, að hún var komin niður stigann, að Blanche lét bókina falla úr skjálfandi höndum sínum á kjöltu sína aft- ur. Bakkinn undir hvítum pentu- dúknum sást greinilega á skrif- horðinu, ])ótt þar bæri skugga á, og hann virtist vaxa jafnt og þétt og verða ógnarstór. Hún lokaði augunum til þess að þurfa ekki að sjá þetta, en myndin af hon- um var samt enn greypt í huga liennar. Svo áttaði hún sig á ein- hverju, fór allt i einu að hnusa út i loftið. Fann hún einhverja lykt? Af heitum mat? Af steiktu kjöti? Hún opnaði augun og lykt- aði aftur. Jane hafði raunveru- le-ga fært henni mat i þetta skipti. Hún tók viðbragð, ætlaði að aka stólnum að skrifborðinu, en hætti svo allt í einu við það, því að ilm- urinn súrnaði skyndilega í vitum hennar,varð að fnyk af dauðu og rotnandi holdi. Hún laut fram og greip höndum um höfuð sér, þvt að hún var hrædd um, að lnin mundi allt í einu selja upp. Og þá rann það hægt og seint upp fyrir henni, hvers vegna Jane kom þannig fram við hana — hún ætlaði að ganga af henni dauðri, lnin ætlaði að svelta hana í hel! Hún ætlaði að vekja i brjósti liennar svo óskaplega skelfingu á þvl, sem hún, Blanche, kynni að finna það á matarhakk- anum sínum á matmálstímum, að hún mundi ekki þora að koma nærri honum. Blanche var viss um þetta; það mundi einmitt vera svona djöfulleg ráðagerð, sem Jane mundi hafa mætur á. Þegar fram liður stundir, mundi hún geta komið með fullkondega boð- legan mat til hennar í þeirri ör- uggu vissu, að Blanche mundi neita að lita við honum eða yfir- leitt að bragða á honum. Og svo mundi fara um síðir, að Blanclie yrði hungurmorða innan um alls- nægtirnar, og hver gæti þá kennt Jane um að hafa átt sök á and- láti hennar? Framhnld i næsta blaði. Þér fáiö einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lækjargötu - Hafnarfirði - Simi 50975 VIKAN 38. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.