Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 17
litlu? Það er nú líka heimsdama, sem segir sex, ætli hún verði ekki konan þín, áður en lýkur?“ ,,Þú trúir því nú kannski ekki, Ása mín, en ég er svolítið gam- aldags í mér. Þess vegna vil ég kvænast þér. Mig langar ekki til að koma í selskap með konuna mína og sjá helminginn af herr- unum brosa með sjálfum sér, vegna þess, að þeir hafa verið vinir hennar á undan mér. Mér er engin launung á því, að ég vil ekki sjá konu, sem aðrir hafa káfað á. — Jæja, ég kem í hvelli!“ Þau urðu að bíða rúman hálf- tíma eftir Lóu Dalberg, sem bjó vestur á Kvisthaga, en Herjólfur B. Hanson stóð úti á götu í Tún- unum, þar sem hann var til húsa. „Seztu aftur í hjá heimsdöm- unni,“ sagði Sigtryggur Háfells og gaut augunum heldur óástúð- lega til þessa ljóshærða, fremur væskilslega manns. Sjálfur sat hann frammí og hafði Ásu á milli sín og bílstjórans. Þau óku út úr bænum sem leið lá að Reykjum í Mosfellssveit. Klukkan var nú orðin rúmlega tíu, sól skein í heiði og veður hið fegursta, svo sem bezt má verða á Islandi. f brekkuhjalla einum stóð lít- ið býli: húskorn og tvö stór gróðurhús. Gufustróka lagði upp af heitri laug, eilítið ofar í brekk- unni, en ekki sáust nein merki þess, að fólk væri komið á fætur. „Við tökum bara hús á drengn- um,“ sagði Sigtryggur Háfells. „Hann er sennilega í bólinu ennþá.“ Þau fóru nú út úr bílnum, gengu heim að húsinu, sem var snotur, lítil bygging með valma- þaki. Sálfræðingurinn labbaði heim að dyrunum og barði á þær þrjú högg. „Ætli durgurinn komi ekki til dyra á nærbuxunum?" sagði hann háðslega. „Sveita- menn eru vanir því.“ „Ég ætla bara að láta þig vita,“ sagði Sigtryggur Háfells, „að vin- ur minn, Bergur Þorsteinsson er stoltur af því að vera ættaður úr sveit og það er ég einnig, ef því er að skipta! Ef þú heldur, að sveitamenn séu eitthvað lakari en aðrir .. „Ekki lakari," sagði Lóa með hæglátri og elskulegri rödd sinni. „En leiðinlegri — öll sveita- mennska er ósköp púkó.“ Heildsalinn leit hvasst á stúlk- una og ætlaði bersýnilega að segja eitthvað, en hikaði við það og horfði á hana drykklanga stund. Svo hristi hann höfuðið. „Ég jagast ekki við kvenfólk!" sagði hann. „Sko til, þú ert þá skynsamari en ég hélt, vinurinn," sagði Lóa blíðlátlega og sendi honum elskulegt bros. Hann horfði enn á hana, brúnaþungur og hvass í augum, en loks hló hann stuttlega og mælti: „Það er meira en ég get sagt um þig!“ „Svona, svona,“ sagði Ása, sem hafði horft á þau brosleit í aug- um. „Mér er nær að halda, 6ig- tryggur minn, að þú endir með því að biðja hennar Lóu Dalberg. Þó að þið séuð ekkert sérstak- lega lík, þá er samt sem áður einhver hjónasvipur með ykkur.“ Sálfræðingurinn hafði nú bar- ið á dyrnar þrisvar sinnum, en er það bar engan árangur, kom hann aftur til þeirra. „Ég er hræddur um að sveitamaðurinn sofi nokkuð fast,“ sagði hann. Heildsalinn leit á hann með djúpri fyrirlitningu. „Það sýnir bara hvað þú hefur lítið vit, góði minn,“ sagði hann. „Ég þori að veðja hverju sem er, að Bergur er vaknaður fyrir löngu.“ Hann opnaði nú bíldyrnar og steðjaði út. Gekk hann fyrst einn hring í kringum húsið, en síðan til gróðurhúsanna, er stóðu nokkru fjær. Kom hann svo von bráðar aftur og í fylgd með hon- um ungur maður, ljósjarpur á hár, vaxtarmikill og í hærra lagi, bláeygður og hýrlegur, með beint nef og vararjóðan munn. Heils- aði hann þeim öllum glaðlega, sagði þau velkomin og bauð þeim inn. „Ég hef ekki mikið að bjóða upp á, og engin er húsmóðirin að matreiða það sem til er; en einhver innkaup gerði ég nú í gær og ef stúlkurnar vilja hjálpa mér svolítið í eldhúsinu, held ég að hægt sé að búa til sæmilegan hádegisverð. Á meðan þið bíðið eftir honum, skuluð þið fá að smakka vínið mitt.“ „Já, vínið þitt, það er nú mun- gát í lagi,“ sagði Sigtryggur glað- klakkalega. Hann sneri sér að hinum: „Ég ætla bara að láta ykkur vita það að næst eftir ölið hennar Guðríðar Methúsalems- dóttur er vínið hans Bergs góm- sætasti drykkur í heimi. Svo er hann líka meinhollur, ég hef stundum þambað hann, þegar ég hef verið timbraður, og það skal ekki skeika að mér skánar alltaf af honum, enda þótt hann sé al- gjörlega óáfengur — það er nú kannski galli, en þeir sem vilja geta fengið eitthvað sterkara útí hjá sér. Ég fyrir minn part ætla að láta mér nægja jurtavínið svona til að byrja með.“ Framhald á bls. 45. TEIKNING: ÞÓRDÍS TRYGGVADÓTTIR. VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.