Vikan


Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 19.09.1963, Blaðsíða 22
Alls konar góður matur *>o KÁLBÚÐINGUR. Skerið 1 hvítkálshöfuð smátt, skerið það hvíta af einni púrru í hringi og sneið- ið eitt epli. Brúnið það saman í nægri feiti, smjöri eða smjörlíki og bætið 2 matsk. af sírópi í. Þegar það er aðeins farið að brúnast, má bæta örlitlu vatni saman við og láta það malla meðan farsið er lagað. í það er notað: Vt kg hakkað kjöt, IV2 dl mjólk, 1 tsk. salt, nýmalaður svartur pipar og 1 dl hrísgrjón, sem áður eru soðin næstum meyr. Farsið hrært vel og blandað saman við kálið í eldfast fat (ath. að farsið á að vera frekar þunnt og því má bæta meiri mjólk í ef þarf). Efsta og neðsta lagið í fatinu á að vera kál. Nokkrir smjörbitar settir efst og bakað í ca. 45 mín. Nægir fyrir fjóra. FINN FISKUR MEÐ SVEPPUM. 1%—IV2 kg góður fiskur, t. d. þorskur eða ýsa, salt, hvítur pipar, sveppir, edik, matarolía, hvítvín eða vatn, egg, brætt smjör, rasp. Takið hrygginn úr fiskinum og hreinsið hann vel og nuddið að innan með salti, pipar og hálfri sítrónu. Skerið sveppina í sneiðar og látið þá liggja um stund í blöndu af 1 hluta vínedik og 3 hlutum matarolíu, svolitlu af sítrónusafa, salti og pipar. Líka má nota brúnaða sveppi (smjörsoðna) sem dálitlu hvítlaukssalti hefur verið stráð á. Fiskurinn fylltur með sveppunum, festur saman með trépinnum og settur í smurt eldfast fat og 1—2 matsk. hvítvin eða vatn sett á botninn. Fiskurinn smurður með léttþeyttu eggi eða bræddu smjöri og svolitlu raspi stráð yfir. Steikt í ofni í ca. 30 mín. SELLERÍSÚPA. ■ Flysjið og skerið í sneiðar 1 litið eða V2 stórt sellerí og 4—5 meðalstórar kartöflur og sjóðið það meyrt í léttsöltu vatni. Merj- ið það svo og jafnið út með soðinu þar til það gerir um lVi 1. súpu. Kjötsoð eða teningar eftir smekk sett í, ef vill. Búið til smjörbollu úr smjöri og hveiti, IV2 matsk. af hvoru og látið hana bráðna með- an hrært er í sjóðandi súpunni. Látið sjóða í nokkrar mínútur og kryddað meira ef vill. Ein skeið af þeyttum rjóma sett út í hvern disk, þegar súpan er borin fram og saxaðri persilju stráð yfir. HÖKKUÐ LIFRARBUFF. 4 hg lifur, 1 stór laukur, 5—6 meðal- stórar kartöflur, 1 egg, IV2 matsk. kart- öflumjöl, 1 matsk. salt, V2 tsk. pipar, svo- lítið timian og majoram. Hakkið lifrina, laukinn og kartöflurnar, blandið egginu og kryddinu í og gerið þunnar buffsneiðar úr deiginu, ca. 2 mat- . sk. í hvert buff. Steikið sneiðarnar vel §> brúnar, leggið á fat og sjóðið svolítið vatn eða rjóma með 1 tsk. af soyu á pönnunni litla stund og hellið því yfir buffið. Brún- aður laukur settur efst. PYLSUR MEÐ KARTÖFLUSALATI. Pylsur verða sérlega góðar séu þær soðnar í blöndu af pilsner og vatni og lár- viðarlauf sett í og hvítur pipar. Flysjið kartöflurnar meðan þær eru heitar og skerið í sneiðar, sem settar eru í skál með súrsaðri gúrku, rauðbeðum, fínskorinni púrru og hellið svo vinágrettsósu yfir. Ágætt er að setja dálítið af grænum baun- um saman við kartöflusalatið. HAMBORGARAR. Gerið þunnar sneiðar úr 1 hg grófhökk- uðu nautakjöti, 1 eggjarauðu, salti og pip- ar, og steikið sneiðarnar, en ekki of mikið svo að þær verði ekki of þurrar. Skerið rundstykki í sundur, en látið það samt hanga saman á einum stað, ristið það og smyrjið með góðu sinnepi. Leggið kjötið inn í brauðið og ofan á þunna laukhringi (hráan lauk), þunnar sneiðar af grænum piparhulstrum, chilisósu og fleira krydd ef óskað er eftir því. Borið fram heitt. O ST AH AMBORG ARAR. Á franskbrauðssneið er lagt ekki alveg gegnsteikt hamborgarastykki, gert eins og sagt var hér að ofan. Tómatsneið lögð á hvert stykki og þykk sneið af sterkum osti lögð efst. Steikt í ofni í ca. 10 mín., eða þar til osturinn er ljósbrúnn. Önnur brauðsneið er ristuð og smurð með sinnepi og lögð oían á. MARENGSRIDDARAR. Þeytið 2 eggjarauðurnar með IV2 dl mjólk og bleytið ca. 10 franskbrauðssneið- ar í blöndunni, en látið þær ekki blotna það mikið, að þær verði alveg linar. Leggið sneiðarnar á smurða plötu og setjið eplamauk, sem svolitlum kanil hefur verið stráð á (ef vill) eða góða sultu á hverja sneið. Þeytið2eggjahvít- ur og setjið 5 msk. af sykri í og breiðið yfir brauðsneiðarnar, hverja fyrir sig. Bakað í lítið heitum ofni, þar til eggja- hvíturnar eru ljósbrúnar, eða í 20—25 mín. Gott er að hafa þeyttan rjóma með og e. t. v. kaffibolla. FLJÓTLEGUR FISKUR. Leggið roðlaus fiskflök á smjörbita í þykkbotnuðum potti, saltið og stráið pipar á og safanum úr hálfri sítrónu. Saxið svolítið af lauk eða púrru, dill og persilju og'stráið yfir fiskinn og efst er gott að setja þykkar tómatsneiðar, eða tómatpurré. Potturinn hafður á litlum hita, en safinn úr fiskinum blandast grænmetinu og fiskurinn soðnar þannig á 2 5—30 mín. Soðnar kartöflur bornar með, eða hrátt græn- metissalat. SÚKKULAÐIMOUSSE. Bræðið 200 gr blokksúkkulaði í vatnsbaði og hrærið þar til það kólnar nokkuð. Bætið 4 eggjarauðum í, einni í einu, og hrærið í á meðan. Þegar búð- ingurinn er aðeins farinn að þykkna er 4 stífþeyttum eggjahvítum bætt í. Gott er að setja svolítið duftkaffi eða 1 matsk. af sterku kaffi í, ef mokka- bragð á að vera af búðingnum. PAPRIKASCHNITZEL. Skerið frekar þunnar sneiðar úr kálfslæri, berjið þær mjög lauslega, saltið og kryddið með nægri papriku. Steikið þær í smjöri eða smjörlíki og Framhald á bls. 49. 22 — VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.