Vikan - 14.11.1963, Page 6
Útsýni yfir byggðina á Laugarvatni. Myndin er tekin úr menntaskólanum. í baksýn sjást Laugardalsfjöllin.
Enginn einn staður á öllu íslandi er
prýddur þvílíkum ágætum af hendi
náttúrunnar sem Laugarvatn. Þar
verður án efa vinsæll ferðamanna-
staður í framtíðinni, en sem
slíkur er staðurinn ennþá svo til
ónumið land. Hér er bent á ýmislegt,
sem hlýtur að koma á Laugarvatni
áður en langt um líður.
Eftir Gísla Sigurðsson, ritstjóra.
Þegar Danakonungur lagði það á sig að vitja hinna íslenzku þegna sinna árið
1907, þá stóðu landsmenn á þröskuldi nýrrar aldar í samgöngumálum. Þrem árum
áður hafði Thomsensbíllinn komið til landsins með gufuskipinu Kong Tryggve
og um þær mundir voru auglýst í búð einni í Reykjavík, reiðhjól með hreyfivél,
sem komust á nítján mínútum til Hafnarfjarðar.
Það þurfti samt að bíða þess í nokkur ár, að bíllinn yrði almennt farar- og
fiutningatæki. En það var hinsvegar hestvagninn, sem kom sá og sigraði á þessu
milliskeiði. Og nú, þegar von var á sjálfum kónginum utan úr Danaveldi til að
vísitera hér í rigningunni, þá var hresst uppá vagnveginn allar götur úr Reykjavík
og austur til Geysis. Það var liðlega hundrað km löng leið, lögð í ótal bugðum
og krókum og Geirsbeygjum, þar sem nú þykir hentara að fara beinna yfir. Það
segir ekki af för kóngsins í þessari grein, en hún var í alla staði tíguleg; jafnvel
kamar á sérstökum vagni handa hátigninni. /
Þessi leið var lengi farin síðan og nefnd konungsvegur. Nú eru þar vallgrónar
götur einar; nýr vegur hefur komið með nýjum herrum. En þessi leið úr Reykjavík
og austur að Geysi, er enn vinsælasta og fjölfarnasta ferðamannaleið á íslandi.
Enn í dag er farið þennan spöl með flesta gesti útlenda, sem hingað koma ýmissa
erinda. Það vill nú einu sinni svo vel og haganlega til, að á rúmlega hundrað
kílómetra færi austur frá höfuðborginni, eru nokkrir þeir staðir, sem fegurstir
íinnast á íslandi og munu halda áfram að þykja eftirsóknarverðir, þótt' tímarnir
breytist. Þetta eru og verða ferðamannastaðir, sem okkur ber skylda til að rækta
og rækja af smekkvísi: Þingvellir, Laugarvatn, Geysir og Gullfoss. Þessi staðir
cru eins og þræddir uppá band á tiltölulega beinni leið og næstum ótrúlega stuttri
leið fyrir svo merkileg náttúrufyrirbrigði. Eftir endurreisn Skálholts má segja,
að þar hafi bætzt við enn einn ferðamannaáfangi á þessari sömu leið.
Svona er núna umhorfs þar sem risið gæti einn glæsilegasti
ferðamannastaður á íslandi.
Að vísu mundi kóngurinn ekki þurfa að hafa kamar með sér, væri hann á
ferðinni um þessar mundir á leiðinni úr Reykjavík og austur að Gullfossi. Ýmis-
legt hefur verið lagfært, en óendanlega mikið þarf að gera í viðbót. Og efnið er
svo yfirgripsmikið, að ekki er tiltökumál að afgreiða það allt í einu. Hver þessara
staða er ærið greinarefni. Bæði ástandið eins og það er og ekki síður hitt, hvað
hægt er og æskilegt væri að gera. Ég mun ekki taka þessa staði eftir neinni röð,
en byrja á því að litast um á Laugarvatni.
Ef til vill er enginn einn staður á öllu fslandi, sem svo margt hefur frá hendi
náttúrunnar til að laða ferðamenn að eins og einmitt Laugarvatn. Þar er býsna
staðarlegt um að litast og margt hefur verið vel gert innanum og samanvið. En
það er eins og ævinlega þar sem margir arkitektar fjalla um málin, hver fram
af öðrum, að heildarsvipurinn geldur þess. Laugarvatn er nú fyrst og fremst skóla-
setur. En það á eftir að skipa veigamikið sæti sem ferðamannastaður og ef til vill
ekki síður. Til þess hefur staðurinn ótrúlega margt. Landslagið er í senn hlýlegt
og fagurt, skóglendi, vatn og jarðhiti svo eitthvað sé nefnt.
Hver er svo staða Laugarvatns sem ferðamannaáfanga nú í dag? Hún er í fáum
orðum á þann veg, að öllum er guðvelkomið að aka þar um vegi og hlöð á hvaða
tíma árs sem er. Það er líka hverjum sem er heimilt að ganga upp í hlíðina og
njóta útsýnisins, horfa út á vatnið og láta gufuna úr hvernum leika um andlitið
á sér. Og yfir sumarmánuðina er jafnvel hægt að fá að tjalda, hægt að fá að búa
6 -
VIKAN 46. tbl.