Vikan


Vikan - 14.11.1963, Qupperneq 12

Vikan - 14.11.1963, Qupperneq 12
Nat hélt áfram aS negla fyrir eldhúsgluggann. Kerti. Þau áttu heldur ekki mikið af kertum. Það var sjálfsagt eitt af því, sem hún ætlaði að kaupa á morgun. Jæja, við því var ekkert að gera. Þau urðu að fara snemma að hátta í kvöld. Það er að segja, ef ... Hann hætti við verkið og gekk út um bakdyrnar. Hann stóð þar nokkra stund og horfði út á sjóinn. Ekkert sólskin hafði verið um daginn, en núna klukkan tæplega þrjú, var þegar orðið aldimmt. Himinninn var dökkur, grár og litlaus eins og salt. Hann heyrði sjávardrunurnar þegar öldurnar skullu á klettana. Hann gekk niður stíginn, hálfa leið að ströndinni. Þá snarstanzaði hann. Hann sá að komið var flóð. Steinninn, sem staðið hafði upp úr um morguninn, var nú í kafi, en það var ekki það, sem vakti athygli hans. Máv- arnir höfðu hafið sig til flugs. Þeir hringsóluðu þarna, hundruðum og þús- undum saman, lyftu vængjunum móti vindinum. Það voru mávarnir, sem ollu myrkrinu. Þeir voru þöglir. Ekkert hljóð heyrðist frá þeim. Þeir svifu þarna um og sveimuðu, lyftu sér og steyptu, tefldu afli sínu á móti vindinum. Nat sneri við. Hann hljóp upp stíginn, heim að húsinu. „Ég er að fara að sækja Jill,“ sagði hann. „Ég ætla að bíða eftir henni þar sem bllinn stanzar.“ „Hvað er að?“ spurði konan hans. „Þú ert náfölur." „Hafðu Johnny inni,“ sagði hann. „Hafðu allar dyr lokaðar. Kveiktu og dragðu gluggatjöldin fyrir.“ „Klukkan er ekki nema þrjú,“ sagði hún. „Skiptu þér ekki af því. Gerðu það sem ég segi.“ Hann leit inn í verkfærageymslu bak við húsið. Það var ekki margt, sem hægt var að notast við þar. Skófla var of þung og heykvísl ekki heppileg. Hann tók hlújámið. Það var það eina, sem kom til greina og var ekki of þungt. Hann lagði af stað að bílastæðinu og leit öðru hverju aftur. Mávarnir voru nú komnir hærra á loft, þeir flugu í stærri hringi og höfðu dreift sér í risastóra hópa um allan himininn. Hann greikkaði sporið; þött hann vissi, að bíllinn kæmi ekki þarna upp á hæðina fyrr en klukkan fjögur, varð hann að flýta sér. Hann mætti engum á leiðinni. Hann var feginn því. Það var ekki stund og staður til að masa við kunningjana. Þegar hann var kominn upp, beið hann. Hann kom allt of snemma. Það var minnst hálftími þar til bíllinn var væntanlegur. Rokið kom í hviðum yfir engin ofan frá hæð- unum. Hann stappaði niður fótunum og blés í kaun. í fjar- lægð gat hann séð leirhæðirnar, hvítar og lýsandi við dökk- an himinninn. Eitthvað svart lyftist upp bak við þær, eins og reykur í fyrstu, en stækkaði og þéttist brátt, reykurinn varð að skýi, og skýið skiptist í fimm önnur ský, sem dreifðu sér í allar á'ttir, og skyndilega voru þetta ekki lengur ský; það voru fuglar. Hann horfði á þá fljúga hratt áfram, og þegar einn hópurinn flaug uppi yfir honum, sá hann af flýti þeirra, að þeir voru á leið inn í landið; hlut- verk þeirra var ekki- hér á skaganum. Þetta voru bláhrafn- ar, krákur, skjórar og skaðar, allt fuglar, sem venjulega lifðu á smærri tegundunum; en núna höfðu þeir annað fyrir stafni. „Þeim hefur verið úthlutað borgunum," hugsaði Nat; „þeir vita að hverju þeir eiga að snúa sér. Við erum ekki svo mikilvæg hér.' Mávarnir nægja okkur. Hinir fara í borgirnar.“ Hann gekk að símaklefanum og lyfti tólinu. Það var nóg að tala við miðstöð. Hún mundi koma skilaboðunum áleiðis. „Ég tala héðan frá þjóðveginum,“ sagði hann, „frá bíla- stæðinu. Ég ætla að tilkynna, að stórir hópar fugla eru á leið inn í landið. Mávarnir hafa líka flykkzt hér á víkina.“ „Allt í lagi,“ svaraði róleg og þreytuleg rödd. „Viljið þér koma þessum boðum á viðeigandi staði?“ „Já, já ...“ Nú var hún óþolinmóð og ergileg. Sónninn hljómaði aftur í eyra hans. „Hún er ein af þeim,“ hugsaði Nat, „henni er sama. Hún hefur ef til vill þurft að svara svona hringingum í allan dag. Hún er að vona, að hún komist í kvikmyndahúsið í börnin. Hann kom börnunum undan og barðist við íuglana í myrknnu. Um morguninn lágu fimmtíu dauðir á gólfinu. Nat fór út á búgarðinn daginn eftir, en þar hafði ekkert gerzt. Og nú sást ekki einn einasti fugl. Seinna sá hann mávana. Þeir komu utan af hafi, I...............UJH..(i ■..... ,, og lokaði. Þá var lesin í útvarpið tilkynning um einkennilega fuglamergð yfir London og víðar. Þeir voru eins og svart ský yfir borginni. Nat negldi hlera fyrir gluggana og reykháfinn og spurði konu sína um matarbirgðirnar i húsinu. — VI KAN 46. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.