Vikan


Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 14.11.1963, Blaðsíða 19
11. HLUTI Teíkn: Þórdís Tryggvadótlip „Mér sýnist að liún vilji giftast yður,“ sagði frú Guðríður. um hérna við öll hliðarspor, varnaðarmerki við nýjar leiðir. Ég held þrátt fyrir allt að þér ættuð að fara með gát, og sjá hverju fram vindur“. ,,Já, það má andskotinn vita? Ef við eigum að fylgja komm- unum eitt kjörtímibilð enn, þá er ég smeikur um að eitthvað fari að losna úr reipunum innan flokksins okkar, og eins gott að bjarga því sem bjargað verður, svona persónulega meina ég. — En meðal annarra orða, sjáið þér nokkuð um kvenmanninn, sem ég hef verið að nefna við yður?“ Spákonan brosti. „Já, ekki er nú frítt við það! Hún er ekki leiðitöm, sýnist mér, en stólpa- kvenmaður, virðist vera“. Þingmaðurinn ræskti sig. „Já“, sagði hann með blending af reiði og aðdáun í röddinni. „Það vant- ar ekki, hún er mikil uppá sig, sú kona“. „Mér sýnist að hún vilji gift- ast yður“, sagði frú Guðríður. „Já — og ég er eiginlega kom- inn á þá skoðun að það sé rétt- ast fyrir mig að gera það. Reynd- ar en hún lítilla manna og blá- fátæk, en ég held samt að hún geti orðið mér styrkur frekar en hitt, í pólitísku baráttunni — fyrir nú utan hvað hún er dæma- laust myndarleg“. „Já, hún myndi sæma sér vel sem ráðherrafrú". Spákonan brosti eilítið. Jón Guðvaldason leit upp, og það kom græðgi í svip hans. „Haldið þér þá — sjáið þér eitt- hvað um slíkt — og myndi vera langt þangað til?“ „Ef varúð er viðhöfð", mælti spákonan hlutlausum rómi. „þá held ég að yðar tími komi. En auðvitað þurfið þér að gæta þess, að hlaupa aldrei á yður; sem sagt: varúð og sveigja, en ekk- ert brask eða byltingar, það álít ég happasælast í þessu tilfelli“. „Jæja, þakka yður nú fyrir frú Guðríður!" Þingmaðurinn stóð upp og rétti spákonunni höndina. „Verið þér sælar — ég hef víst gleymt að taka með mér peninga í þetta sinn; nú jæja, ég borga yður bara næst“. Guðríður Methúsalemsdóttir fylgdi honum fram í búðina, en þar sat sonur hennar á stól Framhald á bls. 33. VIKAN 46. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.