Vikan - 14.11.1963, Qupperneq 22
Nú eru þeir komnir, krómslegnir, breiðir
og kraftmiklir. Sumt átta gata tryllitæki,
trylltari en nokkru sinni fyrr, hestöflin fleiri
en áður og gerðirnar fleiri að velja um hjá
flestum. Þó hafa sumir dregið saman seglin
að þessu leyti og hafa færri afbrigði á mark-
aðnum.
Það sem vekur mesta athygli er ef til vill
það, að amerískir bílaframleiðendur eru orðn-
ir pínulítið íhaldssamir. Kannski er það bara
hræðsla við að leggja út á ótroðnar slóðir,
ef vera kynni að allt misheppnaðist. Það
hefur svo sem komið fyrir og þeir eru minn-
ugir dýrkeyptrar reynslu. Sumir hafa sagt:
Nú, þeir eru bara alveg eins og 1 fyrra.
Ekki alveg eins, en sjaldan hafa þeir breytzt
mirina. Nú heitir það, að lögð sé áherzla á
hin tæknilegu ágæti. Nú heitir það líka, að
amerískir bílar séu orðnir ,,evrópískari“ og
um leið „smekklegri“ að því er þeirra eigin
áróðursmenn segja. Rétt er það líka, að horf-
in eru stél og spjót, sumir meira að segja
sléttir og rennilegir eins og Jagúar eða
Alfa Rómeó.
Fyrir fimm árum komu fram hinir svo-
nefndu kompaktar, það er að segja minni
gerðir af amerísku bílunum. Þá voru
evrópskir bílar farnir að seljast einum um
of í USA og þarna sáu þeir stóru 1 Detroit
að mátti auka söluna. Síðan hafa þessar
minni gerðir sífellt verið að stækka um
nokkra þumlunga, svo nú er tæpast hægt að
tala um þá sem kompakta lengur. Bílar eins
og Comet og Falkon eru vaxnir úr grasi.
Annað er eftirtektarvert: Amerískir bílar
verða sífellt aflmeiri, eða öllu heldur, kaup-
endum er gefinn kostur á gerðum, sem búnar
eru sífellt aflmeiri vélum. Ford hefur forystu
á þessu sviði og Galaxie fæst nú orðið með
hvorki meira né minna en 425 hestafla vél.
Með slíkri vél tekur aðeins 8,5 sek. að ná
hundrað km hraða úr kyrrstöðu. Sannkall-
að tryllitæki. Ford hefur að undanförnu
tekið þátt í kappaksturskeppnum fyrir fjölda-
framleidda fólksbíla og fyrir mátt þessara
sterku mótora, hafa Ford-bílar orðið afar
sigursælir. General Motors, stærsti framleið-
andinn og stærsta fyrirtæki heimsins, hefur
hins vegar ekki látið sína bíla taka þátt í
þessum keppnum, en nú er sagt, að þeir
líti öfundarauga á alla þá auglýsingu, sem
Ford fær af sigrum sínum.
Stóri Fordinn, Galaxie, er dálítið þung-
lamalegur í ár, en gefur hugmynd um mikið
afl, eins og sennilega er ætlazt til. Mercury
hefur fengið ,,kjaftinn“ að framan, sem
Thunderbird hafði, en sá frægi sportbíll,
kemur nú alveg 1 nýjum fötum. Comet hef-
ur verið lagaður til og virðist með þeim fall-
egustu. Á Lincoln, þeim dýrasta frá Ford,
eru hins vegar litlar breytingar.
Chevrolet kemur nú fram með nýja milli-
gerð, Chevelle. Hann er jafn stór og Chevro-
let var árið 1955 og á að keppa við Ford
Fairlane. Það kvað vera hinn snotrasti bíll
og vinnur vel, er aðeins innan við 10 sek.
að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Standard-
módelið af Chevrolet hefur afar lítið breytzt
og minni gerðirnar, Corvair og Chevy II,
hafa jafnvel breytzt enn minna.
Rambler hefur jafnan lagt áherzlu á lítið
breytt útlit. En nú kemur alveg ný gerð af
Rambler American, og það mun vera ódýr-
asta gerð af amerískum bíl, sem framleidd
er. Rambler Classic og Ambassador hafa líka
breytzt og einkum að framan.
Chrysler mun vera heldur að sækja sig,
en hann var kominn í erfiðleika. Chrysler
New Yorker er með glæsilegustu bíl-
um, Dodge hefur einnig fengið nýtt, sport-
legt útlit, en Valiant er hér um bil óbreytt-
ur. Þegar þetta er skrifað, hafa enn ekki
sézt myndir af nýju bílunum frá Studebaker.
Það er sem sagt ekki mikið um byltingar-
kenndar nýjungar í ár þar vestra. Allir
segjast leggja áherzlu á aukið hagræði við
viðhald, betri endingu og betri tækni.
Og svo kemur líka einn á markaðinn, sem
hefur sofið í 27 ár og frá honum segjum við
bráðum.
Thunderbird, hinn frægi gæðingur frá Ford, hefur alveg fengið nýtt andlit.
Nýr bíU, sem vekur
mikla athygli:
CheveUe frá
Chevrolet, b£ll f
sama stærðarflokki
og Ford Fairlane.
Næst dýrasta gcrðin
af Chrysler er þcssi
glæsilegi farkostur,
Chrysler Ncw
Yorker. Hann er
lítið breyttur frá i
ár.
Comet hefur verið vinsæll hjá leigubílstjórum og betri-
borgurum á ísliandi sl. ár. Hér er nýja gerðin, nú fáanleg
með allt að 210 hestafla vél.
22 — VIKAN 46. tbl.