Vikan - 14.11.1963, Side 27
GLÆÐUR OG EIMYRJA ÞEYTTUST í ALLAR ÁTTIR, OG SPÝTNABRAK SVEIF I LOFTINU YFIR ROSTUNUM
„Þeir voru ekki komnir nema nokkra metra í burtu,
þegar þeir heyrðu ógurlega skruðninga fyrir aftan sig.‘
„Hvað ertu að gera?“ spurði maðurinn.
„Bíða eftir vatninu“, svaraði hinn.
„Hvað ætlarðu að gera við það?“
„Sprauta".
„Ertu búinn að bíða Iengi?“
„Já. Heldurðu að vatnið fari ekki að koma?“
„Jú, mikil ósköp. B;ddu bara áfram“, og
svo hélt slökkviliðsmaðurinn áfram rólegur,
því hann vissi að þessi maður mundi ekki
„gera neina fígúru“ með vatninu.
Það var engin slanga tengd við stútinn!
En þetta voru aðeins örfáar undantekningar.
Flestir voru hæstánægðir með að geta sníkt
sér heitan molasopa einhversstaðar út um
glugga eða inni í eldhúsi, og margir voru alls
ekki svo heppnir að komast í jafnvel það.
Það var nóg að gera, þótt bálið væri að mestu
búið, því allsstaðar logaði í rústunum, og ekki
mátti hætta, fyr en allt var orðið dautt, en það
vissu menn, að gat tekið fleiri daga.
Það vita aliir slökkviliðsmenn, að varla er
nokkurt starf leiðinlegra til í þeirra atvinnu, en
að „ganga frá“, „kæla niður“ og „vakta". Þá
fyrst fer þreytan eftir hamaganginn og áreynsl-
una við sjálft slökkvistarfið að segja til sín,
og þá koma eftirköstin fram. Menn fara að
finna illa til þess, hve blautir og óhreinir þeir
eru, meiðsli og skrámur koma í ljós, kuldinn fer
að segja til s'n, því að þá er erfiðara að halda
á sér hita, áhuginn dvínar, og hungur og þorsti
fara að naga meltingarfærin.
Þá verða menn að ganga fram og til baka í
hálf- eða albrunnum rústum, gramsa í rusli og
óhreinindum til að leita að leyndum glæðum,
allskonar ólykt af brunnum efnum stígur upp
úr draslinu, þægilegur hitinn af eldinum er horf-
inn, kaldur gustur smýgur um göt og rifur í
hálfbrunnum rústum, og ískalt og óhreint vatn-
ið lekur ofan á mann hvarvetna og seitlar nið-
ur um hálsmálið langt niður á bak.
Spennan er horfin, og enginn hefur lengur
áhuga fyrir starfinu. Kunningjar og samstarfs-
menn eru margir farnir heim til að hafa fata-
skipti hlýja sér og fá sér í svanginn, og mað-
ur öfundar þá annað veifið. Aðrir eru farnir
að sinna sínum daglegu störfum, hitta fólk og
skiptast á fréttum um brunann, en sjálfur er
maður fastbundinn lengst inni í andstyggilegum
og lyktandi rústum, eins og ormur í mykjuhaug,
og getur varla komizt í sinn eigin vasa til að
ná sér í neíið.
En þetta starf þarf að vinna, og enginn getur
skorazt undan því. Það tilheyrir atvinnugrein-
Framhald á bls. 46.
VIKAN 46. tbl.
27