Vikan


Vikan - 14.11.1963, Side 37

Vikan - 14.11.1963, Side 37
um liönd henni og þrýsti henni fast aS vanga sér. „Verði hann ekki kominn heim eftir stundarfjórðung, geri ég lögreglunni viðvart,“ sagði hann. „Stórkostleg hugmynd,“ sagði afi gamli. „Klukkan er rúmlega sjö, og hann hefur oft komið seinna heim, án ]iess ykkur þætti taka því að gera lögregl- unni viðvart. Látið hann í friði, á meðan hann er að komast yf'ir þessa ástarsorg sína.“ „Ástarsorg?“ spurðu þau, Myr- iam og Franco, bæði í senn. „Ifvað er það eiginlega, sem þú átt við?“ „Þið heyrðuð hvað ég sagði,“ svaraði skipstjórinn gamli. „En hann er ekki annað en barn!“ sagði Myriam. Öldungurinn leit á hana sínum skærbláu augum. „Við erum öll hörn, unz sé dagur rennur upp í iífi okkar, að við verðum fyrir þessari sorg.“ Það varð nokkur þögn. Franco dró liendurnar úr vösum. „Ég skal kyrkja hana,“ hvæsti hann. „Enn stórkostlegri hugmynd," sagði gamli maðurinn, „Hún lief- ur áreiðanlega verið með hug- ann svo bundinn við þig, að hún veitti þvi ekki einu sinni athygli hvað honum leið. Þið eruð öll undir sömu sökina seld, en ekki hún ein; þið eigið meira að segja öllu frcmur sök á þessu en hún,“ Hann sneri hjólastólnum og ók út i garðinn, og bölvaði því i hálfum hljóðum, að hann skyldi vera svona máttvána í fótunum. „Skipstjóri,“ heyrði hann hvísl- að að baki sér. Gamli maðurinn leit um öxl. „Ég er hérna á bak við runn- ann,“ heyrði hann sagt lágt og með óttahreim. „Þau mega ekki sjá mig.“ Gamli skipstjórinn ók stólnum eins hratt og hann mátti i átt- ina þangað. „Hvað er að Louis- anna?“ „Þú mátt ekki lialda að ég sé að njósna, skipstjóri,“ sagði Louisanna og horfði á hann sin- um stóru, dökku augum. „Má ég ýta á eftir þér spölkorn út á veginn. skipstjóri?" Afi gamli varp þungt öndinni. „Ég held nú það,“ sagði hann. „Ég var einmitt að enda við að segja við sjálfan mig, að ég vildi óska að þú værir komin til að ýta á eftir stólnum mínum út á veginn.“ „Finnst þér að við ættum að taka Grunt með okkur?“ spurði hún hikandi. „Nú, hvað heldurðu?“ sagði gamli maðurinn. Hann leit um öxl og kallaði heim að húsinu. „Grunt! Grunt! Komdu liingað og talaðu við mig!“ Grunt kom Iilaupandi eins og kólfi væri skotið. Louisanna ýtti svo hratt á eftir stólnum, að hún blés upp og niður af mæði þegar út á Rafmagnsbakkar og teborð til þess að halda matnum heitum Nýtfl Nýtfl FÁST HJÁ: • Raforka, Vesturgötu 2 LÉTTIf) ST(;jRI' og Laugavegi 10 • Raftækjastöðin, Laugavegi 64 HÚSMÓÐURINNAR. • Verzl. Vald. Long, Hafnarfirði © KEA, Akureyri. Nauðsyn á hverju heimili Heildsölubirgðir: BJORN G. BJÖRNSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 A III HÆÐ — SÍMI 17685. veginn kom, enda var stóllinn þungur í vöfum og vegurinn brattur upp í móti. En hún lét það ekki á sig fá. Þegar kom fyrir hornið, hætti Grunt að hoppa og hlaupa kringum stól- inn, og gekk fast við hlið hans og hofsaði, eins og hann vildi spyrja hvert halda skyldi. Þeg- ar kom upp að stígnum, sem lá upp að virkinu, nam hann staðar og starði upp í brekkuna. Það gerði gamli maðurinn líka, og bölvaði hástöfum máttleysinu í fótunum á sér. „Grunt!“ sagði Louisanna. Grunt hnusaði af fótum hennar, ráðþrota. „Þú verður að koma honum á sporið, Louisanna litla,“ sagði gamli maðurinn. „Þá verður hann varla lengi að átta sig.“ Louisanna liélt upp stiginn, Grunt leit til skiptis á eftir henni og á skipstjórann og vissi ekki hvað gera skyldi. „Farðu með henni, Grunt karlinn,“ sagði skipstjórinn. Og Grunt lét ekki segja sér það tvisvar, en tók sprettinn á eftir henni upp stiginn. Stundarkorni síðar kom Louis- anna aftur ein síns liðs og kink- aði kolli til svars við spurn- ingu, sem ekki hafði verið færð í orð. Og i sömu andrá kvað við glaðklakkalegt bofs og gellt uppi í brekkunni. Afi gamli laut höfði og sýndisl ákaflega gamall og hrumur. „Nú skalt þú fara heim, Louis- anna litla,“ sagði hann. Hún leit liikandi á hann. „En ..sagði hún og leit upp i brekkuna, „en ef það kemur nú enginn til að ýta á eftir stóln- um?“ spurði hún. „Ég verð hérna, þangað til einliver kemur til að ýta á eft- ir stólnum mínum heim,“ svar- aði gamli skipstjórinn. Hann krosslagði arma á brjósti, ró- legur en ákveðinn, eins og liann væri aftur kominn á stjórnpall- inn. Louisanna mælti enn. „Ég var ekki neitt að njósna.“ „Nei, vissulega ekki,“ sagði gamli maðurinn. „Það var svika- hrapþurinn, hann Grunt. ..“ VIKAN 46. tbl. 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.