Vikan - 14.11.1963, Qupperneq 45
HVERNIG DÆMIR ÞÚ?
BOLSTRUNIN
VAR
DÝRKEYPT
Jón Jónsson og Bentborg áttu þrjá blóstraða stóla og einn sófa
frá fyrstu hjúskaparárum sínum. Var áklæðið orðið gaml-
að og snjáð.
Til að bæta úr þessu keypti Jón nýtt áklæði í heildsölu. Næst
fékk hann Tobías Ólafsson, húsgagnabólstrara, til að koma heim
til sín og líta á áðurnefnd húsgögn í þeimí tilgangi að segja tii
um, hvað kosta myndi að setja áklæðið á húsmunina.
Eftir að Tobías hafði litið á húsgögnin, sagði hann, að trúlega
myndi þetta verk kosta kr. 2.500,00—3.000.00 kr. í uphæð þessari
væri þá innifalið andvirði aukaefnis, er til verksins þyrfti.
Tobías sagði, að mikið annríki vær á vinnustofu sinni um þetta
leyti og því heppilegra fyrir Jón að koma mununum til sín
eftir 2—3 mánuði.
Að þessum tíma liðnum fór Jón með stólana og sófann á
vinnustofu Tobíasar. Þar var skipt um áklæði á húsmunum
þessum. Óumdeilt er, að það verk hafði verið fljótt og vel af
hendi leyst. Sótti Jón munina til Tobíasar og ók þeim heim
til sín. Var hann glaður yfir lausn þessa máls.
Nokkru síðar sendi Tobías Jóni reikning fyrir verk þetta að
fjárhæð kr. 5.875.50. Brást Jón þá hinn versti við og kvaðst
aldrei myndi borga reikninginn. Krafa Tobíusar væri tilbún-
ingur einn og handahófskennd tilraun til fjársvika og okur-
starfsemi. Hann sagði, að Tobías hefði tjáð sér, að verkið
myndi kosta 2.500—3.000 krónur, en engar verðhækkanir hafi
átt sér stað frá þeim tíma, að Tobías tilgreindi verð þetta,
þar til verkið var unnið.
Tobías sagði, að það væri út af fyrir sig rétt, að hann hefði
gert framangreinda áætlun. Hann lagði áherzlu á, að hér hefði
aðeins verið um áætlun að ræða, en ekki samning milli sín og
Jóns. f ljós hefði hins vegar komið, að verkið hefði reynzt
miku tímafrekara, en hann hefði að óreyndu hugað.
Til rökstunðnings kröfu sinni lagði Tobías fram sundurlið-
aðar nótur fyrir vinnu og efni, sem farið hafði til verksins.
Þar sem Jón var ófáanlegur til að borga reikninginn, stefndi
Tobías honum fyrir dóm til að fá skorið úr þessum ágreiningi.
Spurning Vikunnar: HVERJAR VERÐA LYKTIR MÁLSINS?
Svar er á bls- 48.
aðir stofumennirnir, mætta hjá
yfirvöldunum; þeir mundu finna
lausn á vandamálunum. Þetta
var ekki verkefni stjórnarinnar
og allra starfsmannanna kring-
um hana — þeir mundu bara
fylgja fyrirmælum vísindamann-
anna.
„Þeir verða að vera tillitslaus-
ir,“ hugsaði hann. „Þar sem á-
standið er verst, verða þeir að
fórna mörgum mannslífum, ef
þeir nota gas. Skepnunum líka,
og jarðveginum — þetta verður
allt gegnsýrt. Þetta gengur allt,
ef enginn tryllist af hræðslu.
Það verða aðalvandræðin. Fólk
fær æði og sleppir sér. Það var
rétt hjá útvarpinu, að vara fólk
við því.“
Allt var kyrrt uppi í svefn-
herbergjunum. Ekkert klór eða
högg á gluggunum. Stund á milli
stríða. Verið að endurskipuleggja
liðið. Var það ekki orðað þannig
í tilkynningunum hér áður fyrr?
Rokið hafði samt ekkert minnk-
að, hann gat heyrt hvininn x
skorsteininum. Sjávardrunurn-
ar? Þá mundi hann’eftir sjávar-
föllunum. Það vani fjara núna.
Var þetta hlé ef til vill þess
vegna? Fuglarnir fylgdu ein-
hverju dularfullu lögmáli, sem
að einhverju leyti fylgdi austan-
rokinu og sjávarföllunum.
Hann leit á klukkuna. Hún var
að verða átta. Það hlaut að hafa
verið háflóð fyrir klukkutíma.
Þetta var sjálfsagt Skýringin á
hléinu; fuglarnir lögðu til at-
lögu með flóði. Það gat verið, að
þessu væri ekki þannig farið
inni í landinu, þótt það virtist
fylgja því hér við sjávarsíðuna.
Hann reiknaði í skyndi í hugan-
um. Þau gátu reiknað með sex
tímum án árásar. Þegar sjávar-
föllin breyttust aftur, um tutt-
ugu mínútur yfir eitt í nótt,
mundu fuglarnir koma aftur . ..
Það var tvennt, sem hann gat
gert. Það fyrra var að hvíla sig,
með börnunum og konunni,
reyna að fá þann svefn, sem
hægt var á þessum fáu stundum.
Hitt var að fara út á búgarðinn
og sjá hvernig þau hefðu það
þar, og hvort síminn væri þar
enn í sambandi, svo að einhverj-
ar fréttir væri að fá.
Hann kallaði lágt á konuna
sína, sem hafði svæft börnin.
Hún kom upp í hálfan stigann
og hann hvíslaði þessu að henni.
,,Þú mátt ekki fara,“ sagði
hún strax, „þú getur ekki farið
og skilið mig eftir eina með
börnin. Ég treysti mér ekki til
þess.“
Rödd hennar varð hás af
hræðslu og hann þaggaði niður
í henni og reyndi að róa hana.
„Allt í lagi,“ sagði hann,
„vertu róleg, ég skal ekki fara
fyrr en á morgun. Þá getum við
líka heyrt fréttirnar klukkan
sjö. En á morgun, þegar næst
verður fjara, fer ég út á bú-
garðinn. Við getum sjálfsagt
fengið þar brauð og kartöflur,
og mjóik líka.“
Hugur hans var aftur fullur
af ráðagerðum til þess að bjarga
heimili sínu úr þessum ógöng-
um. Auðvitað höfðu þau ekki
mjólkað þetta kvöld. Kýrnar
stæðu sjálfsagt í húsagarðinúm,
eða biðu við hliðið, meðan fólkið
væri innanhúss, þar sem hlerar
hefðu verið negldir fyrir alla
glugga, eins og hér hjá honum.
Það er að segja, ef þau heiðu
þá gefið sér tíma tii að gera þær
varúðarráðstafanir. Það yrði
ekkert úr veiðiferð í kvöld hjá
þeim.
Börnin sváfu. Konan hans var
enn á fótum og sat á dýnunni
sinni. Hún horfði angistaraugum
á hann.
„Hvað ætlarðu að gera?“
hvíslaði hún.
Hann hristi höfuðið til að fá
hana til að þegja. Hægt, en á-
kveðið, opnaði hann bakdyxmar
og horfði út.
Niðurlag í næsta blaði.
ÚT MEÐ ÞEIM ÚT-
VALDA.
Framhald af bls. 11.
Leggið handtösku og hahzka
saman á ónotaðan stól við borð-
ið, í gluggakistu eða á neðri borð-
plötu, en ef enginn þessara.staða
er tiltækur, leggið þá hvort-
tveggja í keltu yðar og munn-
þurkuna þar ofan á.
Þér eigið ekki að brjóta munn-
þurrkuna saman að aflokinni
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yðui- hið landsþekkta
konfekt frá N Ó A.
HVAR ER ÖRKIN HANS NOA?
l»a« er alltaf sami lcikurinn f hcnnl Ynd-
isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans
Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitlr
góðum verðiaunum. handa þeim, sem getur
fundið örkinii. VerWunin eru stór kon-
fektkassi, fullur af bezta konfekti, og
framleiðandiiin er auðvitað Saclgætisgcrð-
in Nóio
Nafn
Heimili
Örkin er á bls.
Síðast cr dregið var hlaut yerðlaunln:
Elín Þórðardóttir,
Eystri-Norðurgarði, Vestm.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar.
VIKAN 46. tbl. —
45