Vikan - 14.11.1963, Page 51
XJmsagnir um bækur.
Framhald af bls. 2.
Miðlabækurnar og andalæknafrá-
sagnirnar hafa selzt mjög vel;
runnið út eins og heitar lummur.
Það sýnir að minnsta kosti, að
almenningur í landinu er áhuga-
samur um þessa hluti. Hér í landi
kunningsskaparins hefur það
heldur ekki farið framhjá nein-
um, að andalæknar hafa í ein-
stökum tilfellum unnið allt að
því kraftaverk. Um það þekkja
flestir einhver dæmi. Hinsvegar
hefur margt verið dregið fram
í dagsljósið í þessari andalækna-
bókaútgáfu, sem betur hefði
kyrrt legið og óútgefið.
Ólafur Tryggvason á Akureyri
er einn kunnasti andalæknir
landsins; alvörugefinn trúmaður
og einlægur í skoðunum sínum
á þessu efni. Hann hefur merki-
lega dulræna hæfileika, skarpa
og skemmtilega greind. Hins-
vegar fer það ekki framhjá nein-
um, sem les, nýútkomna bók eft-
ir hann, að Ólafur er ekki í hópi
hinna menntuðu rithöfunda
þjóðarinnar. Bókin heitir
„Tveggja heima sýn“ og gefur
nafnið nokkra hugmynd um inni-
hald hennar. Hvað sem menn
annras kunna segja um anda-
lækningar almennt og dulræn
fyribrigði, þá á bók Ólafs er-
indi til trúhneigðra manna yfir-
leitt. Þeir sem á annað borð hafa
áhuga á eilífðarmálunum og láta
sig eitthvað skipta, hvað við tek-
ur eftir að þeir hafa sett upp
tærnar, þeir munu finna gott
lestrarefni í bók Ólafs Tryggva-
sonar. Atli Már hefur gert kápu-
teikningu í hinum venjulega
hrópstíl; gult letur og hvítt í
svörtum og brúnum grunni. Samt
er þetta listræn kápa í marga
staði.
„Við ókum suður“ heitir ferða-
bók, sem Fróði gefur út, Höf-
undurinn er kunnur, danskur
blaðamaður, rithöfundur og bók-
menntagagnrýnandi. Bókin varð
fræg í Danmörku undir nafninu
„Min kone sidder pá kassen".
Þetta er ferðasaga; höfundurinn
segir frá ferðalagi um Ítalíu og
Frakkland og eins og ráða má
af hinu danska heiti bókarinnar,
hafði frúin fjárráðin. Þessi bók
er uppfull af dönskum húmor og
léttleika og Þar er fjallað um
efnið af næmleik og skilningi.
Jens Kruuse hendir að jöfnu gam-
an að sjálfum sér og samferða-
fólkinu, en meðal þess er kunnur
íslenzkur listamaður, Einar Sig-
fússon, fiðluleikari í Árósum.
Hann skrifar lokakafla bókarinn-
ar af einstakri lipurð.
Ferðabækur hafa alltaf verið
vinsælar á íslandi, hvort heldur
eftir innlenda eða erlenda menn
Þó er vandséð, hvaða viðtökur
bók eins og þessi fær. Ef til vill
finnst einhverjum það vera að
bera í bakkafullan lækinn, að
þýða ferðasögu eftir Dana, sem
almenningur á íslandi þekkir
takamarkað. Hinsvegar mun
þeim, sem lesa þessa bók, ekki
leiðast á meðan á því stendur.
Bókin er 235 síður, sett með
stóru letri. Ásgeir Júlíusson
hefur teiknað kápu, sem er ein-
staklega léttileg og í góðu sam-
ræmi við efni bókarinnar.
Andrés Kristjánsson, ritstjóri
hefur þýtt bókina á gott mál
eins og honum er lagið.
„Hinn fullkomni eiginmaður"
heitir bók eftir danska húmor-
istann Willy Breinholts, sem
komin er út á vegum Bókaútgáf-
unnar Fróða, í þýðingu Andrés-
ar Kristjánssonar. f fyrra kom
út svipuð bók eftir sama höfund;
Vandinn að vera pabbi. Hún
varð mjög vinsæl eins og raun-
ar flest, sem Breinholts lætur
frá sér fara. Hann er húmoristi
í dönskum stíl, léttur og fyndinn
án þess beinlínis að hæðast eða
vera súr. Dönsk kímni er yfir-
leitt ekki á kostnað náungans
og þannig er um húmor Brein-
holts.
Heiti bókarinnar segir nokkuð
um efnið: Það er aðstaða eigin-
mannsins, þessarar mjög svo ó-
fullkomnu veru — gagnvart ofur-
eflinu, eiginkonunni. Mottóið
fyrir fyrsta kafla er svohljóð-
andi;
„Hinn fullkomni eiginmaður
verðóur að gæta þess að láta eig-
inkonuna aldrei stinga uppí sig
og ætíð svara hiklaust hverri
spurningu, sem hún ber fram, og
sýna þannig og sanna andlega
yíirburði sína“.
Alla bókina út í gegn er það
brýnt fyrir eiginmönnum, hvern-
ig þeir bezt geti sýnt yfirburði
sína eða að minnsta kosti hald-
ið velli gagnvart hinu veikara
kyninu. Breinholts tekur það
hinsvegar fram, að alfullkominn
eiginmaður sé að sjálfsögðu ekki
til. Hann biður menn minnast
þess, að hjónabandið sé sam-
skotabaukur, og í hann leggi eig-
inkonan dyggð sína, ást og köku-
uppskriftir, en karlmaðurinn að-
eins frelsi sitt. Alla kafla bók-
arinnar prýða bráðskemmtilegar
teikningar eftir Léon. Bókin er
155 síður að stærð með kápu-
teikningu af einum mjög svo
aulalegum eiginmanni eftir Léon.
„Palli og Pési“ heitir barnabók
frá Fróða, sem nýlega er komin
út.
Höfundur hennar er Kári
Tryggvason, kunnur barnabóka-
höfundur af samtals þrettán
barnabókum, sem hafa kom-
ið út eftir hann síðan 1943.
Bókin er 74 síður á stóru letri
eins og vera ber um barnabók.
Aðalpersónur eru þeir Palli og
Pési, miklir vinir og ríkir pip-
arsveinar. Þeir taka að sér tvö
munaðarlaus systkin og sagan
snýst um það. Kevnskörungurinn
Sigga Síverts er líka þýðingar-
mikil persóna. Þetta er hressi-
lega skrifuð barnabók með hraðri
atburðarás, sem líkleg er til að
halda athygli barna vakandi.
Ragnhildur Ólafsdóttir hefur gert
fremur viðvaningslega kápu-
mynd og teikningar í bókina.
H. F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Hafnnrfirói - Himur: 50082, 5002:1 otj 50.182. - Rcykjuvik - Sími 10.188 - Vcnturvei