Vikan - 19.03.1964, Blaðsíða 10
HLUTB
Þórbergur tekur veðrið. Hann
bregður upp stækkunargleri til að sjá betut
á mælinn.
Framhaid
1
yl effiir
dauðann
tekið þar einn hollenskan herbergisfélaga, indæl-
an mann sem Jón hafði uppfrætt í lestri og kristn-
um fræðum og var einn hans sérdeilis góður vin-
ur. Svo bar það til, að hann stóð upp úr sæng
sinni á einum síðmyrkum aftni, gekk út og sam-
ræddist þar einu geitkvikindi, hvar upp á horfði
sú engeiska kvinna, Temperentsía. En þetta regin-
hneyksli varð uppvíst í herbúðunum, svo að
maðurinn flýði til þess að verða ekki réttaður, og
spurðist aldrei til hans meir".
,,En Gröndal?"
,,Eg hef gaman af ævisögu hans,
en ég hef ekki orðið fyrir neinum
áhrifum frá honum. Mér hefur aldrei
líkað fyllilega húmorinn hjá honum.
Hann er varla nógu beinskeyttur. Það
er allt annar litur á honum en mín-
um húmor, og stundum er frásögn
Gröndals lituð gremju út af því, að
hann hafi verið settur hjá og lítils
metinn. „Enginn hafði not fyrir mig".
En ég er ekki viss um, að hann taki
sér það alltaf mjög nærri".
,,En af hverjum heldurðu, að þú
hafir lært bezt mál og stíl?"
„Sannast sagt veit ég það ekki",
svaraði Þórbergur eftir alllanga um-
hugsun. Eg sá að hann reyndi að gera
sér grein fyrir svarinu við þessari
spurnignu, en gat ekki. Hann gekk
út á altan. „Það er gott að fá hreint
loft", tuldraði hann í barm sér. Opn-
aði hurðina, horfði til himins. „Það eru tvær jarð-
stjörnur á lofti", sagði hann, dró svo að sér
hreina loftið og lét það leika um lungun. „Og
hvað er þetta?" spurði hann og benti á hvíta'
depla í dimmunni. „Dúfur", svaraði hann sjálfum
sér. „Nei, ég veit sannast sagna ekki, hvar ég hef
lært mál og stíl", endurtók hann svo um leið og
hann gekk aftur inn í stofuna og lokaði á eftir sér
altanhurðinni. „Eg held ég sé einn af þeim tor-
næmu mönnum, sem lítið hafa lært af öðrum. Eg
mundi halda, að þetta væri meðfætt hjá mér. En
ég hlustaði oft á Oddnýju Sveinsdóttur á Gerði
í Suðursveit, næsta bæ við okkur. Það var rúmur
tveggja mínútna gangur milli bæjanna. Hún var
stórfróð, snillingur að segja frá, kunni mikið af
kvæðum og þulum, var söngvin og gat raulað
laglega ýmsan kveðskap sem hún fór með. Það
var mikil hátíð að heyra hana raula Skrúðkvæðiið og
Hrakfallabálkinn og „Hann tók upp og hann tók
niður" og kveðskap Þorsteins tóls. Og draugasögur
hennar verkuðu. Unglingum í Nesjum þótti ég vera
klókur á draugasögur, þegar ég var þar smali,
árið sem ég fermdist. Einhverjir komu til mín.
þar sem ég sat yfir ám úti í holtunum og báðu
mig að segja sér draugasögur.
Ef guðdómurinn væri eitthvað líkur okkur, hefði
Oddný átt að verða mjög vangefin, helzt van-
sköpuð manneskja, því faðir hennar var f heim-
inn kominn þvert á móti þessu boðorði Guðs: Þú
skalt ekki hórdóm drýgja. Og móðurbróðir hennar,
sjálfur Steinn Bjarnason, annálaður spottari,
„hrekkjusvín" og stóriygameistari.
Sveinn, afi Oddnýjar, réðst ráðsmaður til Rann-
veigar, sem var ekkja og bjó á Felli í Suðursveit,
mikil kerling. Þú hefðir sennilega kallað hana kyn-
bombu. Hann kom þangað með konu sína, sem
var miklu eldri en hann og þar að auki holds-
veik og lá í kör. Fram hjá henni tók Sveinn og
átti barn með Rannveigu. Jón Helgason sýslu-
maður í Hoffelli, forfaðir minn, sektaði Svein
þungri sekt. Svo átti Sveinn aftur barn með Rann-
veigu. Þá sektaði Jón hann ennþá þyngri sekt.
Nú giftist Rannveig, þá í þriðja sinn, en maður-
inn dó eftir ekki langa sambúð. Þá átti Sveinn
þriðja barnið með Rannveigu, og það þýddi dauða-
dóm undir konungsins náð. Þá skipti Jón Helga-
son sér ekkert af málinu, og varð að fá annan
til að dæma. Jón Helgason gaf frá sér öll mál,
sem voru dauðasök. Sveinn var ekki tekinn af né
sendur á Brimarhólm. Hann var vel metinn bóndi.
Hann var skyggn. Eitt af börnum Sveins með
Rannveigu var Sveinn faðir Oddnýjar, svo ekki
er að sjá að reiði guðs hafi bitnað þungt á
þessu fólki, því að það var vel gefið og þræl-
heilsuhraust. Oddný var Ijós heimsins í Suður-
sveit, og alls staðar vökunætur í bæjum, þar
sem hún gisti. Eg heyrði hana segja margt, og
má vel vera að eitthvað af því hafi síazt inn
í mig".
„En hefðir þú sektað Svein fyrir framhjátök-
urnar?" spurði ég.
„Tímarnir voru öðru vísi þá en nú, og ég
veit ekki, hvort ég hefði verið eins og tímarnir
eða skárri eða verri. Það má Jón Helgason eiga,
að hann sinnti ekki dauðadómum, þó að ýmis-
legt mætti út á hann setja. Þá stóðu þeir kóf-
sveittir í yfirréttinum hér í Reykjavík við að
dæma fólk til dauða, Benedikt Gröndal eldri
og hans samherjar. Svo var Jón á undan sín-
um tíma. Og hann flaug á danska kaupmann-
inn á Djúpavogi fyrir meint svik í höndlun".
Eg leiddi aftur talið að máli og stíl, því mig
langaði til að heyra Þórberg ræða dálítið nán-
ar um þessi oft og tíðum afvegaleiðandi og
erfiðu hljóðfæri, sem við köllum orð og hann
hefur manna bezt leikið á. En samt var eins og
hann hefði engan sérstakan áhuga á að ræða
þessi mál. Hann lagðist endilangur upp í dívan
og eftir nokkrar vangaveltur sagði hann:
„Oft hef ég lesið aftur og aftur setningar í
bókum til að prófa, hvort betur hefði farið að
segja þetta svona eða svona öðruvísi en þar er
gert. Þess vegna er ég seinn að lesa. En ég
hef ekki búið til mörg nýyrði, eins og þú varst
að spyrja um. Guðmundur Björnsson, landlækn-
ir, prófesor Guðmundur Finnbogason og Halldór
Laxness hafa aftur á móti skapað töluvert af
nýjum orðum. En einu sinni fyrir mörgum árum
var ég á gangi úti í Orfirisey um sumartíma. Þá
hitti mig þar Jón Helgason, veggfóðrari. Hann
segir mér, að þeir í veggfóðrarafélaginu séu í
vandræðum með orð, sem nái yfir þá, sem
fóðra veggi, húsgögn og þvíumlíkt, því þeir hefðu
þar engu fram að tefla öðru en veggfóðrarar.
Hann bað mig að koma með eitthvert orð yfir
þá, sem bæði fóðra húsgögn og veggi. Þá duttu
mér í hug tvær línur úr Guðrúnarkviðu:
Þá hné Guðrún
höll við bólstri,
þar sem bólstur merkir koddi, dýna og er ef-
laust sama orðið og polster í útlendum málum,
en það merkir húsgagnastopp. Eg segi strax
við Jón: „Kallið þið þá bara bólstrara, í eintölu
bólstrari, og verkið bólstrun. Gamla merking-
in koddi, dýna er dauð í málinu, en þetta orð
minnir samt dálítið á ykkar iðn, og þess vegna
held ég, að það sé ykkur hentugt". Jón bar
svo orðið upp á fundi í veggfóðrarafélaginu
og þar var það samþykkt. Þannig eru þessi
orð komin inn [ íslenzkt mál. En svo sá ég, að
einhver iðnaðarmaður hélt því fram í blaða-
grein, að Guðmundur Finnbogason hefði búið
til þessi orð, en það er auðvitað ekki rétt. Aftur
á móti skiptir það engu máli hver býr til orð,
en málsögunnar vegna getur verið gaman að
vita það.
Svo veit ég ekki betur en ég hafi búð til
orðið helryk, og ef það er rétt, þá hef ég fyrst
notað það í fyrirlestri, sem ég hélt í Austur-
bæjarbíói, að mig minnir 1952. Annars er ég
enginn sérstakur nýyrðasmiður, eins og ég sagði
þér. Eg hef hins vegar gert mér mjög far um
að glugga upp í skrifum þau orð yfir hugtök,
sem táknuðu hugtakið svo nákvæmlega, að
ekki væri hægt að setja nein önnur orð í þeirra
stað. Þetta er tafsöm iðja, og ekk veit ég, hvort
mér hefur alltaf heppnast þetta nógu vel. Og
Framhald á bls. 34.
JQ — VIKAN 12. tbl.