Vikan - 19.03.1964, Síða 18
Naumur sigur
en sífellt
vaxandi fylgi
Hér segir frá kosningabaráttu Kennedys viö forsetakjöriö og af-
rekum hans, meðlæti og mótlæti í þeirri ábyrgðarstöðu, sem for-
setaembætti Bandaríkjanna er. Flestum ber saman um, að and-
staðan gegn hugmyndum hans hafi farið sífellt minnkandi.
Margt virtist mæla á móti því að John F. Kennedy
gæti orðið forseti Bandaríkjanna, árið 1960. Af mörgum
var hann talinn of ungur, aðeins 42 ára, þegar hann bauð
sig fram, reynsla hans var ekki talin nægileg né þroski
hans fullnægjandi. Menn bentu einnig á að hann væri
kaþólskrar trúar. Það var nefnilega skoðun fjölmargra
Bandaríkjamanna að páfinn í Róm fengi íhlutunarrétt
um málefni Bandaríkjanna ef kaþólikki settist í for-
setastól. Þá var afstaða hans eða öllu heldur aðgerða-
leysi gagnvart McCarthy þyrnir í augum margra frjáls-
lyndra manna.
Demokratar áttu sín svör við þessu. Þeir bentu á þá
staðreynd að ýmsir af helztu leiðtogum Bandaríkjanna
á árum frelsisbaráttu og fyrstu sjálfstæðisára þeirra
hefðu verið á sama aldri og Kennedy var nú. Þá gátu
þeir bent á þá staðreynd að Nixon og Kennedy höfðu
byrjað samtímis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sjálf-
ur svaraði Kennedy þeim sem óttuðust íhlutun páfa,
með þeim ummælum að hann myndi aðeins virða stjórn-
arskró Bandaríkjanna, en vísa öllum utanaðkomandi
tilraunum til að hafa áhrif á gerðir sínar, á bug. Loks
var bent á að Kenndy hafði tekið afstöðu gegn McCarty
þótt ekki fengi hann tækifæri til að taka þátt í atkvæða-
greiðslu um málefni þessa alræmda þingmanns, vegna
sjúkrahússvistar.
Mörg og sterk öfl í Bandaríkjunum reyndu að koma
í veg fyrir að Kennedy tækist að sigra á flokksþingi
demokrata í Los Angeles, 1960. Þessi öfl höfðu sérstakra
hagsmuna að gæta og áttu lengi það eitt sameiginlegt
að vinna gegn Kennedy. Honum tókst að sigrast á and-
stöðu þeirra, þrátt fyrir að því er virtist, óyfirstígan-
lega örðugleika. Þegar á flokksþingið kom var Kennedy,
þegar frá leið, ósigrandi. Stuðningsmenn Adlai Steven-
son, höfðu tekið flokksþingið með stormárás fyrstu daga
þess, en áhlaup þeirra entist ekki nægilega lengi
Þegar atkvæðagreiðsla um framboð demokrata hófst,
sigraði John F. Kennedy í einu vetfangi. Stuðnings-
menn hans notuðu meðal annars handhæg senditæki,
walki-talkies, sem við þekkjum úr stríðsmyndum, til
að skapa innbyrðis samband á þinginu. Síðan valdi
Kennedy Lyndon B. Johnson, sér til fylgdar í kosninga-
baráttunni.
Richard M. Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, sóttist
eftir að verða forsetaefni republikana. Nelson Rockefell-
er í New York gaf einnig kost á sér. En eftir að Rocke-
feller gaf út yfirlýsingu þar sem forysta republikana og
frammistaða Eisenhowers í forsetaembættinu, voru að
vissu leyti gagnrýnd snerust foringjar republikana gegn
honum. Þeir sem búizt höfðu við að republikanar myndu
klofna á flokksþingi sínu, urðu fyrir vonbrigðum. Nixon
tókst að sameina ýmis sundurleit öfl, á fyrstu fjórum
sólarhringum þingsins, og Nixon yfirgaf þingið, sem óum-
deilanlegur foringi flokksins og
forsetaefni. Henry Cabot Lodge
varð varaforsetaefni.
Cabot Lodge var af blöðunum
talinn Johnson fremri og heppilegri
varaforseti og frambjóðandi. En það
var áberandi að yfirgnæfandi)
meirihluti dagblaða í Bandaríkjun-
um studdi Kennedy. Meðal þeirra
var New York Times, eitt af virt-
ustu blöðum veraldar. Það hafði
ætíð hallast að republikönum, en
snerist nú á sveif með Kennedy í
forystugrein. Blaðamaðurinn Walter
O í upphafi var það gagnrýnt, að forsetinn skyldi velja bróður sinn í embætti dómsmála-
ráðherra, en Róbert hefur sannað, að bróðirinn gerði ekki rangt. Mikið vinfengi var með
þeim bræðrum. Hér ræða þeir negravandamálið tveir saman.
Lippmann, oddviti bandarísku
stjórnmálablaðanna, var eindreginn
stuðningsmaður Kennedys, og fór
ósjaldan lofsamlegum orðum um
foringjahæfileika hins unga demo-
krata.
í upphafi kosningabaráttunnar var
Kennedy því talinn hafa forskot
fram yfir Nixon, enda þótt sá síð-
arnefndi væri frægari í Bandaríkj-
unum, frá varaforsetatíma sínum.
Þá hafði hann tekið við stjórnar-
taumunum um sinn, vegná veikinda
Eisenhowers. Hann hafði farið um Suður-
Ameríku og orðið fyrir lífshættulegu að-
kasti vinstri aflanna, en staðið sig eins
og hetja, og unnið sér aðdáun Bandaríkja-
manna að launum. Þá má ekki gleyma
hinni frægu eldhússkappræðu Krúséffs og
Nixons á bandarískri sýningu í Moskvu.
Kennedy hafði frægð sína frá miklum
sigri í öldungadeildarkosningunum í
Massachusetts 1958, er hann sigraði með
870 þúsund atkvæða meirihluta, met-
meirihluta, einnig frá bók sinni Profiles
Framhald á bls. 31.
jg — vikan 12. tbl.