Vikan


Vikan - 19.03.1964, Side 22

Vikan - 19.03.1964, Side 22
— Við auglýstum eftir bíl- stjóra, eins og þér vitið, og hann kom næstum því um leið. Ná- ungi að nafni Soames. — Þér haldið að hann sé kannski einn af þessum ungu skálkum. —■ Ég er ekki að segja að hann sé það, en ég er heldur ekki alls kostar ánægð með hann. Hann var með meðmælabréf frá Sir James MacGregor, ég geri varla ráð fyrir að þér þekkið hann? — MacGregor, — MacGregor, sagði Mr. Pimm hugsi. — Ah, já, sagði hann skynidlega. — Heiðursfélagi í Konunglega fél- aginu. Það er allt með felldu, get ég fullvissað yður um. — Engu að síður, sagði Mat- ilda frænka, — þætti mér vænt um að þér kæmuð einhvern tíma á næstunni. — Mín væri ánægjan. — Mér þætti gaman að heyra álit yðar á Soames. — Vissulega. Ég er það hnút- um kunnur, að hann gabbar mig ekki. Ef ekki er allt með felldu, getið þér reitt yður á, að ég sé í gegnum hann undir eins. — Þér eruð mjög vingjarn- legur. — Alls ekki, alls ekki, þetta verður ekkert nema ánægjan. — Meira te? — Ekki meira, takk fyrir. En þetta var mjög gómsætt. Lapsang Souchong. — Þá skuium við fara út í gerðinn mig langar til að sýna yður rósirnar. Mr. Pimm raulaði fyrir sér ör- lítinn stúf úr giftingarmarsinum eftir Mendelsohn, þegar hann fór frá Villa Florentine. Öll áform hans virtust ætla að heppnast svo vel, og nú gæti hann senni- lega kynnt Annabelle fyrir Henri þá og þegar. Og hvernig stóð á því að hann hafði fengið þetta álit á Miss Matilda í New York? Hún var alls engin grýla, ■hún hafði bæði verið stimamjúk og kurteis. Og þetta dásamlega hús. Mjög smekklegt. Ekki að hann væri að smjaðra fyrir því, almáttugur, nei, aldrei. En það var eitthvað þægilegt við að þekkja fínt fólk. Mr. Pimm var kominn á fæt- ur í býtið næsta morgun til þess að fylgja Julian úr hlaði. Nú átti Carlo að aka honum niður á markaðstorgið í Cannes, og það- an átti Julian að taka strætis- vagninn til Rue Célestine. — Gleymdu ekki Akkilesar- hælnum okkar, drengur minn, sagði Mr. Pimm. — Grand Hotel Martinique. Miss Matilda og tóf- an þessi Peggy Browning mega aldrei fá að vita, að þú varst þar. Julian sagði: — Eða að þú borgaðir reikninginn minn. — Þú veizt hvað ég á við. Jæja þá, þetta er allt og sumt. Mundu það sem ég segi þér, og reyndu að vera eins góður bíl- stjóri og þú getur. Og umfram allt, temdu þér heillandi fram- komu, drengur minn, því að þú verður að vinna hylli Miss Mat- ilda. Klukkan á stundinni hálf níu hringdi Julian bjöllunni við hlið- ardyrnar á Villa Florentina. Charles opnaði fyrir honum og kynnti hann fyrir kokkinum og þjónustustúlkunum, þar á meðal dökkhærðri, fjörlegri, lítilli stúlku að nafni Dominique. Það var Ijóst, að koma Julian gladdi Dominique mjög. Stuttu seinna kom Lois, fyrsti bílstjórinn, og fór með hann yfir í íbúðina sína yfir bílskúrnum. Honum voru sýndir bílarnir og kennt að ávarpa konurnar í húsinu, Miss Matilda, Miss Annabelle og Miss Browning. Hann tók nú upp föggur sínar og hreiðraði um sig. Og um 10 leytið hringdi heimilissíminn í íbúðinni. Miss Matilda vildi fá hann inn í morg- effir Lindsey Hardy 4. Muti Þaff sem áffur er komiff: Julian Soames er stadd- ur í Cannes, atvinnulaus og peningalaus, en í skuld. Pimm býðst til aff leysa hann af skuld- unum, ef hann vilji vinna fyrir hann. Soam- es á aff gerast einkabíl- stjóri hjá ungri milljóna- mey, Annabelle Mehaff- ey, til þess aff fylgjast meff atferli hennar og fólks hennar, en Pimm ætlar að koma því svo fyrir, aff hún gift- ist skjólstæðingl hans — Henri Grunewald. Soames fær stöffuna, þótt fjárhaldsmönnum Annabelle lítist hann grunsamlegur, og ekki batnar þaff, þegar Anna- belle og einkaritari hennar, Peggy, sjá Soames í leyfi í bíl með rauffhærffri gyffju, Dani- elle, sem einnig vinnur fyrir Pimm. Matilda, frænka Annabelle setur sig í samband viff Pimm og biffur hann aff segja álit sitt á nýja bílstjór- anum. TÓNABÍÓ mun sýna kvikmyndina, sem gerff hefur verið eftir þess- ari sögu, aff lokinni birt- ingu hennar í VIKUNNI. ERKIHERT 22 — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.