Vikan


Vikan - 19.03.1964, Síða 23

Vikan - 19.03.1964, Síða 23
unstofuna. Hún sat ein í herberginu við skrifborðið. Þau heilsuðust kurt- eislega og hún spurði Soames hvort hann héldi að fara mundi vel um hann i íbúðinni og hvort hann hefði litið á bílana. Síðan spurði hún, hvaða dag hann vildi helzt hafa lausan. Julian sagði: — Það skiptir mig eiginlega engu, Miss Mat- ilda. Hvað sem þér viljið. — Þá segjum við föstudaga. Hún sagði: — Ja — ég get alveg eins farið með strætisvagninum. —• Vitleysa, stúlka mín, úr því að þú átt kost á bílferð — við skulum láta Soames vinna fyrir launum sínum. Hvenær verður þú tilbúin? — Eftir svo sem 10 mínútur. — Soames bíður eftir þér við útidyrnar. — Jæja, allt í lagi. Ég kem aftur eitthvað eftir tólf. Bless. Matilda frænka sagði við Juli- leið og station-vagninn hvarf frá húsinu. Hann hugsaði með sjálf- um sér: — En þú þekkir ekki Mr. Pimm. Þá heyrði hann Peggy koma niður tröppurnar fyrir aft- an hann. — Soames! kallaði hún. —■ Já, Miss Browning? — Standið þér ekki þarna. Ég bíð. Hann fór yfir í bílskúrinn og náði í bílinn. Þau óku fyrstu hálfu míluna túr um borgina. — Voru þetta fyrirskipanir Miss Matilda? Peggy sagði: —• Heyrið þér mig, Soames, getið þér ekki gleymt því í svo sem fimm mín- útur, að þér vinnið fyrir okkur. — Þakka yður kærlega fyrir. •— Ég hefi séð heilu hópana af bragðarefum eins og yður. Þér eruð ekki bílstjóri og þér hafið aldrei verið það, og ég veit vel hvað þér ætlizt fyrir. 'OGINN OG HR.PIMM — Þakka yður fyrir. — Jæja, hvað þá með ein- kennisbúninginn yðar? Julian reyndi að láta sér ekki bregða. Þessu hafði Mr. Pimm gleymt. Til þess að geta hugsað sig um, sagði hann: — Aaaa — einkennisbúninginn ? — Já, já, sagði Matilda frænka hörkulega, — einkennisbúning- inn. Þér hafið ekki ekið Sir Jam- es MacGregor um í sparifötun- um. Þessi ungi maður kom vissu- lega vel fram, en allur var var- inn góður. Julian hugsaði sig um. Síðan sagði hann: — Ja, sannleikurinn er sá Miss Matilda, að Sir James útvegaði þá sjálfur. Ég er hrædd- ur um að ég eigi engan einkenn- isbúning eins og er. Matilda frænka misskildi það hversu skömmustulegur hann var. — Það skiptir engu, sagði hún. Við bjuggumst hálfvegis við því. Miss Browning er þegar búin að tala við verzlun í Cannes. Hún gaf honum upp heimilis- fangið. — Eftir nokkrar mínútur getið þér tekið einn af bílunum, ekið niður í bæ, og fengið góðan einkennisbúning. Mr. Green hringir í þá áður en þér komið þangað. — Já, Miss Matilda. — Hann sér meira að segja um að panta fyrir yður. Dyrnar opnuðust og Peggy kom inn og á eftir henni Aug- ustus Green. Hún sá Julian og sagði: — Ó, trufla ég? Matilda frænka sagði: — Nei, Peggy mín, komdu inn. — Heldurðu að þú þarfnist mín næstu tvo tímana eða svo? — Það held ég ekki. — Ég var að hugsa um að skreppa niður í bæ — ég þarf að ná í ýmislegt. — Gott, þá geturðu sett bréf- in ndín í póst, sagði Matilda frænka. — Annars ætlar Soames að fara í bæinn eftir nokkrar mínútur, svo að þú getur setið í hjá honum. Peggy gaf Juliian hornauga. an: — Já, jæja, Soames, ég held að þér þurfið ekki að gera annað í bili. Var það eitthvað sem yður langaði til að spyrja um? Julian sagði: — Get ég náð í station-vagninn fyrir Mr. Green meðan ég bíð? Green sagði: —- Það held ég nú, drengur minn, gerðu það. Og mældu vindinn í dekkjunum fyrir mig, ef þú vilt gera svo vel. Ég vil hafa nógan vind í dekkj- unum á þessum hlykkjóttu fjall- vegum hérna. Julian fór út í bílskúrinn og náði í station-vagninn og ók hon- um upp að húsinu. Nokkrum mínútum síðar kom Green út með golfkylfumar sínar. — Hvað er mikið í þeim? sagði hann. — Tuttugu og sex pund í öll- um dekkjum, Mr. Green. Hann hélt opnum dyrunum á meðan Green steig upp í station- vagninn og ræsti hreyfilinn, sat andartak við stýrið og virti Julian fyrir sér. Síðan benti hann honum að koma nær. — Segðu mér eitt, sagði Green. — Hvernig heldurðu að eigi eftir að fara um þig hérna? — Ég held að mér líði mjög vel hér. — Jamm. Jæja, reyndu að standa þig. Sjáðu vel um bílana og ekkert annað. Skilurðu það? Julian virtist ekki skilja mæta- vel. Hann sagði: — Ég skil ekki fyllilega . — Ég skal skýra þetta betur. Mér lízt vel á þig, en ég er að láta rannsaka þetta meðmæla- bréf þitt til að vera viss. Á með- an skaltu ekki fá neinar skrýtn- ar hugmyndir í kollinn, hvað sem þú sérð. — Hugmyndir, Mr. Green? — Ég sagði það já. Láttu þig ekki dreyma um að þú komizt nokkuð áfram í þessu húsi með klækjum. Það er enginn það klókur. Ekki þegar ég er nálæg- ur. Julian hló með sjálfum sér um niður hæðina og Peggy starði beint fram fyrir sig. Hún virtist vera að reyna að herpa saman mjúkar, þrýstnar varirnar en henni tókst það ekki fyllilega. Það var beinlínis ekki hægt. Bíll- inn ók með miklum hraða eftir hlykkjóttum veginum og í snörpustu beygjunum snertust handleggir þeirra. Hann fann ilrninn af ilmvatni hennar. Og þótt hann vissi að Mr. Pimm myndi mislíka það, gat hann ekki að því gert, þótt hann gyti stöku sinnum til hennar augunum. Hann sá að hún notaði ekki mik- il snyrtilyf. Hörund hennar var svo fallegt, að hún þarfnaðist þeirra ekki. En hvað var hún að gera með þennan hnykil ofan á höfðinu? Og hornspangagler- augu, og þessa skó. Ekki gat hún falið neitt með þessu. Peggy sneri sér skyndilega að honum og sagði: — Svo að yður tókst að verða annar bílstjórinn okkar eftir allt saman. — Það virðist vera, sagði Juli- an, og bætti síðan við til öryggis, —- Miss Browning. ■— Og ég geri ráð fyrir að þér séuð montinn af sjálfum yður. Hann hugsaði sem svo að í þetta skiptið hefði hún rétt fyr- ir sér. En hann gat ekki viður- kennt þa ðmeð góðu móti. f stað þess sagði hann: — Hvert viljið þér að ég aki yður? Peggy sagði: — Chez Bérénice ef yður væri sama. •— Með ánægju. Hvar er sá staður? — Rue Gallienne 69. Og ég hefi fyrirskipanir til yðar frá Miss Matilda. — Ég hélt að hún væri sjálf búin að gefa mér þær. — Þegar þér eruð búinn að fara til klæðskerans eða hvert sem þér eruð að fara, eigið þér að bíða eftir mér og aka mér aft- ur heim. Julian sagði: — Vissulega. — Og á meðan þér bíðið þá eigið þér að leggja bílnum ein- hvers staðar en ekki fara í bíl- — Hvað er það? — Eins og þér vitið það ekki. Jæja, ég get sagt yður eitt. Þér verðið ekki hérna út vikuna. Julian ók eftir síðustu snörpu beygjunni neðst í hæðinni og sagði síðan: — Það vill svo ein- kennilega til að þér hafið al- rangt fyrir yður. Ég hef ekki minnsta áhuga á Annabelle. — Nú, hvað er það þá? Julian hló fölskum hlátri og sagði: — Ja, þér getið andað léttara, það eitt er víst. Peggy sagði grimmilega: — Ætlið þér að ímynda yður í eina mínútu, í eitt brot úr sekúndu, að ég myndi nokkurn tíma líta á yður? — Ég er ekki að segja annað en að ég þarf að fá vinnu og að ég sé ágætis blístjóri handa Miss Matilda. En það verður eitthvað skrýtið ef þér ætlið að missa stjórn á yður í hvert skipti sem ég ek yður smáspöl. — Ég missi alls ekki stjórn á mér. — Hvað er þá að yður? Peggy sagði: — Annabelle er mjög góð vinkona mín, og ég þoli ekki blóðsugur sem koma til þess að stíga í vænginn við hana bara vegna peninganna. —- Farið þér þá svona með alla sem koma nálægt henni. — Já. Þegar þeir bera það svona með sér að þeir eru svik- arar. Þetta var í fyrsta skipti sem Julian hafði verið kallaður svik- ari. Hann tók á öllum kröftum til þess að bæla niður reiði sína. Þau voru nú komin að Rue Gallienne 69. Peggy strunsaði út úr bílnum og skellti á eftir sér. Hún hélt burt með þóttafullum svip, og Julian gafst rétt tími til þess að segja: — Þér gleymd- uð aðeins einu. — Hvað er það? — Hvar á ég að ná í yður? Peggy hugsaði sig um andar- tal: — Lögreglan leyfir yður ekki að leggja bílnum á götunni í Framhald á bls. 46. VIKAN 12. tbl, —

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.