Vikan - 19.03.1964, Page 29
SÖNGURINN FRÁ
SJONUM
Framhald af bls. 11.
fiskimiðin yrðu þetta árið. Finn-
Marja fór viljug og var ekkert
,spör á að segja frá því, sem hún
sá. Til þess að hjálpa, sagði hún.
Fólk hélt því fram, að spádóm-
arnir hennar rættust — oftast,
að minnsta kosti. Svo gaf það
henni það, sem hún þurfti til að
lifa af, bæði föt og mat og stund-
um peninga, svo að enginn veru-
legur skortur var af neinu hjá
henni.
Þetta óveðurskvöld stóð
Margit við gluggann í húsinu
sínu á Utöja og reyndi að sjá
gegnum myrkrið úti. Öðru hvoru
var eins og birti úti, þegar hvít-
fysst holskefla reis við ströndina.
Húsið hristist í storminum og
sjávardrunurnar voru eins og
þrumur í næturmyrkrinu. Margit
fann einhvert undarlegt eirðar-
leysi sækja að sér, einhvert hug-
bað um að eitthvað væri að.
Simon og Kári, sonur þeirra,
voru ekki komnir heim enn frá
því að þeir höfðu farið um morg-
uninn út á sjó. Hún hafði séð
hina bátana sigla fram hjá, hvern
á eftir öðrum, en enginn þeirra
hafði stefnt á Utöja. Nú var kom-
ið kvöld og orðið dimmt, og enn
sást ekkert til þeirra. Það var
ekki líkt Simoni að vera svona
lengi, ef einhver hætta var á
ferðum. Hann vissi hve hrædd
hún var svona alein, þegar óveð-
ur var. Hún hafði aldrei getað
vanið sig við tilhugsunina um
hafið allt í kringum sig. Það var
Annað heftið er nýkomið út
með enn fleiri íslenzkum text-
um en í fyrsta heftinu. Sendið
kr. 25,00 og þið fáið heftið
sent um hæl burðargjaldsfrítt.
Fyrsta heftið fæst enn, en í
því eru m.a. textamir „Heim-
ilisfriður“, „Ef þú giftist mér“
og fleiri. Kostar kr. 25,00.
Nýír danslagatextar
Box 1208 — Reykjavík
uHgfrú yndisfríð
býður yður hið landsþekkta
konfekt frá. N Ó Á.
HVAK ER ORKIN HANS NOA?
Jha® er alltaf saml lelkurlnn 1 hénnl Yhd-
IsfrlS okkar. Hún hefur faliS Srklna hans
N6a elnhvers staðar í hlaSlnu og heitlr
góSum verSIaunum handa þelm, sem getur
fundiS örkina. VerSIaunin. eru stór kon-
fektkassl, fullur at hezta konfekU, og
framleiSandlnn er au.SvItaS SælgæUsgerS-
In Nól.
Nafn
HelmlU
örkln er & Mf.
f|ip
m
SiSast er dreglff var hlaut verSIaunln:
Jóhanna Edda Sumarliðadóttir
Skúlagötu 18, Rvík.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar. 12. thl.
eitthvað óhugnanlegt og ógn-
vekjandi við það. Hafið var
falskt og duttlungafullt — það
gat gefið af allsnægtum sínum
einn daginn, til þess svo að krefj-
,ast alls næsta dag.
Hún lagði höndina á hjarta-
stað, þegar hún heyrði einhvern
koma við útidyrnar. Loksins --
það hlutu að vera þeir. En von
hennar brast, þegar hún sá hina
aumu mannveru, sem staulaðist
inn fyrir þröskuldinn, úfna og
tætta eftir storminn. Það var
hún Finn-Marja. ísköld vind-
stroka fylgdi henni inn og hafði
næstum slökkt á olíulampanum,
en Margit fann angistina ná enn
sterkari tökum á sér. Finn-Marja
settist á stól við ofninn og blés
mæðinni. Hún teygði magrar
hendurnar, biáar af kulda, að
eldinum og hristi sig.
— Ég hélt að það væri bezt að
ég kæmi til þín, Margit, sagði
hún. — Við erum einu konurnar
á Utöja, og það er skylda okkar
að standa saman, hvað sem fyrir
kann að koma.
— Hvað sem fyrir kann að
koma? endurtók Margit eins og
stirnuð og starði óttaslegin á
hana.
— Já, Margit — áður en sól-
arhringur er liðinn, verður dauðs-
fall hér á Utöja. Heyrðirðu í haf-
inu í kvöld, Margit — heyrðirðu
sönginn frá því? Ég hef heyrt
hann fyrr og veit hvað hann
táknar. Ég hef fengið vitrunina,
og mér skjátlast ekki. í nótt verð-
um við einum færri hér á Utöja.
Hún lokaði augunum og sat
grafkyrr, eins og' hún hlustaði
og skildi eitthvað, sem enginn
annar skynjaði. I sömu andrá
kom svo sterk stormkviða, að
húsið skalf og nötraði. Það var
eins og staðfesting á orðunum,
sem virtust óma enn í loftinu.
Margit greip svo fast í borðpiöt-
una að hnúarnir hvítnuðu, og
hún þrýsti enninu að svalri
gluggarúðunni. Ó — Simon —
vinur minn! —• Þannig átti það
þá að fara, á þann veg, sem
hún hafði óttazt ö!l þessi ár á
næstum hverjum degi. Henni
fannst sem hún sæi bátinn brotna
í spón og lokaði ósjálfráttt aug-
unum. Svo fann hún aftur kald-
an vindgust og þegar hún sneri
sér við, var hún ein í herberg-
inu. Þá settist hún þunglega á
stól við borðið og huldi andlitið
í höndum sér, meðan hún grét
sárt.
En utan við hættulegan brim-
garðinn rak bát fyrir stormi og
sjógangi. Það var Hvadur — bát-
ur Simons. Hann hafði verið á
leið heim, þegar vélin hafði
stanzað skyndilega og nú rak þá
upp í brimgarðinn. Kári hamað-
ist í vélarrúminu svo svitinn bog-
aði af honum. Hann hélt að hann
hefði fundið bilunina, en ef hon-
um átti að takazt að gera við
hana í tæka tíð, varð hann að
hafa sig allan við. Simon stóð
í stýrishúsinu og horfði út á sjó-
inn. Það var myrkur allt í kring,
en hann gat séð öldurnar rísa
eins og hvítar vofur, sem bar við
himin. Hávaðinn jókst og það
mundi ekki líða á löngu þar til
þeir soguðust inn í brimgarðinn,
og þá mundu þeir ekki þurfa á
neinum mótor að halda lengur.
Honum varð hugsað til Margit.
Hvernig færi fyrir henni, ef hún
yrði ein á Utöja? Hann gat ekki
fundið neina lausn á þeirri
spurningu og það gerði hann óró-
legan. Hann hefði betur getað
sætt sig við dauðann, ef hann
hefði verið viss um að hún hefði
það gott. Hann hefði átt að hugsa
fyrir því fyrr — áður en það
var of seint.
Hurðinni á stýrishúsinu var
hrundið upp og Kári kom inn.
Dauft ljósið frá kompásnum
sýndi hve þreyttur hann var og
sótið á hnjánum og á andliti hans
sýndist óhugnanlega svart í
daufri skímunni.
Jæja, pabbi, sagði hann og varð
að hrópa til þess að yfirgnæfa
sjávardrunurnar. ... Ég er ekki
viss, en ég held við reynum hana
núna. Hann leit snöggt út um
gluggann á brimgarðinn, sem
þeir nálguðst óðum. Simon leit
í sömu átt. — Við verðum að
reyna það — nú eða aldrei. Kári
kinkaði kolli og gekk út í skyndi.
Svo fór vélin í gang. Fyrst
með hikandi og daufum högg-
um — dó næstum út — en tók
sig á og slögin urðu jöfn og
hröð. Simon andaði léttara og
takið um stýrið losnaði. Svo
stefndi hann á Utöja — í höfn
og öryggi. Þeir voru hólpnir.
Það var langt liðið á næsta
dag, þegar Simon og Margit fóru
að undrast, hvers vegna allt væri
svo kyrrt hjá Finn-Marju. Ekk-
ert rauk úr skorsteininum, eng-
inn kom út á túnið og glugga-
tjöldin voru ekki dregin frá. Þau
gengu þangað til þess að vita
hvort hún hefði orðið veik, og
þá fundu þau hana. Finn-Marja
lá örend í rúminu.
Þau stóðu þögul um stund hjá
henni, en svo beygði Margit sig
niður og krosslagði hendur henn-
ar á brjóstið. Um leið hvíslaði
hún við magran og skorpinn
vangann.
— Þú hafðir þá rétt fyrir þér,
Finn-Marja — þrátt fyrir allt. ★
COSA NOSTRA
Framhald af bls. 27.
og frægastur er án efa hinn ill-
ræmdi A1 Capone, sem stofnafi
og skipulagði glæpahrin.-rinn fvr-
ir tæpum 40 árum. Þo;:ar hnrn
var settur í fan;;e!si fyrir skatt-
svik árið 1931, tck Frank CKúsr-
arinn) Nitti við tign h: ns. Ila n
ríkti síðan þar ti! hann ír in-'i
sjálfsmorð til þess að forðast
fangelsun og dóm fyrir að hala
kúgar stórfé út úr kvikmynda-
iðnaðinum, en næsti samstarfs-
maður hans og líklegur arftaki,
Paul (Þjónninn) Ricca, greip
ekki til eins róttækra ráðstaf-
ana og var settur inn. Þá komst
til valda sá sem nú ríkir, Sam
Giancana. (Það er athyglisvert,
að þessi nöfn eru öll ítölsk). Og
ekki virðist vera svo hættulegt
að ráða fyrir Cosa Nostra: Af
þessum fjórum mönnum eru
tveir látnir: A1 Capone lézt úr
sýfilis, Nitti framdi sjálfsmorð,
VIKAN 12. tbL — 29