Vikan


Vikan - 19.03.1964, Síða 34

Vikan - 19.03.1964, Síða 34
Honum tókst að ná langt í þess- ari viðleitni sinni. Hann neyddi t.d. Vestur-Evrópu til að taka ríkari þátt í þessari baráttu, og stuðlaði að auknum efnahagsleg- um styrk Evrópu, með þetta meg- inmarkmið í huga. Heróp Kennedys voru „Áfram“ og „Eigi að víkja“. Þetta eru her- óp Kennedy-fjölskyldunnar í dag. Fjölskylda Kennedys, vinir og samstarfsmenn og milljónir aðdáenda hans munu sjá svo um að barátta hans falli ekki í gleymsku. Einn öfgamaður getur ekki stöðvað framrás nýrra strauma, né byssukúla bundið enda á það líf sem lofar betri og gaefuríkari tímum. Ásmundur Einarsson. í ÞÆGILEGUM YL EFTIR DAUÐANN Framhald af bls. 10. þetta verður að gera ó þann veg, að orðin lóti ekki mikið yfir sér. Það er einna áþekkast því að miða byssu á afstrakt púnkt, og í og með er það af þessum sökum að allir útlendingar, sem hafa lesið bækur mínar á íslenzku og fært þær í tal við mig, segja, að þær séu erfiðastar allra íslenzkra bóka nú á dögum til þýðinga". Ég stóð upp og sagði við Þór- berg: ,,Nú er klukkan að verða hálf- átta". „Ætlarðu að fara, góði?" spurði hann og stóð einnig á fætur. „Nei, ég ætla að biðja þig um að lofa mér að hlusta á fréttirnar", sagði ég. Við gengum inn í vesturstofuna og Þórbergur skrúfaði frá útvarp- inu. Við biðum dálitla stund. Það heyrðust einhverjir tónar, mig minn- ir úr „Oxar við ána" eða ein- hverri svipaðri herhvöt. Þórbergur hristi höfuðið. „Ég kann ekki við þetta píp í þeim. Þeir ættu frekar að láta mann hugleiða einhverja setningu þessa mínútu, til dæmis setninguna: Þú skalt ekki skattsvik fremja. En þá mundi viðreisnin kollsteypast". MÁNUDAGURINN 4. FEBRÚAR, KL. 5,17—7,21. „Það er kominn vetur", sagði ég við Þórberg, þegar ég fór úr frakkanum. „Já, mér lízt illa á snjóinn", svarað hann. Og þegar við geng- um inn i skrifstofuna sagði hann mér, að honum leiddist snjór. „Kuldi verkar illa á mig", sagði hann, „og ver eftir því sem ég eldist". „Hefurðu gengið nokkuð í dag?" spurði ég. „Já, ég er búinn að ganga eina klukkustund og tuttugu og eina mínútu í dag". Svo var eins og birti yfir andliti hans, það var eins og það gleislaði af einhverri hugljúfri minningu og hann sagði: „Ég fór í bíl fram á Seltjarnarnes í dag og við Margrét til að skoða Ljómann. En ég held hann hafi varla þekkt mig. Jú, annars, hann þekkti mig rétt aðeins". „En sástu nokkuð fallegt í borg- inni í dag?" spurði ég. „Nei, ég sé aldrei neitt fallegt, þegar mér er kalt. En þegar heitt er í veðri finnst mér allt fallegt. Það var fallegt í sumar, þegar við vorum í 30 stiga hita í Austurríki, Ungverjalandi, Júgóslavíu og Búlg- aríu. Og þegar ég kom heim, var hárið á mér um það bil eins rautt og þegar ég var æskumaður. Á þessu geturðu séð, hvort sólin má sín ekki nokkurs". „En sálin?" „Hún yngdist líka. Ég vona, að ég verði í þægilegum yl eftir dauð- ann, en þó ekki í því heitasta". „Heldurðu að Helvíti sé til, Þór- bergur?" „Ekki með eldi og vellandi brennisteini, nei. En það eru svæði hinu megin, sem óþægilegt getur orðið að vera í. En þegar fólk er samdauna þeim sveifluhraða, sem þar er ríkjandi, finnur það ekki svo mikið til þess. Það fer eftir hugar- fari mannsins, eins og allir vita, og breytni, hvort hann lendir á þess- um svæðum eða öðrum betri. En þú varst hjá Svavari Guðnasyni um daginn, sagðirðu?" ,,Ja . „Varstu kenndur?" „Nei". „Var Svavar skemmtilegur, sagði hann þér nokkuð merkilegt?" „Hann var ekki eins ræðinn og stundum áður". „En var hann skemmtilegur? Var hann upp með sér?" „Nei". „Hvor finnst þér meira upp með Við framleiðum glœrar plaslumbúðir j öllum stœrðum Sinnig glœr kassalok LeStið upplýsinga MULALUNDUR Armúla 16 - Simi 38400 €>£ — VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.