Vikan - 19.03.1964, Page 47
Peggy var að koma úr áttinni
frá Chez Bérénice tveimur eða
þremur mínútum fyrir tólf þeg-
ar Carlo gekk til hennar á gang-
stéttinni. Hann skælbrosti til
hennar.
— Góðan dag, mademoiselle,
sagði hann.
Peggy starði beint fram fyrir
sig og greikkaði sporið.
Carlo sagði: — Mademoiselle
er ein, hvers vegna er hún þá
að flýta sér svona?
Peggy hélt enn áfram.
— Mademoiselle ætti ekki að
vera ein, það er svo mikill urm-
ull af rebbum hérna á strönd-
inni.
Peggy leit til hans og sagði
skýrt og greinilega: — Snautið
þér burt.
Carlo sagði: — Þess vegna vil
ég taka það að mér að vernda
mademoiselle. Fylgja henni, er
það ekki? Mætti ég kynna mig,
ég heiti Aluigi.
Peggy sagði: — Mér er sama
hvað þér heitið. Þér skuluð held-
ur angra einhverja aðra.
Carlo gafst ekki upp. — Aha,
nú skil ég.
—■ Þér skiljið alls ekki neitt.
■— Við skulum þá fara að öllu
með gát, það liggur ekkert á.
Fyrst skulum við ganga niður
að ströndinni. Við komum. Við
setjumst. Við kynnum okkur.
Peggy snarstanzaði. — Heyr-
ið þér nú, sagði hún. — Ef þér
látið mig ekki í friði undir eins,
kalla ég á lögregluþjón.
Carlo leit upp og niður breið-
götunua og setti upp rannsak-
andi svip. — En svona er þetta
alltaf, sagði hann. — Þegar mað-
ur þarf á lögregluþjóni að halda,
þá eru þeir hvergi nærri.
Peggy sagði: — Jæja, ef þér
haldið áfram að elta mig þá —
geri ég eitthvað, og rétt í því ók
Julian upp að gangstéttinni. Hann
stökk út úr bílnum.
Hann sagði: — Hvað gengur
hér á? Miss Browning, er þessi
náungi eitthvað að angra yður?
Peggy sagði: — Já, Soames,
það er hann.
Julian sneri sér að Carlo. —
Jæja góði, sagði hann. — Þú
heyrðir hvað hún sagði. Burtu
með þig.
Carlo sagði: — En Monsieur
skilur ekki, ég er ekki búinn að
gera henni neitt mein.
— Það skiptir engu, ég vil ekki
sjá yður. Burtu með yður, eða
þér skuluð hafa verra af.
Peggy sagði: — Soames, það
er óþarfi að gera svona mikið
veður út af þessu.
— Inn í bílinn, Peggy, sagði
Julian, ég kem undir eins. Og við
Carlo: —• Þú heyrðir hvað ég
sagði, góði. Af stað með þig, eða
ég fleygi þér út á götuna.
Peggy sagði úr bílnum: —
Soames! í guðanna bænum kom-
ið þér
Julian sagði lágt við Carlo: —-
15350
hann
ir
nf brnytf... tilvalin tœkifœrisgjiif
NVl
pen
SKÓLAPENNINN
Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er óreið-
anlegasti skólapenninn, sem nú er völ ó. Hann
er einkar sterkur, og nýja blekkerfið tryggir, að
blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður.
Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír-
inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun.
^ PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur með
hinum eftirsótta, sveigjanlega penna.
PENOL sjáifblekungurinn er með nýju biek-
kerfi - PENOL-EVERSHARP.
PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr
óbrjótanlegu undraefni: „DELRIN".
PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í
hendi, fallegur í útliti og viðurkenndur af
skriftarkennurum.
PENOL sjálfblck-
ungurinn er með
Parker
Quink
blekfyllingu.
Það er ávallt bezt að skrifa með sjálfblekungi. Kaupið því PENOL sjálfblekunginn strax í dag.
Hann kostar 153,50 með Parker Quink blekfyllingu, og fæst í öllum bókaverzlunum Innkaupa-
sambands bóksala.