Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.03.1964, Qupperneq 48

Vikan - 19.03.1964, Qupperneq 48
Höium fyrir- kæli- skápa 8 cu. feta Svo og hinar vel þekktu ................................ . cattear SIWA þvottavélar, sem sjóða, þvo, skola og þurr- vinda. — Með innbyggðum hita- stilli og kúlulegum. — Varahlutir óvallt fyrirliggjandi. Ölafsson & Lorange, heildverzlun Klapparstig 10 — Sími 17223. Þetta gekk vel, prýðilega. Sendu Pimmsa gamla kveðju mína. Hann gekk nú að bílnum og sett- ist við hliðina á Peggy. — Hvert nú? spurði hann. — Beint heim? Peggy sagði: — Já. — Já, hvað? — Jæja þá, þér eigið líklega fyrir því. Já, takk. Þau voru að koma að fyrstu beygjunni neðst niðri í hæðun- um þegar Peggy sagði: — Soames. — Já, Miss Browning? — Hvernig stóð á því, að þér komuð einmitt á réttu augna- bliki til hjálpar? Julian sagði: — Ég var fyrir framan Martinique og átti von á yður á hverri stundu og þá sá ég þennan náunga byrjaða að angra yður. — Þér hafið ekki verið lengi að koma bílnum út af bílastæð- inu. —• Það vildi svo til að bíla- stæðið var fullt. Ég lagði bíln- um fyrir framan hótelinngang- inn. — Nú, já. Og síðan andartaki síðar: — Hefðuð þér i raunni siegið mann- inn niður? — Ég býst ekki við því. — Þér hótuðuð því samt. — Hann var næstum helmingi minni en ég, Miss Browning. — Allt í einu eruð þér orð- inn svo virðulegur. Þarna niðri á breiðgötunni hét ég bara Peggy. — Fótaskortur á tungunni, Miss Browning. Peggy sagði: — Svona, svona, það er óþarfi að sítönglast á þessu. Julian hló við og sagði: — Kannski það, en við erum bráð- um komin heim. — Og hvað á þetta svo sem að þýða? Á ég að vera Miss Browning þarna heima, en Peggy þegar við erum komin nógu langt í burtu? — Ef þér lofið að fara að öllu með gát. Því annars verð ég rek- inn, og það viljið þér ekki, er það? Peggy leit á hann. — Ég veit ekki hvað ég á að halda um yður, sagði hún. Ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna, að ég veit ekkert, hvað ég á að halda um yður. —-’Það var heldur klént. Fyr- ir ekki meira en hálftíma vissuð þér mætavel, hvað þér áttuð að halda um mig. Peggy sagði: — Ja, hvað á ég að halda, þegar maður eins og þér ræður sig í svona vinnu? — — Hvernig vinnu? — Ræður sig sem bílstjóra Annabelle. Þér eruð einfaldlega ekki rétta manntegundin og það þýðir ekkert að reyna að sann- færa mig um, að þér séuð það. — Hvaða manntegund sem ég er verður sú staðreynd ekki um- flúin, að ég er staddur hérna í Suður-Frakklandi og á ekki eyri. Peggy sagði tortryggin: — Ég veit ennþá ekki, hvort ég á að trúa yður. — Til hvers þá að vera að því? — Ég er bara að hugsa um Annabelle. Ef Annabelle væri ekki annars vegar væri mér fjandans sama um hver eða hvað þér væruð. — Ég er viss um að hún er þakklát, sagði Julian. — Jæja, þá erum við komin heim, svo að þér skuluð rétta úr bakinu eins og góðum einkaritara sæmir og láta engan sjá, að þér séuð að tala við bílstjórann. Hvert á ég að aka yður, að aðaldyrunum eða uí *¥^ hliðardyrunum? — Að hliðardyrunum ætti að nægja. Peggy hikaði við: •— Þú heitir Julian er það ekki? — Það veiztu vel. — Ég ætlaði bara að segja —• ja, mig langaði bara til að þakka þér fyrir að losa mig við þenn- an mann. — Mín var ánægjan, sönn ánægja. Julian nam staðar. ■— Jæja, út með þig, sagði hann. — Látum nú allt fara vel fram. Ég þarf að opna fyrir þér dyrn- ar. Hann steig út úr bílnum og gekk að bílhurðinni þeim megin sem Peggy sat. — Svona. Peggy brosti. — Þakka þér aftur Julian. — Bless þá. — Bless. Peggy hugsaði með sjálfri sér á leiðinni inn í húsið að þetta yrði auðvelt, hún vissi þegar hvernig hún ætti að fara að Soames. Hann hafði ekki viljið að fundum þeirra bæri saman á Martinique. Það vissi hún, og hún ætlaði að komast að orsök- inni. Þess vegna ætlaði hún að fara fleðulega að honum og gefa honum alls kyns hugmyndir í kollinn þagnað til hann kæmi upp um allt saman. Hún var sannfærð um, að innan skamms yrði Soames leiðitamur eins og kjölturakki. Julian hugsaði með sjálfum sér þegar hann lagði bílnum í bíl- skúrinn, að svona ætti að fara með kvenfólk, þetta gamla smjað- ur var óbrigðult. Það myndi ekki líða á löngu áður hún lyti hon- um eins og ambátt. Hann varð bara að halda þessu til streitu og þá myndi allt koma að sjálfu sér. Hann var sannfærður um, að innan skamms yrði Peggy honum leiðitöm eins og kjöltu- rakki. Mr. Pimm, Danielle og Eddie stóðu og hlustuðu á Carlo segja frá atburðinum við breiðgötuna, þegar Henri Brunewald kom inn í Villa Marguerite. Þegar hann var á leið inn heyrði hann Mr. Pimm segja: — En varstu sann- færandi, Carlo? Ertu viss um, að ykkur hafi tekizt að blekkja hana? Carlo sagði, að ekki hefði hann séð betur. Og Mr. Pimm sagði: —• Eftir þetta verður Eddie að keyra mig í staðinn fyrir þig, við megum ekki láta sjá okkur saman. Ég varaði Julian við. Þessi stelputófa, almáttugur »8 » ■» t *** ó»t

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.