Vikan - 19.03.1964, Síða 49
minn, við megum aldrei hafa
augun af henni.
Carlo sagði: — Ja, svona eru
konur. Alltaf tortryggnar.
Henri sagði: — Halló! Hvað er
um að vera, hvað er eiginlega að?
— Henri, vinur minn, hrópaði
Mr. Pimm, mig hryllir við að
hugsa til allra þeirra hörmunga,
sem hefðu getað dunið yfir okk-
ur fyrir aðeins klukkustund. Eins
og allt virðist ætla að ganga vel.
■—■ Nú, sagði Henri, — erum
við í einhverjum bobba?
— Forsjónin var okkur misk-
unnsöm, kæri vinur, en ég verð
að tala um þetta nánar við Juli-
an, við verðum að leggja höfuð-
ÞAÐ ER
SPARNAÐUR í
AÐ KAUPA GÍNU
Öskadraumurinn
viS heimasaum
Ómissandi fyrir allar konur,
sem sauma sjálfar.
Stærðir við allra hæfi.
Verð kr. 550.00
m/klæðningu kr. 700.00
Biðjið um ókeypis leiðarvisi
Fæst í Reykjavík hjá:
Dtn- & herrabúðinni
Laugavegi 55 og
fiíslfl Nnrteinssyni
Garðastræti 11, sími 20672
in í bleyti. Mr. Pimm hugsaði sig
um stundarkorn. —• Einmitt,
sagði hann. - - Pappír, pappír,
ég verð að senda Miss Matilda
bréf í snatri.
Hann settist niður til þess að
skrifa. — Nú já, hvernig á ég að
orða þetta? Aha. Já, Mr. Pimm
skrifaði:
Kæra Miss Matilda!
Þegar ég var úti í garðinum
mínum í morgun flaug mér í hug
dásamleg hugmynd. Þér verðið
að gera mér þann heiður að
koma til hádegisverðar á svöl-
um húss míns á morgun kl. 1.
Þannig gefst mér tækifæri til
þess að skapa mér hugmynd um
nýja bílstjórann yðar, og um leið
mun ég njóta návistar yðar.
Mr. Pimrn las bréfið upphátt.
—• Jæja, sagði hann, — hvernig
hljómar þetta?
Henri sagði: — Ég hélt að þú
hefðir ætlað að tala við Soames.
— Það ætla ég líka að gera.
—■ Hvað þá, og láta Matiidu
frænku hlusta á allt saman?
— Miss Matilda kemur alls
ekki til hádegisverðar á morgun,
kæri vinur. Láttu þig ekki
dreyma um það.
Henri sagði undrandi: — Til
hvers í ósköpunum ertu þá að
skrifa henni þetta bréf?
— Aha! hrópaði Mr. Pimm
harðánægður með sjálfan sig, -—•
bíddu við, bíddu við, — snilldin
leynir sér ekki. Jæja, hvert vor-
um við komin? „Og um leið mun
ég njóta návistar yðar“. Já.
Hann lauk bréfinu:
Það mun særa mig mjög, ef þér
komið ekki.
Yðar einlægur.
Timothy Pimm.
Mr. Pimm skrifaði utan á um-
slag og hrópaði: — Hvar ertu,
Danielle? Danielle, hvar ertu?
Hún stóð við hlið hans. — Ah,
þarna ertu. Farðu með þetta í
póstkassann úti á horninu í snatri
og flýttu þér, vina mín, flýttu
þér.
Danielle sagði: — Póstvagn-
inn kemur ekki að ná í bréfin
næsta klukkutímann.
— Það getur verið að þeir
komi fyrr en venjulega í dag.
Hlauptu, Danielle, hlauptu.
Danielle tók við bréfinu. Eddie
og Carlo var sagt að þetta væri
allt og sumt, þeir gætu snúið sér
aftur að vinnu Sdnni, og Mr.
Pimm sneri sér að Henri.
— Jæja, kæri vinur, jæja,
sagði hann. — Þú manst vonandi
allt það sem ég sagði þér um
það hvernig þú ættir að hegða
þér og um það, hvers við vænt-
um af hertoganum af Gross-
Meehlenstein?
Henri brosti og sagði: — Ætli
það ekki.
— Gott, vegna þess, að ég hefi
fréttir að færa þér.
— Er eitthvað að gerast?
— Það líður ekki á löngu. Ég
hefi komizt að raun um að við
getum kynnt þig fyrir Annabelle
miklu fyrr en ég hélt.
Henri sagði: — Það er tími til
þess kominn að ég fái að vita,
hvað gengur eiginlega á.
— Það verður að fara mjög
snyrtilega að því að láta ykkur
hittast í fyrsta sinn, sagði Mr.
Pimm. — Það er alltaf viðkvæm-
asta augnablikið, því að stúlk-
urnar leggja mjög mikið upp úr
fyrstu kynnum. Þess vegna bað
ég þig að koma strax í dag í stað
þess að koma eftir tvo eða þrjá
daga.
Mr. Pimm hreiðraði um sig í
hægindastól. — Jæja þá, sagði
hann, — þá skulum við byrja.
Miss Matilda og Augustus Green
hafa orðið illa fyrir barðinu á
samvizkulausum þorpurum sem
hafa reynt að vinna hylli Anna-
belle. Þau hafa staðið í ströngu
við 'að losa sig við þá. Fyrirlit-
legar skepnur. En í þetta skipti
verður auðvitað annað uppi á
teningnum.
— Allt annað.
— Og Miss Matilda og August-
us Green mun ekki gruna neitt,
Meginuppistaðan í áætlun minni,
Henri, er að láta þau eltast við
þig-
— Er það hægt?
— Það er enginn vafi á því.
Undir klókindalegri leiðsögn
minni verður þetta allt saman
sett á svið. Og það er þá, vinur
minn, sem Julian skerst fyrst að
ráði í leikinn. Julian, bílstjórinn
þeirra, ætlar að ákveða stað og
stund.
Henri sagði: — Stað og stund
til hvers?
— Þú átt að bjarga Annabelle
úr því sem virðist hættulegt
klandur. Og þetta verður snyrti-
lega gert eins og okkar er von
og vísa. Þú kemur á staðinn á
réttum tíma, gersamlega ómiss-
andi. Mr. Pimm lækkaði róm-
inn og sagði iævíslega: — En
það er eitt, sem Miss Matilda
og Peggy Browning átta sig
ekki á.
Henri sagði og gretti sig: —
Og það er það, að Annabelle fer
að eltast við mig?
— Ástæðan er sú, Henri, að
konurnar eru nú einu sinni þann-
ig gerðar.
— Og þetta hættulega klandur.
Hvað er það eiginlega og hvernig
á að setja það allt saman á
svið?
— Ah, sagði Mr. Pimm, nú er
um við komnir að kjarna máls-
ins. Henri, vinur minn, ímynd-
aðu þér einmana fjallveg í tungl-
skininu hátt yfir Miðjarðarhafs-
ströndinni. ímyndaðu þér svo
glæsilega bifreið með Julian við
stýrið, sem þýtur eftir veginum
og í aftursætinu, óhult og fjar-
ræn, Annabelle, klædd í sitt dýr-
asta skart, sveipuð loðfeldi. Og
síðan, ímyndaðu þér svo, þegar
skelfingin dynur yfir. Mr. Pimm
McCORMICK
KRYDDi
Allrahanda
Basilikum
Engifer
Fuglakrydd
Karrí
Kanill
Merian
Múskat
Negull
Oregano
Paprika
Rosmarín
Saffran
Salvía
Sellerisalt
Sinnepsduft
Timian
Pipar, svartur,
heill og malaður
Pipar, rauður
heill og malaður
Pipar, hvítur
Hvítlauksduft
Hvítlaukssalt
Hvítlaukur, malaður
Laukur, þurrkaður
Súpujurtir
Blandað jurtakrydd
Lárviðarlauf
Graslaukur, þurrkaður
Steinselja, þurrkuð
Barbecue-krydd
Season-AII
Kjötmeyrnir, kryddaður
Beef-Stew krydd
Spaghetti-Sauce krydd
Sandwich Spread
Salad Dressing
Mayonnaise
•
Kb. Vesturbæjar,
Bræðmborgarstíg 43
Lúllabúð, Hverfisgötu 61
Matardeíldin,
Hafnarstræti 5
(Inntlytjandi: Sláturfélag Suðurlands).
VIKAN 12. tbl. —