Vikan - 03.09.1964, Qupperneq 13
Golan var köld af bylgjuðu,
úlfgráu vatninu. Hún smaug
vœgöarlaust inn um tjaldsopið,
sem aðeins var tyllt að neðan
með einum hæl og óreimað.
Þegar ég leit út var komin
dögun yfir sveitina.
Sólstafur úr skýjaþykkninu
lýsti yfir lágan ásinn í austri;
það var samt ennþá skuggi undir
honum þar sem lágvaxið kjarrið
óx, og tjöldin okkar Ásgeirs
stóðu.
Ég leit yfir að eldunartjald-
inu, og sá að brá fyrir skugga-
mynd af manni, er liallaði sér
aftur og drakk af stút.
Ég glotti dálítið við sýninni,
— Jæja, en Guð má vita
hvernig mér tókst að eitra þessa
blöndu saman eins og ég viper-
aði á taugunum hérna i morgun.
Og mér fannst það' vera krafta-
verk, að nokkuð skildi vera eftir
i pottinum þó leiðin sé stutt frá
vatninu.
Við reyktum og þögðum og
hvor hugsaði sitt, þannig var það
oftast. Því við sögðum fleira en
við mundum daginn eftir og við
fjarlægðumst dálitið hvor ann-
an þar til vínið fór að verka
aftur.
Ég sá að Ásgeir var farið að
liða betur og ég fann sömuleiðis
snögg áhrifin á tóman magann.
í Auschwits. Það var sársauki
i rödd hans en við rökræddum
það ekki og ég fann að hann var
hættur að hugsa um það er við
borðuðum i Fornahvammi. Og
loks ákvörðunarstaður.
Þetta var þriðja haustið i röð,
sem við vorum hér á landareign
bóndans sem Ásgeir var hjá sem
unglingur.
Að þessu sinni komum við
ekki heim áður en við tjölduð-
um og hugðum á veiðar. Vor-
um of drukknir. byrjuðum fyrir
alvöru er við slepptum Norður-
brautinni. En við vorum vel-
komnir og gátum farið og komið
að vild.
og Virkið lágu fyrir fótum okk-
ar i spegilsléttu vatninu i skyni
eldrauðrar hnigandi sólar. Það
eitt var ánægjulegt að vera til
og eiga vin.
Ég var fyrir löngu búinn með
sigarettuna mina og ég sagði
Ásgeiri að við værum að, missa
bezta tímann, það væri bezt í
döguninni og aftur er dimmdi.
Hann hafði stutt höndum undir
kinn og horfði á mig fjarrænt
meðan hann losnaði úr viðjum
hugsananna.
Hann tók tvær flöskur upp úr
töskunni, aðra fékk ég en hinni
stakk hann i vasann. Við drápum
á gasinu og lokuðum ljaldinu.
Það var mikil spenna meðal okkar, mögnuð af ýlfri vinds I klettum og gröðri
merkurlnnar og vitundínní um hið voveiflega
ppgii
§,
mwMm
<4' <■ / 'O.v'X s .. ••
Wmm
ímmm
m
m
111111
■
J..
HÍÉÍ
-';ý
x
:
■9WI
<r
iííSwí
HAUST
Smásaga eftir Ragnar Felixsson
en mér fannst notalegt að vita
af honum þarna og það var gott
að eiga vin.
Ég rölti þangað yfir og er ég
lyfti upp tjaldskörinni fann ég
strax lyktina af romminu, sæta
og góða. Mér bauð ekki við henni
eftir að hafa sofið i tæru útiloft-
inu.
Ásgeir var byrjaður að rétta
sig af; hafði blandað með heitu
sykurvatni. Það var gott þann-
ig og ég hrósaði blöndunni hans
og hugsaði jafnframt lilýlega til
hans fyrir virðingarverða til-
raun til að brosa. Við hlutum
að líta svipað út, svo ég lét það
vera.
— Hvernig leggst hann i þig,
byrjaði Ásgeir.
— 0, þvi ekki vel?
— Ég segi sama, prýðilegur
morgunn. Það er eitthvað við
hann, dult. Það gerir kannske
blakt tjaldsins.
— Iíannske það, eða þú hef-
ur öðlazt eitthvað nýtt frá nátt-
úrunni og umhverfinu! Svo þú
skiljir þessa óhemju fantasíu lífs-
ins.
Það var gott að hugsa um
gærdaginn. Rommflöskurnar á
Skúlagötu, milt haustveðrið á
leiðinni. Landið hjúpaði hverful-
um litum lækkandi sólár. Borgar-
fjörður: fallandi lauf, fjárhópar
á leið í dauðann, i rekstrum og
standandi i kös á yfirtjölduðum
vöruflutningabílum. Sár jarmur
hinna gangandi var yfirgnæfandi
meðan þær runnu framhjástöðv-
uðum bilum, merktar á enni
með rauðri og blárri krit.
Þær sem fluttar voru á blóð-
völlinn i bilum voru þögular,
eins og hendi böðulsins væri
þegar yfir þeim með útrýmingar-
vopnið í litla klefanum handan
blóðrennunnar og við horfðum á
granna fætur þeirra og síðan
lagðinn i gegnum rimla gaflhler-
ans og á manninn sem gætti
þess að enginn stykki yfir eða
træðist undir og dæi, áður en
öðrum þóknaðist. Þær hurfu i
fjarlægðinni og dröppu ryki
vegarins.
Ásgeir talaði um að starf bænd-
anna væri að kveikja og hlú
að lifi sem hyrfi svo eins og
Ásgeir var nokkru yngri en
ég, laglegur maður og langt kom-
inn með laganám, einbirni og
einhleypur. Faðir hans var einn
þeirra er mötuðu krókinn á
striðsárunum og varð ríkur upp
úr engu.
Og ég hugsaði um afgreiðslu-
starf mitt hjá stóra járnvöru-
firmanu, konuna mina og barnið
sem við áttum ekki enn, það
hafði dregizt að það kæmi i
heiminn, en ekki okkar sök.
Ásgeir kom oft á heimili okkar
og það fylgdi honum framandi
blær úr samkvæmislifi borgar-
innar.
Og ég minntist þess að í bíln-
um i gærkvöldi eftir tjöldun,
hlustuðum við á lága þýzka dans-
músik og drukkum. Þá varð ég
margs vísari úr skemmtanalifi
borgarinnar og ég kunni því vel
að heyra það þá.
Ásgeir var hátt uppi og ég
fann að hann ýkti af sigrum
sinum á veikara kyninu, mér
var sama — kvöldið var óvenju
fagurt, það var að breyta um
átt og stafalogn. Fjöllin, Ásinn
Það var ennþá húmað, vindur-
inn ofurlitið meiri og alskýjað.
Við tókum byssurnar úr biln-
um og gyrtum á okkur skot-
hylkjabeltin. Við heyrðum hvelt
hláturhljóð lómsins út að vatn-
inu, er við héldum af stað.
— Sá hlær bezt sem siðast
hlær, lómfjandi, sagði Ásgeir
og tók undir með lómnum.
Við öxluðum byssurnar frá
Sauer og Sohn og hlustuðum
á ört fall vindöldunnar við
sendna ströndina meðan við vor-
um að komast fyrir vatnið. Svo
eftir vegtroðningunum og stefnd-
um i norður, gengum áfram með
tvíhleypt vopnin að læknum.
Þar vorum við vanir að varpa
upp hlutkesti, livor ætti að veiða
við tjarnirnar, eða svæðið með
læknum að ánni.
Ásgeir kastaði jafnan upp
tveggjakrónu pening og fullyrti
að það væri ávallt sá sami. Það
kom í minn hlut að fara að
tjörnunum, þannig var það líka
i fyrra.
Ég tók flöskuna úr buxna-
Framhald ú bls. 39.