Vikan - 03.09.1964, Side 44
•••••••••••••••••••••••••••••••
® Kilcli«‘(i) \i«l ®
! U PPÞVOTTAVÉ L 5
• •
• Á SÉRHVER GÓÐ HÚSMÓÐIR SKILIÐ AÐ EIGA. ®
• SÖLUUMBOÐ: DRÁTTARVÉLAR H.F. OG •
r ..
meta og vorum vegnir og metn-
ir, okkur var alls staðar gefið
hornauga þótt spurningum okkar
væri svarað í léttum tóni. Við
vorum sem sagt ekki með. Þarna
var þá komið, það sem Reyk-
víkingar kalla svo skrýtið við
norðanmenn. Er þetta mont? Má
vera. Svipað yrði uppi á teningn-
um ef maður gengi inn á fundi
Alþingis óboðinn, manni yrði
hent út — eða upp á áhorfenda-
pallana, svo framarlega sem
maður ætti ekki laxveiðiá.
Við litum snöggvast inn í
Sjálfstæðishúsið á Akureyri. Þar
skemmta sér ungir og gamlir og
gera það vel. Óðinn Valdimars-
son syngur þar fyrir dansi, og
hefur honum sannarlega tekizt að
verða spámaður í sínu heima-
landi. Það hefur nefnilega ekki
gerzt í aldaraðir, að Akureyring-
ar blóti Óðni. í frumbernsku
hafði ég heyrt, að Norðlending-
ar hefðu gaman af að segja sög-
ur af sjálfum sér. Þetta vildi ég
sannprófa og spurði því roskinn
mann, hvort hann vildi ekki segja
mér sögu af sjálfum sér. Hann
sagðist hafa lagt það niður fyrir
löngu, þegar hann hætti að trúa
sjálfum sér. Þá spurði ég hann,
hvort honum þætti ekki gaman
að hlusta á sögur annarra, og
hann svaraði: „Ekki lengur, því
ég heyri svo illa, að mér finnst
að allir tali upp á sunnlenzku".
Hvort getur Norðlendingur heyrt
verra?
Á hótel KEA var einnig dans-
leikur. Sá staður er mikið sóttur
af menntskælingum norður þar.
Og I þetta skipti var þar svo
gaman, að skipverjar af flutn-
ingaskipi einu voru sóttir þangað
af skipstjóra sínum. Það var
aldeilis völlur á karli þegar hann
hótaði að henda öllu þeirra
drasli fyrir borð á tíræðu dýpi,
ef þeir hlýddu sér ekki. Þeir
dröttuðust með í leiðu skapi, og
einn sagðist ætla að fara af dall-
inum, strax og hann væri búinn
að ná í tappatogarann sinn.
Þegar öldurhúsum er lokað,
sofnar þessi friðsæli bær á hálf-
tíma. Aðeins einn gleðisnauður
Ford er eftir á rúntinum og ekur
hring eftir hring. Eigandinn ungi
situr þungt hugsi undir stýri eins
og skákmaður, sem athugar tap-
aða skák og reynir að finna hinn
ranga leik, sem olli því að hann
tapaði drottningunni.
Skötuhjú leiðast inn í húsa-
sund, og köttur breimar niður
við höfn. Þessum degi okkar við
hinn enda vegarins er lokið. ★
frá því að fullfrúinn hefði sagt sér
frá byssufundinum, meira að segja
sýnt sér byssuna í von um að hún
bæri kennsl á hana.
„Auðvitað gerði ég það ekki,
sagði hún. „Ég hef aldrei leyft Roy
að bera byssu. Við erum siðmennt-
uð fjölskylda".
„Mér er sagt að þið séuð líka
auðug fjölskylda".
„Það getum við varla kallazt".
Hún brá fingrunum að demantsnæl-
unni í kjólkraganum. „Hvað er það,
sem yður liggur á hjarta, herra
Archer?"
„Dolly Kincaid beinir lögreglu-
fulltrúanum á auðfarna leið til
lausnar morðgátunni og hann virð-
ist ætla að fylgja þeirri vísbendingu.
Ég vildi gjarna að þið mæðginin
réðuð mig til að leita annarrar
lausnar".
Ég skýrði henni frá unga mann-
inum, sem rann á okkur dr. Brads-
haw í myrkrinu og einnig frá rödd-
inni í símanum, sem hótaði ungfrú
Haggerty bana. „Það gat ekki ver-
ið rödd Dollyar, ungfrú Haggerty
hefði þekkt hana, og auk þess var
vinátta með þeim. Ég geri ráð fyrir
að Dolly hafi farið heim til hennar
og viljað spyrja hana einhvers, kom-
ið að líkinu, fengið taugalost — og
hún sé ekki enn komin til sjálfrar
sín".
„Hvers vegna?"
„Ég get ekki skýrt það enn fylli-
lega. Ég verð að athuga fortíð
hennar nánar, og einnig þarf ég að
kynna mér fortíð ungfrú Haggerty".
££ — VIKAN 36. tbl.