Vikan - 08.10.1964, Qupperneq 2
Canadian Mist er
heimsþekkt vörumerki
í fullri alvöru:
HVER VILL LEGGJA
TIL SITT NEF?
Biðjið um vörur úr
Canadian Mist poplíni
Það er kannske að bera í
bakkafullan lækinn, að fara
ennþá einu sinni að tala um
Skarna, sem öllum er þyrnir i
augum og nálykt í nefi, en samt
ætla ég mér að hreyfa málinu
ennþá einu sinni.
Það er alveg víst, að ef ein-
hver einstaklingur leyfði sér
þann endemis ósóma og sóða-
skap að fara að bera mannasaur
á tún hjá sér i bænum, þá yrðu
yfirvöldin ekki sein á sér að taka
viðkomandi í karphúsið, — eins
og eðlilegt væri og sjálfsagt. Og
þegar öllu er á botninn livolft,
þá er mér líka næst að halda að
bæjaryfirvöldin mundu ekki
heldur bera slíka hluti á sin eig-
in tún, jafnvel þótt þau fram-
leiddu áburðinn sjálfir.
En það er ekki langt frá. . . .
Ég bef undanfarnar þrjár vik-
ur þurft að ganga fram lijá
Klambratúninu á hverjum degi,
en þar er nú verið að jafna
jarðveginn, bera á hann ■—
Skarna auðvitað — og sá gras-
fræi. Á liverjum einasta morgni
hef ég kviðið fyrir þessum
spotta, og verið að velta þvi
fyrir mér hvernig vindáttin
stæði, og hvort ég kæmist þar
framhjá án þcss að liggja við
köfnun af þessari viðurstyggi-
legu lykt, sem leggur af túninu.
Ég hef einnig átt tal við nokkra
íbúa þarna í nágrenninu, og
þeir ná varla upp i nefið á sér
af illsku yfir þessum aðförum
bæjarins.
Óg það er ekki að ástæðulausu
að ég minntist á mannasaur í
upphafi greinarinnar, þvi hver
sá, sem hefur vilja og taugar til
að reyna að aðgreina þessa and-
styggilegu fýlu, sem leggur af
Skarnanum, veit að liún er engu
likari en einmitt þvi. Samlik-
ingin er ekki mér að kenna —
hún er þeim mönnum að kenna,
sem leyfa sér að bera þennan
rækalls óþverra á á almannafæri
hér í borginni, og þeir eiga
skömm skilið fyrir og ekkert
annað.
En það er eins og að ræða
við steininn, ef yfirvöldin eiga
hlut að máli. Eftir þvi sem ég
bezt veit, þá á bærinn þessa
blessaða verksmiðju, sem fram-
leiðir þennan óþverra, og hún
verður að bera sig, og þar af
Framhold á b!s. 44.
2 — VIICAN 41. tbl.