Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 4
Þetta er miðbik höfuöstaðar íslands árið 1835; fyrir aðeins 130 árum. Flaggið cr á dönsku einokunarverzluninni: Einkennismerki þeirrar stofnunar, sem hafði mergsogið þjóðina. Þegar þessi mynd var teiknuð, höfðu Danir enga varanlega byggingu reist í Reykjavík og það sem þeir skildu eftir sig er varla um- talsins vert. íslendingar voru húsalaus þjóð, unz þeir tóku sjálfir við stjórn eigin mála. . mnmmmmm , < •H’ ‘Hj’H H h ifppM miim ' "II i; „ Þetta er háskólinn í Kaupmannahöfn. Árni Magnússon ánafnaði há- -O skólanum handritin eftir sinn dag eins og eðlilégt var. Háskólinn í Kaupmannahöfn var þá um leið háskóli íslands, æðsta menntastofnun landsins á þeim tíma sem ekkert vatnshelt hús var til þar. Skömmu eftir borgarbruuann mikla 1728, voru handrit, sem björguðust, flutt upp á hanabjálka yfir Þrenningarkirkjunni og þar voru þau látin vera í rúmar tvær aldir enda þótt loftið væri úr timbri og gæti hvenær sem var brunnið á svipstundu. Þegar farið var að tala um að skila þeim, ruku Danir til og fiuttu þau í steinbyggingu. 4 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.