Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 14
007 JAMESBWU) hintaMs- M|U iftir lan Flemlng 13. hluti Bond þreif í teppið og kastaði því fram ó gólf. Stúlkan var ekki í neinu nema svarta borðanum um hólsinn og svörtum nælonsokkum. Fyrir ofan þau, og án þess að þau vissu af, sátu tveir myndatöku- menn frá SMERSH í herberginu bak við gullrammaðan falsspegilinn á veggnum yfir rúminu, á sama hátt og svo fjöldamargir vinir hótel- eigandans höfðu setið og fylgzt með nýgiftum hjónum í hveiti- brauðsdagaíbúðinni á Kristal Palas. Og sjóngler myndavélanna gláptu kuldalega á samtvinnaða líkamina, sem sameinuðust og sundruðust og sameinuðust á ný, og kvikmyndavélarnar suðuðu lágt, meðan græðgislegur andar- drátturinn kom í gusum út úr mönnunum tveimur og æsingar- svitinn rann niður búlduleit and- lit þeirra, niður ódýra flibbana. 21 .kafli. Ausfurlandahraðlestin Allsstaðar í Evrópu eru stóru járnbrautarlestirnar að hverfa ein eftir aðra, en ennþá æðir Austur- landahraðlestin þrisvar í viku yfir fjórtán hundruð mílna glitrandi stállínuna milli Istanbul og Parísar. Þýzka eimreiðin andaði með erfiðismunum eins og dreki, sem er að deyja úr astma. Hver andar- drátturinn virtist örugglega verða hinn síðasti. Svo kom annar. Gufu- mökkur reis upp frá tengingunum milli vagnanna og hvarf í hlýju ágústloftinu. Austúrlandahrað- lestin var eina lifandi lestin á hinni Ijótu og illa gerðu stöð, sem kölluð var Aðaljárnbrautarstöðin í Istanbul. Aðrar lestir, sem þarna stóðu, voru eimreiðarlausar og gæzlulausar. Biðu næsta dags. Aðeins spor nr. 3 og pallurinn þar var með nokkru lífsmarki. Á stóra bronsskiltinu á hliðinni á dökkbláum vagninum stóð: COMPAGNE INTERNATIONALE DES WAGONLITS ET DES GRANDS EXPRESS EUROPEENS. Yfir skiltinu stóð með svörtum upphafsstöfum á hvítum grunni ORIENT EXPRESS og þar fyrir neðan ISTANBUL THESSALONIKI BEOGRAD VENEZIA MILAN LAUSANNE PARIS James Bond horfði annars hugar á eitt rómantískasta járnbrautar- skilti í heimi. í tíunda skipti leit hann á úrið sitt. 8.51. Hann leit aftur á skiltið. Oll borgarnöfnin voru stöfuð á tungu viðkomandi þjóða nema MILAN. Hversvegna ekki MILANO? Bond tók upp vasa- klútinn sinn og þurrkaði sér í fram- an. Hvar í andskotanum var stúlk- an? Hafði hún náðst? Hafði hún fengið bakþanka? Hafði hann ver- ið of harðhentur við hana í gær- kvöldi, eða réttara sagt í nótt eða morgun, í stóra rúminu? Klukkan varð 8.55. Erfiður andar- dráttur vélarinnar var horfinn. Það kom bergmálandi hviss, þegar sjálf- virki öryggislokinn hleypti gufunni út. Gegnum iðandi mannfjöldann á pallinum sá Bond stöðvarstjóra lyfta hendinni og gefa lestarstjór- anum og kyndurunum merki, áður en hann lagði af stað aftur eftir lestinni og skellti hurðum vagn- — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.