Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 17
FLEIRI JOLAENGLAR HJARTALÖGUÐ KARFA ^Jólasveinar úr ullargarni tí'eru skemmtilegir og það er mjög auðvelt að búa þá til. í búkinn er notað rautt ullargarn, kringlótt, hvít smápjatla, sem rykkt er saman og troðin út með bómull, er notuð í höfuðið. Augu, nef og munnur er saumað með svörtum tvinna og ullargarn notað í hár. Húfan og vestið er úr glanspappír. Næsti engill er búinn til á þann hátt að bleik bréf- kúla er límd á neðri enda grenikönguls. Hárið er ,.englahár“ og vængirnir klipptir úr silfurpappír, sem fyrst er brotinn tvö- faldur. Þetta.er bundið á búkinn með silkibandi. Fljúgandi engillinn er einfaldur og fallegur. Mynstrið er klippt út úr þykkum mislitum pappír, sem fyrst er brotinn tvö- faldur. VÍKINGASKIP A JÖLATRÉÐ jólapóstinn í. Eins er líka fallegt að búa til örsmáar körfur á þennan liátt og setja l. d. á jólagreinar í gólfvasa. Gjarnan má skreyta körf- urnar með kögri úr pappír og líma eða mála á þær myndir. Sjálft skipið er búið til úr eggjabakka úr pappa (fæst í búðum, sem umbúðir utan um 6 egg). Eggjaformið er klippt út sem líkast víkinga- skipi í lögun. Framstefnið hærra en afturstefnið og reynt að láta það líkjast sem mest drekahöfði. Seglið er 3—5 cm að stærð og búið til úr þykkum skrif- eða teikni- pappír, sem er málaður rauð- um röndum. í mastur má nota tannstöngul eða kokk- teilpinna, sem stungið er gegnum seglið, efst og neðst, og fest í botninn á skipinu með lími. Efst í mastrið er skorin smárauf, í hana smeygt tvinna, sem límdur er fastur og búin til lykkja til að hengja skipið á tréð. Það er mjög auðvelt að búa þessa körfu til, og hægt að nota hana á margan hátt. Pessi sem hér er sýnd er ætluð til að hengja á jólatré. Gezt er að leikna hana fyrst á venjulegan rúðupappír. (Iíver rúða 2 cm.) Hornin eru klippt ávöl eins og svörtu strikin sýna. Punktastrikin eru rispuð laust með hnif, Jjað gerir auðveldara að heygja þau. Svörtu strikin eru klippt, síðan er brolið eftir punktastrikunum og r -s lJL. ~ t f — L J- J karfan brolin saman og límd, eins og myndin sýnix-. Hank- inn límdur innan á. Körfuna er hægt að liafa mikið stærri, og er hún þá liöfð úr sterk- ara efni, sem gott væri að styrkja með glæru lakki. Mjög skemmtilegt lil að láta Það er staðreynd að alltaf lendir maður í tíma- þröng fyrir jólin, það er því gott að eiga þessi jólamynstur, sem hægt er að nota á óteljandi hátt, t. d. á teppi undir jólatréð, jóladúk, servi- ettur og þessa skemmtilegu svuntu. Bezt er að teikna mynstrið á rúðupappír, og er þá hægt að stækka það eða smækka eftir vild. (Rúðurnar 1. IV2, 2 eða 3 cm.). Efnið er eftir hentugleik- um, eftir því til hvers á að nota hlutina. Það má sauma, líma, mála eða teikna mynstrin á eftir vild. VIKAN 51. tbl. — jy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.