Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 33
Vitrun Hermanns Willoughby Framhald af bls. 13. honuni, þegar hann vildi lauma koparskildingi í stað krónupen- ings í brúsann. Og þó varð Her- mann jafnvel enn hneykslaSri, þegar hann sá Bernard, virðu- lega yfirþjóninn úr einu virðu- legasta veitingahúsinu í hverf- inu, laumast til aS taka út úr sér falska góminn og þurrka af honum með fingrunum, þegar hann hélt að enginn sæi til. Það var eins og hin vingjarn- legu ávarpsorð, sem áður liöfðu alltaf legið Hermanni vagnstjóra á vörum, stæðu nú í honum og það var ekki laust við að gremju- hreim brygði fyrir í lágværu hláturkumrinu, sem allir af far- þegum hans könnuðust svo vel við. Sumir þeirra sögðu með áliyggjusvip: „Þú ert ósköp þreytulegur, Hermann .Þú ætt- ir að tala við lækni....“ Og Hermann svaraði einungis: „Kannski það.“ Honum var lífs- ins ómögulegt að segja framar: „herra minn“ og „frú min góð.“ Hann hafði satt bezt að segja ekki minnstu löngun til að tala við fólk lengur, og þegar ein- liver spurði hann til vegar, svar- aði hann: „Veit það ekki.“ Stundum lézt hann jafnvel ekki sjá farþegana sem biðu á stöðv- unum, þó svo að það væru fastafarþegar, en ók framhjá án þess að líta til þeirra. Sann- leikurinn var sá, að liann kærði sig ekki hehlur um að sjá fólk lengur. Hann langaði ekki til neins framar — nema að grafa nýju gleraugun sín fjörutiu fet i jörð niður, svo að hann slyppi við að sjá ailt það, sem hann vildi ekki fyrir nokkurn mun sjá. Og Hermann, sem áður hafði verið hæverskasti, hjálpsam- asti, ástúðlegasti og glaðlynd- asti strætisvagnstjórinn á suð- vesturleiðinni, varð smám sam- an viðmótsþurrastur og afundn- astur þeirra allra. Að sjálfsögðu olli þessi undarlega og óvænta breyting á manninum farþegum bans miklum lieilabrotum og umþenlcingum, og loks var svo komið, að þeir fóru ósjálfrátt að gera samanburð á honum og skapvonda Terry, sem löngum hafði verið verst látinn allra vagnstjóra á þessari leið. Það var því ekki að undra þó að Hermann drægist illilega aftur úr i VVÁ-atkvæðagreiðslunni. Og þegar ekki var eftir nema hálfur mánuður til úrslita, var Jerry O’Shay orðinn því sem næst jafn honum. Og vann stöð- ugt á. Júlía heyrði konu O’Sliay vera að gorta af þessu einn dag- inn. Þegar hún sagði Hermanni frá því, brast hún í grát. „Ég veit það,“ sagði Her- mann. „Ég sé niðurstöðurnar daglega á töflunni i biðskýlinu.“ Hann langaði til að taka Júliu í faðm sér og hugga hana. En hvernig átti hann að hugga hana, þegar honum sjálfúm féll þetta enn þyngra en henni, þó að það væri að vísu ekki það að missa af ferðalaginu til Hawaii, sem hann tók sárast. Hann sagði: „Eins og manni standi ekki á sama um Hawaii; við hvolfum úr sandfötu á veröndina og nört- um í okkar ananas, og það verð- ur sizt lakara.“ „Mér stendur ekki á sama um það ferðalag," kjökraði Júlía. „Þér ekki Iieldur, þó að þú látir svona. Það væri dásamlegt fyr- ir okkur geta minnzt þeirrar ferðar alla ævi. Ég er meira að segja búin að kaupa mér sól- baðsfatnað til að vera i á skip- inu. Verði svo ekkert af þessu fyrirhugaða ferðalagi, veldur það okkur sárum vonbrigðum og gerir a'llt svo dapurlegt. Þó er það alls ekki sárast. í hrein- skilni sagt, Ilermann, er það þessi breyting, sem orðið hefur á þér, sem er hræðilegast við þetta allt saman. Það liefur vald- ið mér svo þungum áhyggjum að undanförnu, að ég er varla mcð sjálfri mér lengur.“ „Nú, hvernig hef ég breytzt?“ spurði Ilermann og tókst lélega að láta sem hann þyrfti að spyrja. „Vist hefurðu breytzt, vinur minn. Þú veizt það betur en ég,“ svaraði kona hans. „Ég er enn Hermann Will- ougliby, að þvi er ég bezt veit.“ „Svei mér ef ég hekl ekki að það sé nýju gleraugunum að kenna,“ sagði Júlía og gekk skref NILFISK verndargólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. Aörir NILFISK kostir: * Stillanlegt sogafi * Hljóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og bctri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fylgja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu eða papírspoka. * Dæmalaus cnding. NI1.FISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. * Hagstætt verð. * Góðir greiðsluskilmálar. * Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikistur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld- húsvlftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivindur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar, snúru- haldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og álcggssneið- arar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baðvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK O.KORMERUP-HAWiEM ----------------------------KlippiÖ hér---------------------------------- Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmála) um: ........................................................... Nafn .................................................................... Helmili ................................................. Til FÖNIX i-f., Suðurgðtu 10, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.