Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 45
iSunfíe&K APPELSÍN SÍTRÖN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili á lestarvörðinn. Tatiana, sagði hann. — Hafðu ekki óhyggjur af neinu. Farðu í rúmið, þegar mað- urinn er farinn. Opnaðu ekki dyrn- ar, nema þú vitir fyrir víst, að það er ég. Eg ætla að vaka f nótt og vera á verði. Kannske verður þetta auðveldara á morgun. Eg ætla að gera mínar áætlanir með Kerim. Hann er góður maður. Lestarvörðurinn barði að dyrum. Bond hleypti honum inn og fór fram á ganginn. Kerim stóð þarna ennþá og horfði út. Lestin hafði nú aukið hraðann og þaut í gegn- um nóttina. Kerim hreyfði sig ekki, en augu hans i spegli gluggans voru vökul. Bond sagði honum, hvað fram hafði farið. Það var ekki auðvelt að útskýra fyrir Kerim, hvers vegna hann treysli stúlkunni eins og hann gerði. Hann horfði á hæðnisvipr- urnar kringum stóra munninn í glugganum, þegar hann reyndi að lýsa þvi, sem hann hefði lesið í augum hennar og hvað eðlisávís- un hans segði honum. Kerim andvarpaði í uppgjöf: — James, sagði hann. — Nú ert þú yfirmaðurinn. Þetta er þinn hluti framkvæmdarinnar. Við höfum þegar rifizt nóg um flest af þess- um hlutum — hættuna af þvi að fara með lest, möguleikana á því að koma vélinni heim í diplomata- tösku. Einlægni þessarar stúlku eða undirferli. Það lítur svo sannarlega út fyrir, að hún hafi gefizt upp fyrir þér án skilmála. En þú verð- ur að viðurkenna, að þú hefur líka gefizt upp fyrir henni. Kannske að- eins að nokkrum hluta, en þú hefur ákveðið að treysta henni. Þegar ég talaði við M í síma í morgun, sagð- ist hann myndi standa með ákvörð- un þinni. Hann hefur látið þig um þetta. Þá verður það þannig. En hann vissi ekki að við myndum hafa fylgd þriggja MGB manna. Það vissum við ekki heldur. Og ég held að það myndi hafa breytt öllum okkar sjónarmiðum. Já? — Já. — Þá er ekki um annað að ræða en að losna við þessa þrjá menn. Koma þeim úr lestinni. Guð má vita hvers vegna þeir eru hér. Eg trúi ekki á tilviljunina fremur en þú. En eitt er víst. Við verðum ekki í sömu lest og þessir menn. Rétt? - Rétt. — Láttu mig þá um það, að minnsta kosti ( nótt. V(ð erum ennþá í mínu landi, og ég á hér nokkur ítök. Ég hef ekki efni á að drepa þá. Lestin myndi tefjast. Þú og stúlkan gætuð flækzt í málið. En ég skal gera eitthvað. Tveir af þeim hafa kojur. Þessi með yfir- skeggið og litlu pípuna er við hlið- ina á þér — hérna númer sex. Hann hnykkti höfðinu aftur á bak. — Hann ferðast á þýzku vegabréfi undir nafninu Melchior Benz, sölu- maður. Sá dökki, Armeniumaður- inn, býr á númer tólf. Hann hefur líka þýzkt vegabréf. Kurt Goldfarb, '/W\ Austurstræti 22, sími 11595 - Vesturveri, Aðalstræti 6, sími 11575. VIKAN 51. tl>L — HOLMEGAARDS-GLASVÆRK G. B. Silffurbúðin Laugaveg 55 — Sfmi 11066

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.