Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 29

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 29
s Í'X p í Skál! Skál! AS þessu sinni er myndin tekin í Austurríki og iæknir Krúsjeffs hafði bannað hon- um að smakka vín heiisunn- ar vegna. En þá drakk hann bara sódavatn og lét á engu bera. Krúsjeff var mikill sam- kvæmismaður og góður leik- ari. Hér er hann staddur í Frakklandi til að ræða af- vopnun og bann við kjarn- orkuvopnum, og sveiflar öxi í kringum sig. Það var áður en upp komst um banda- rísku njósnaflugvélina, sem skotin var niður í Rússlandi. Krúsjeff ferðaðist meira en nokkur annar valdhafi í Rússlandi. Hann var á sífelldum spretti milli leiðtoga í Járntjaldslöndunum, eða innanlands allt frá villu sinni við Svartahaf og norður í Síberíu. Hér er hann á þeim norð- lægu slóðum og er hlýlega búinn. Síðasta skrúðgangan. — Myndin er tekin við minnismerki Lenins á Rauða torginu á byltingarafmælinu í nóvember 1963. Krúsjeff er lengst til vinstri, þá Leonid Bresjnev, Anastas Mikoyan og Alexej Kosygin. Félagi Bresjnev, hvað nú? Þegar þetta er skrifað sitja þeir saman að krásunum, félagarnir Kosygin og Bresjnev. Hvorum heppnast að gera hinn að rafveitustjóra í Síberíu er ekki vitað enn. Allt bendir til þess, að stefnu Krúsjeffs, um friðsamlega sam- búð við Vesturlönd, verði haldið áfram. l)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.