Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 12
VITRUN HERMANHS WILLAUGHBY JÓLASAGA EFTIR WILLIAM BRANDON HERMANN, MAÐURINN, SEM VAR VINUR ALLRA VARÐ ALLT í EINU ÖRVITA AF ÞVÍ AÐ SJÁ HEIMINN í SINNI RÉTTU MYND. SVO TAPAÐI LITLA STÚLKAN JÖLA-DOLLARNUM SÍNUM ... — VIKAN 51. tbl. Allir þekktu Hermann. Þó að þú færir ekki nema einu sinni eða tvisvar i viku með strætisvagninum hans, fannst þér að þú þekktir liann: „Hæ, Hermann, livernig er heilsan í dag?“ sagðir þú, rétt eins og þið væruð gamlir kunningjar. Þeir, sem vanir voru að ferðast með honum, létu aðra stræt- isvagna aka framlijá og biðu eftir vagni lians, svo vel féll þeim við Hermann. Jafn- vel ókunnugum, sem stigu i fyrsta skipti inn í vagninn hjá lionum, fannst fljótlega sem þeir væru kunningjar hans, þegar þeir sáu að allir aðrir voru það. Farþegunum féll vel við Hermann vegna þess að Hermanni féll vel við þá. Hermann var ekki einungis hæverskur og glaðvær, en það eitt var vægast sagt sjaldgæft í fari strætisvagnastjóranna á norðvesturleiðinni. Hermanni féll i raun og sannleika vel við fólk. Honum féll vel við alla. Að hans áliti var gervallt mannkynið sómafólk, vingjarn- legt og gott í sér. Honum féll vel við gömlu konurnar, sem stauluðust inn i vagninn hans, hávaðasömu skólakrakkana, þreytu- legu vinnustúlkurnar, önugu þjónana og blaðastrákana, sem fóru með lionum til vinnu sinnar og frá. Feitlagin kona steig upp á vagnþrepið, hélt liurðinni opinni og spurði: „Stanzarðu lijá Finnegan?“ Og Hermann sagði: „Nei, frú mín góð. Það er 89, sem þér eigið að fara með.“ „fig ætla eiginlega ekki til Finnegan“, sagði feitlagna konan. „fig þarf að ná í vagninn, sem fer frá Sunnudal til Finnegan, því að ég þarf að koma við í verzlun Robin- son að "Wickersham." „Þá eigið jiér að fara með 91 til Gilman, og þaðan með 33 til Sunnudals,“ sagði Her- mann. „Það er nefnilega þetta,“ sagði feitlagin konan enn, „að mig langar til að líta í glugg- ana í Samsonverzluninni áður en ég fer til Robinson. Og það er þess vegna, sem ég þarf að ná i vagninn, sem fer frá Sunnudal um Finnegan....“ Sérhver venjulegur strætisvagnstjóri á norðvesturleiðinni mundi þá hafa skipað feittögnu konunni fyrir löngu að liypja sig ofan af þrepur.um og síðan skellt aftur vagn- liurðinni á nefið á henni, en Hermann gerði einungis að brosa ástúðlega um leið og hann mælti: „Þér sjáið áreiðanlega vel í búðar- gluggana, frú mín góð, ef þér gætið þess að ná í sæti út við vagngluggann réttu meg- in.“ „Þakka yður kærlega fyrir,“ sagði feit- lagna konan. „Ekkert að þakka, frú mín góð,“ svaraði Hermann. Feitlagna konan mjakaði sér of- an af þrepinu og út á stöðina, og Hermann lokaði vagnlnirðinni og ók af stað. Að sjálfsögðu har Hermann sigur úr být- um þegar kosinn var Vinsælasti Vagnstjóri Mánaðarins; að sjálfsögðu vann liann þá kosningu mánuð eftir mánuð, því að allir farþegarnir lians kusu hann og gættu þess vandlega að hvert atkvæði kæmist til skila, rétt eins og þetta væru forsetakosningar. Sá sem sigraði í þessari mánaðarlegu kosn- ingu hlaut að vísu ekki önnur laun en viður- kenningarskjal, en þegar kosinn skyldi Vin- sælasti Vagnstjóri Ársins, voru verðlaunin ekki skorin við nögl sér — ókeypis ferða- lag til Hawaii og vikudvöl þar fyrir vagn- stjórann og fjölskyldu lians —og allir þótt- ust vissir um að Hermann ynni þær kosn- ingar lika. í rauninni töldu hinir vagn- stjórarnir réttast, að Hermanni yrðu veitt þau verðlaun kosningalaust, svo að þélm væri spöruð sú auðmýking að tapa kosning- unni. Hann hafði þegar hlotið svo mörg viðurkenningarskjöl í WM, að hann liefði hæglega getað fóðrað með þeim alla stofu- veggina heima hjá sér, og þegar gengið var til VVÁ kosninganna, hlaut liann svo mörg atkvæði fram yfir alla aðra starfsbræður sínar strax fyrstu vikurnar, að teljast mátti útilokað að nokkur kæmist þar i námunda við hann —• eins Jerry O’Shay komst að orði, það mundi ekki breyta neinu þar um, þó að hann yrði svo óheppinn að kjálkabrotna og yrði að bera brosið i fatla. En nú gerð- ist það ótrúlega, að Hermann lenti i árekstri í fyrsta skipti á ævinni að heitið gæti; þetta gerðist á krossgötum og strætisvagninn stór- skemindist. Þessi slysni hans hafði það að sjálfsögðu í för með sér, að Hermann varð að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni vátryggingarfélagsins, og læknirinn komst að raun um, að gleraugu Hermanns væru allt að þvi tíu árum of gömul miðað við sjón hans. Að vísu hafði trúnaðarlæknir strætisvagnafélagsins athugað sjón Her- inanns og gleraugu tvisvar á ári, eins og boðið var i reglugerðinni, en það leit út fyrir að sá læknir liefði ekki framfylgt því reglugerðarákvæði alltof nákvæmlega. Hermann var svo gamall og reyndur vagn- stjóri og það hafði aldrei neitt komið fyrir hann, og því lét læknirinn það duga að spyrja liann sisvona hvort ekki væri allt í lagi með gleraugun og sjónina. Og Her- mann játti þvi, og þar með var þeirri skoð- un lokið. Það sanna var, að Hermann liafði mörg undanfarin ár ekið suðvesturleiðina i einskonar þoku, fram og aftur; þoku, sem stöðugt gerðist þétlari og ógagnsærri, þó að Hermann veitti þvi ekki athygli, þar sem það varð smám saman, og eins vegna þess að liann nauðþekkti svo leiðina, hverja holu og ójöfnu, að hann hefði getað ekið hana blindandi þess vegna. En hvað um það, Hermann keypti ný gleraugu; umgerðin var samkvæmt nýjustu tizku og þegar hann setti þau upp, var eins og gluggarúðurnar, sem vissu út að veröld- inni, hefðu óvænt verið þvegnar og fágaðar. Litir og línur umlieimsins skýrðust ótrúlega. Nú gat Hermann lesið á leiðarmerki, sem hann hafði ekki einu sinni hugmynd um áður að fyrirfyndust; liann gat meira að segja greint hárin i gerviskeggi jólasvein- anna, sem stóðu á gangstéttunum og liringdu bjöllum sínum. Ilann sá rispurnar i máln- ingunni á vagninum og rifurnar á gólfdúkn- um og gat lesið setningar og fangamörk, sem krotuð höfðu verið á gluggalistana. En þó varð sú breytingin mest, að nú fyrst sá hann farþegana eins og þeir voru, alla þessa gömlu góðkunningja sina; lirukkótt og þreytuleg andlit þeirra og snjáð fötin, óhreinar neglurnar og rytjulegt hárið. Og jió var það ekkert hjá þvi að sjá, að sumir af ástúðlegustu kunningjum hans liöfðu tamið sér þann sið að greiða far- gjaldið að einhverju leyti i verðlausum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.