Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 50
an væri þegar byrjuð, þvi það er eini árstiminn, sem slekkur á ofnum steikjaranna, lokar slátrarabúð og kemur i veg fyrir kjötneyzlu. Angelique gekk inn í herbergi, sem var dauflega lýst með tveimur eða þremur kertum. Þrekvaxinn maður með óhreina matsveinshúfu á höfðinu, sat með vínkrús fyrir framan sig, og sýndist niðursokknari í drykkjuna en að þjóna viðskiptavinum sinum. Hinir síðarnefndu voru ekki margir, hvort sem var, aðallega erfiðisvinnumenn og forvitnir ferðalangar. Klunnalegur unglingur með óhreina svuntu um mittið bar fram diskana, en erfitt var að geta sér til um, hvað á þeim var. Angelique sneri sér að feita kokknum. — Hafið þér þjónustustúlku hér, sem heitir Barbe? Maðurinn benti fram í eldhúsið með þumalfingrinum. Hún sá Barbe, þar sem hún sat fyrir framan eldinn og var að reyta fugl. — Barbe! Barbe lyfti höfðinu og strauk svitann af enninu. — Hvað vilt þú, betlikerling? spurði hún þreyttri röddu. — Barbe! endurtók Angelique. Augu stúlkunnar urðu kringlótt, svo opnaði hún munninn í skelfingu og undrun og rak upp hálfkæft óp: — Ó, Madame!.... Ég vona að Madame fyrirgefi mér.... — Þú mátt ekki kalla mig Madame lengur, eins og þú getur séð, sagði Angelique. Hún settist á stein við eldinn. Hitinn var kæsandi. — Barbe, hvar eru drengirnir minir? Kringlóttar kinnar Barbe titruðu eins og hún myndi bresta í grát. Hún kingdi munnvatni sínu og gat loksins svarað: — Þeir voru settir í fóstur, Madame.. .. Fyrir utan París.... 1 þorpi skammt frá Longchamp. — Hortense systir mín hafði þá ekki hjá sér? — Madame Hortense iét þau strax í fóstur. Ég fór til að hitta kon- una einu sinni og lét hana hafa peninga sem þú skildir eftir hjá mér. Madame Hortense heimtaði sjálf að fá þessa peninga en ég lét hana ekki hafa nema pínulitið. Ég vildi að börnin nytu góðs af Þeim. Síðan hef ég ekki getað farið aftur til fóstrunnar.. . . Ég var farin frá Madame Hortense.... Ég hef síðan verið á mörgum stöðum. Það er erfitt að vinna fyrir sér. Hún talaði hratt og forðaðist augnaráð Angelique. Angelique hugsaði málið. Longchamp var ekki langt í burtu. Hefðarfrúrnar við hirðina óku þangað stundum í skemmtiferðir eða til að vera viðstaddar guðs- þjónustur nunnanna í klaustrinu. Barbe var aftur farin að reyta fugl- inn með óstyrkum höndum. Angelique hafði á tilfinningunni, að einhver starði fast á hana. Þegar hún snéri sér við sá hún eldhúsdrenginn stara á sig með opnum munni og það var auðséð á svip hans, að honum þótti til um fegurð hennar. Angelique var vön lostafullu augnaráði karlmanna, en að þessu sinni fór það í taugarnar á henni. Hún reis snöggt á fætur: — Hvar sefurðu, Barbe? — Hérna uppi í risi. 1 þessu kom eigandi le Coq-Hardi með húfuna í hendinni — Hvern djöfulinn er þessi kerling að gera hér? Davíð, viðskipta- vinirnir eru að kalla á þig. Og hvenær verður þessi kjúklingur tilbúinn Barbe? Á ég kannske að gera þitt verk, meðan Þú hefur þína hentisemi? Hvað er þessi betlikerling að gera hér? Svona út með hana, út! Og reyndu ekki að stela neinu.... — Ó, Monsieur Bourjus! hrópaði Barbe himinfallin. En Angelique var ekki á því að láta ganga yfir sig. Hún skellti hönd- um á mjaðmir og notaði sér óspart af orðaforða Marquise des Polacks. Haltu kjafti, helvitis asninn þinn! Ég myndi ekki taka við þessum horuðu pestarkjúklingum þínum, þótt þú endilega vildir. Og hættu þessu djöfulsins glápi, strákfifl, og lokaðu kjaftinum, ef Þú vilt ekki fá einn ærlegan utanundir. — Ó! Madame! hrópaði Barbe og vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Meðan mennirnir tveir voru að ná sér, hvíslaði Angelique að Barbe: — Ég ætla að bíða eftir þér úti í garðinum. Þegar Barbe kom út nokkru síðar, með kertastjaka í hendinni, fylgdi Angelique henni eftir upp hrörlega stigana, upp á loftið, þar sem Maitre Bourjus hýsti vinnustúlkur sínar. — Þetta er mjög fátæklegt húsnæði, Madame, sagði stúlkan auðmjúk. —• Þú þarft ekki að afsaka það, ég er vön fátækt. Angelique fór úr skónum til að njóta svalans frá gólfinu og settist niður á rúmið, sem var aðeins tjaldalaus pallur á fjórum fótum. —• Þú verður að fyrirgefa Maitre Bourjus, hélt Barbe áfram. — Hann er ekki slæmur maður og síðan konan hans dó, hefur hann ekki getað fest hugann við neitt og gerir ekkert nema drekka. Eldhúsdrengurinn er frændi hans. Hann sótti hann út á land til þess að láta hann hjálpa sér, en hann er ekkert skynsamur. Svo viðskiptin ganga ekki allt of vel. —■ Ef þér þykir það ekki því verra, sagði Angelique, — langar mig að vera hér í nótt. Ég ætla að fara í dögun í fyrramálið og finna börn- in mín. Má ég sofa hjá þér í rúminu? — Madame gerir mér mikinn heiður.. . . —• Heiður! sagði Angelique beisklega. — Littu á mig og hættu svo þessu kjaftæði. Barbe fór að kjökra. — Ó! Madame! stamaði hún. — Hið dásamlega hár yðar! Þetta fallega hár! Hver burstar það eiginlega? — Ég geri það — svona við og við. Barbe, hættu að gráta svona. — Ef madame vill leyfa mér, muldraði þjónustustúlkan, — hef ég bursta hérna. Ég mætti kannske.... af því að Madame er nú hérna hjá mér.... — Ef þú vilt. Stúlkan tók til við hár Angelique með þjálfuðum höndum. Angelique lokaði augunum. Handtök stúlkunnar voru næstum nóg til að byggja upp aftur andrúmsloftið, sem Angelique hélt, að hún hefði glatað að eilífu. Barbe hélt áfram að kjökra. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París. Prh. í ncesta blaöi. Reykjalundar LEIKFðNG eru löngu landsþekkt i---------------------- Ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast- og tréleik- föngum. - GleSjiö börnin með góðum leikföngum. VINNUHEIMILIÐ AD REYKJALUNDI ASalsrkifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. gQ — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.