Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 36
— en hún hélt á dollarnum sín- nm í öðrum lófanum og farmið- anum í hinni, og Hermann tók við miðanum og sagði: „Komdu þér aftur i vagninn.“ Og litla telpan var að flýta sér aftur í vagninn, þegar hún hrasaði um annan stafinn hennar Cornfelter gömlu og skall kylliflöt, en doll- arsseðilinn þeyttist úr lófa henn- ar, dragsúgurinn náði tökuin á honum og bar hann út um opinn glugga, þó að farþegarnir reyndu að grípa liann. Litla stúlkan grét hástöfum og Hermann stöðv- aði vagninn. En dollaraseðillinn var horfinn, enda ekki við öðru að búast, eins og umferðin var og mikil mannþröng á götun- um, þar sem jólaösin var í al- gleymingi. Cornfelter gamla reisti telp- una á fætur. „Hættu þessu grenji, stelpa,“ sagði hún. „Það er ekki eins og þú hafir meitt þig.“ „Dollarinn minn,“ mælti telp- an og grét sáran. „Ég átti að kaupa jólagjöf handa mér fyrir hann.“ „Það munaði engu að ég hefði hendur á honum,“ sagði maður nokkur á gráum rykfrakká. „Hann fauk á milli fingranna á mér.“ „Ég átti að kaupa mér jóla- gjöf fyrir hann,“ grét telpan með ekka. „Ég átti hann....“ „Svona, berðu þig að þegja,“ sagði gamla konan. „Það vildi svo lieppilega til, að seðillinn fauk i keltu mína. Hérna er hann, og þegiðu nú.“ Herinann, sem fylgdist með öllu i speglinum, sá greinilega að gamla konan dró velktan seðilinn upp úr aurapyngju sinni og fékk telpunni. Hann var í þann veginn að aka af stað, en þetta kom lionum svo á ó- vart, að hann hemlaði. Litla stúlkan tók við seðlinum, fegn- ari en orð fá lýst og hljóp aft- ur í vagninn. „Ekki held ég að liún liefði farið úr kjálkaliðnum, þó að hún hefði þakkað fyrir sig, kindin,“ sagði gamla konan við alla og engan. Hermann ók enn af stað. Þá gerðist það, að töfralæknirinn reis á fætur, og voru þá eftir tvær stöðvar þangað, sem hann var vanur að fara úr vagninum. Hann studdist með sætunum þangað, sem gamla konan sat og nam þar staðar. „Þetta var fal- lega gert, frú,“ heyrði Hermann liann segja við gömlu konuna. „En það vill svo til, að það var ég, sein greip seðilinn á flug- inu.“ Hermann hemlaði enn, og gamla konan hreytti út úr sér. „Það áttuð þér að segja strax.“ „Það er einmitt það, sem ég er að segja,“ mælti töfralækn- irinn góðlátlega um leið og hann tróð hendinni ofan í vasa á buxunum, sem skárust inn í ístruna á honum, og dró saman- brotinn dollaraseðil með erfið- ismunum upp úr honum og rétti gömlu konunni. Og enn hélt Hermann af stað. „Þvilíkir kjánar“, tautaði liann fyrir munni sér. Töfralæknirinn tók sér sæti úti við miðdyrnar, rjóður í vöng- um af ánægju yfir góðverki sinu. Maðurinn á gráa rykfrakkanum mjakaði sér út að dyrunum, því að hann ætlaði úr vagninum á næstu stöð. Hermann sá í spegl- inum að hann virti fyrir sér næstum gatslitna peysuna, sem ekki náði að hylja fituvömb töfralæknisins, og hann varð ekki lítið undrandi, þegar hann heyrði hann segja: „Ég er hræddur um að það sé eitthvað saman við það, að þér hafið gripið dollarseðilinn, maður minn. Ég fann hann nefnilega sjálfur á vagngólfinu. Gerið svo vel.“ Hann sagði þetta lágt, eins og hann skammaðist sín fyrir að hafa leynt fundinum, og um leið laumaði hann seðli, vand- lega samanbrotnum svo að sem minnst færi fyrir lionum, í lófa töfralæknisins. „Ég verð víst að taka yður trúanlegan,“ varð töfralæknin- um. að orði. Og nú roðnaði hann upp í liársrætur. Ilermann stöðvaði vagninn móts við stöðvarmerkið. En hann opnaði samt ekki dyrnar, heldur tók til máls við farþeg- ana. „Hlustið nú á mig, góðir hálsar.“ Og hann var staðráð- inn í að hinda endi á allan þenn- an leikaraskap og segja mannin- um á gráa rykfrakkanum það í allra álieyrn, að sjálfur liefði liann séð það, þegar dollarseðill- inn fauk út um opinn vagn- gluggann. Hann varð því ekki lítið undrandi, þegar Iiann heyrði sjálfan sig segja þess í stað: „Þessi dollarseðill lá hérna við fæturnar á mér; hann hlýtur að hafa fokið liingað." Nú var það maðurinn á gráa rykfrakkanum, sem roðnaði. Hann tók þó við seðlinum sera Hermann rétti að bon.um. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann lágum rómi. „Ekkert að þakka.“ Hermann brosti ástúðlega og opnaði dyrnar. Þetta sama kvöld keypti hann M tr Rapid 0 RAPID ER NY AÐFERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR v Auðvitoð Agfa Rdpid Þér leggið Rapid-kasettuna á myndavélina, lokiS henni, snú- iS þrisvar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. gg — VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.