Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 20
• • • • VERDUR GEYSIR VAKINN TIL LIFSINS? Sigurður Hallsson, verkfræðingur, stjórnaði öllum tilraun- um og gerði nókvæmar athuganir um leið. Hér stendur hann og horfir brosandi ó þegar biaðamaður VIKUNNAR er að reyna að halda lífinu í dælunni. Þegar upp á hólinn kemur, sér ofan í skálina, sem venjulega er full af sjóðandi vatni — nema þegar hverinn er nýbúinn að gjósa. Skálin er keilumynduð eða eins og trekt í laginu, 17,5 metrar í þvermál efst, en rúmum meter neðar er op strokksins í miðri skálinni um 5 metrar í þvermál, en snarmjókkar niður í 3 metra og á um 7 metra dýpi undir vatnsyfirborði er þrenging eða sprunga, sem víkkar aftur skyndilega í um 3—4 metra strokk, sem er nær jafnvíður niður í finnanlegan botn. Lauslegar áætlanir sýna að vatnsmagnið sem strokkurinn inniheldur og skálin, þegar hún er full upp að brún, sé tæplega 300 tonn, en um 140 tonn þegar venjulegt vatnsyfir- borð er í skálinni, þ.e.a.s. þegar rennan, sem höggvin var í skálina forðum, er opin. Það sem hefur tekizt að mæla af aðalstrokk Geysis er 20 metrar á dýpt, mælt frá vatnsyfirborði. Hitamælingar hafa sýnt að hitinn er mestur við botn strokksins, og hefur mælzt þar mestur 126,6 stig, en það vatn mun hafa stigið upp af 1—2 km. dýpi. Stöfcjugt rennsli er inn í hverinn að neðan, og nemur það um 3 lítrum á sekúndu. A 10 metra dýpr er hitinn að jafnaði undir 121 stigi og á yfirborðinu 80—90 stig. Hitinn er því alls staðar aðeins undir suðumarki vatns, því á 20 metra dýpi er suðumark þess 134 stig, á 10 m 121, en 100 stig á yfirborði við venjulega loftþyngd, eins og kunnugt er. Stöðugur hringstraumur er ávallt í hvernum, því heita vatnið frá botni leitar upp, vegna þess að það er léttara en kaldara vatnið, en kalda vatnið að ofan leitar um leið niður í strokkinn. Vatnið niðri í strokknum kólnar því við blöndun yfirborðsvatns- ins, og því meir, sem kaldara er í veðri. Vísindamenn eru sammála um það, að ástæðan fyrir gosi í Geysi, sé skyndileg suða vatnsins niðri í strokknum, sem myndi þrýsting er nægi til þess að þeyta vatninu í skálinni í burtu og opna leið fyrir gufugosi á eftir. Slík skyndisuða verður með þeim hætti, að heitar vatnsgusur frá botni ná að þeytast það hátt upp í strokkinn án þess að kólna, að þar sé komið yfir suðumark vatns á því dýpi. Slíkt nefna þeir sprengisuðu, því suðan verður svo snögg og svo mikið afl losnar úr læðingi, að nokkurskonar sprenging verður í vatninu. Þessi sprenging þarf að vera nógu öflug til að þeyta miklum hluta kaldara vatnsins í skálinni í burtu, og minnka þannig kælinguna í strokknum, um leið og þungi skálarvatnsins hverfur. Jafn- skjótt og þrýstingnum er létt af vatninu niðri í strokknum, lækkar suðumark vatnsins þar, þótt hitastig vatnsins sé hið sama, en þá myndast enn öflugri og stöðug sprengi- suða, sem veldur áframhaldandi og vaxandi gosi, þar til allt vatnsmagnið í strokkn- um er þorrið. . Við athugun á þessum skýringum vísindamannanna á eðli gosa í Geysi, kemur í Ijós að vatnið í skálinni sjálfri sýnist hafa mikil áhrif á það hvort slík sprengisuða getur orðið niðri í strokknum eða ekki. Eins og áður er tekið fram, er stöðug hringrás 20 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.