Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 23
metorðagiarn. „Ég skal græða fé — og fá á mig orð — hjá fínustu snobbum — við útvaldra borð". En vinnan og metorðagirndin dregur hann æ lengra frá fjölskyldurini og heimilinu, enda er hann á eilífum ferðalögum, þar sem hann kynnist öðrum stúlkum — öllum þó svipuðum Eví að einhverju leyti, því hana elskar hann þrátt fyrir allt. I Rússlandi kynnist hann Onju, sem vill allt gera til að bæta sambúð austurs og vesturs. „Við getum elskazt, ef þú vilt." Hún segir honum frá því, að „pabbi minn er öndvegis rússneskur sótari — mamma stjórn- ar öndvegis næturlest — amma stýrir snjó- bfl, níræð kerling, manna bezt — en afi teflir skák við gamlan prest." Hr. Litlikarl á nú tvær dætur með konu sinni, og það kemur í Ijós, að þau Anja hin rússneska eru sammála um að þau lang- ar bæði til að eignast Mal- enkí Maltsík. „Segðu malenkí — það þýðir IftilL Segðu svo malt- sík — það merkir drengur. Þetta til samans — malénkí maltsík — merkir á rússnesku svolítinn dreng." Þetta heppnast þeim, en drengurinn deyr strax í æsku. Síðar kynnist hann Elsu, þjón- ustustúlkunni á heimili hans sjálfs: „Ég mun ekki hlífa mér, en ég vil mig ekki eins og vinnu- konu meðhöndla láta." Hann leitar ásta hennar, þvf Eví er orðin þreytandi eiginkona og naggsöm. „Röddin þín er mér englakór — við Edens gullnu þrep. — Röddin þín er mér Ijóða- Ijóð — sem mér leiðist undir drep." í New York hittir hann næt- urskríkjuna Ginní, en verður að skilja við hana þegar dóttir hans þarf á honum að halda heima, því hún er nú með barni. „Og hér er komið að kjarna málsins . . . ef það liggur í ætt- inni, er ekkert við því að gera." Afram heldur hr. Litlikarl upp metorðastigann og dembir sér út í stjórnmálin, þar sem hann vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum . . . „Sem aðstoð- arritari undirundirritara undir- ritarans í hnífa- og gafflamála- ráðuneytinu leyfi ég mér að vekja athygli á því í þríriti, að Múmbó júmbó . . ." þangað til æðri máttarvöld og elli taka í taumana og heilsan bilar. Þá fer hann loks að hægja ferð- Framhald á bls. 37 < < < Kramer stekkur upp á sviBið og bregður sér í gervi Litlakarls (Bessa Bjarnasonar), til að sýna honum hvcrnig rétta aðferð- in er. Og efst á hægri síðunni hefur Litlikarl náð því. < < I>ú skalt líta á nýja hreiðrið okkar, Evie. Ég ætla að fara að líta á verksmiðjuna. < Ef ríkið ver tuttugu milljénum í viðbót tii geimrannsókna, getum við sent hvíta mús í hringferð um jörðina í árslok. < < Anja — Evie — Ginie — Elsa (Vala Kristjánsson) og Litlikarl: Kjúkling- ur undir hattinum. < Segðu malénki — sama sem lítill. Segðu svo maltsík — það merkir dreng. Þetta til samans — malénki maltsík — merkir á rússnesku svolítinn dreng. VIKAN 51. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.