Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 25
— Ég veit það ekki, sagði drengurinn og setti stút á munninn. Fölur sólargeisli kom gegnum opnar dyrnar og kastaði gullnum blæ á hörund hans. Hann hafði þykk, löng augnahár, stór, svört augu og rjóðar varir. Tötrarnir fóru vel utan á honum. Það hefði verið hægt að taka hann fyrir lítinn lávarð i grímubúningi, og það virtist ótrúlegt, að slíkt barnablóm skyldi hafa sprottið upp af þessum mannahaug. — Svona nú, svona nú! Okkur mun semja vel, okkur tveimur, sagði Rotni Jean. Hann strauk hvítri roðhönd um axlir barnsins. -— Komdu nú, elskan mín. Komdu, lambið mitt. — Ég vil þetta ekki, sagði gamli máðurinn og tók að skjálfa. — Þú hefur engan rétt til Þess að taka barnabarn mitt frá mér. — Ég er ekki að taka hann. Ég er að kaupa hann. 50 livres, það er sanngjarnt, eða hvað? Og ef Þú heldur ekki kjafti, færðu ekkert! Hann ýtti gamla mannnum til hliðar og skálmaði til dyra með Linot í eftirdragi. Angelique stóð fyrir honum við dyrnar. —• Þú ferð ekki með barnið án leyfis Calembredaine, sagði hún mjög rólega. Hún tók í hönd barnsins og leiddi hann aftur inn í herbergið. Rotni Jean gat ekki orðið fölari en hann var venjulega, en þrjár langar sek- úndur gat hann ekkert sagt. — Ég. . . . öskraði hann. — Ég. . . .! Svo dró hann fram stól. — Allt í lagi, ég skal bíða eftir honum. —■ Þá geturðu beðið til dómsdags, sagði Marquise des Polacks. — Ef hún segir nei, færðu ekki strákinn. Hann gerir allt sem hún vill, bætti hún við með samblandi af beiskju og aðdáun. Calembredaine og menn hans komu ekki heim fyrr en nóttin féil á. Og áður en hann skipti sér af nokkru öðru, heimtaði hann vínið sitt. Svo var hægt að ræða um viðskiptin. Meðan hann svalaði gifurlegum þorsta sinum, var barið að dyrum. Það var óvenjulegt meðal betlara. Þeir litu llir hver á annan, og svo fór Peony til dyra og opnaði, með brugðið sverð. Kvenmannsrödd sagði úti fyrir — Er Rotni Jean hér? — Komdu inn, sagði Peony. Kyndlarnir, sem héngu í járnhringjum á veggjunum, vörpuðu bjarma á hávöxnu stúlkuna, sem kom svona óvænt, klædd í rauða skikkju. — 1 fylgd með henni var Þjónn i rauðum einkennisklæðum og bar körfu. —- Við fórum að finna þig í Faubourg Saint-Denis, sagði stúlkan við Rotna Jean. — Þar fréttum við, að þú værir hjá Calembredaine. Við höfðum orðið að ganga af okkur fæturna. Hefðum við vitað hvar þú varst, hefðum við alveg eins getað hoppað beint frá Tuileries til Nesle. Meðan hún talaði, lét hún skikkju sína falla og lagaði bryddingarn- ar á blússunni sinni og litla gullkrossinn, sem hékk í svörtu flauels- bandi um háls hennar. Augu mannanna ljómuðu, þegar þeir sáu Þessa þrýstnu stúlku með eldrauða hárið, sem gægðist undan húfunni. Angelique leitaði skjóls i skugga. Svitinn perlaði á gagnaugum hennar. Þetta var Bertille, herbergisþerna Madame de Soissons, sem fyrir að- eins íáeinum mánuðum hafði verið milliliður hennar við söluna á Kouassi-Ba. — Eruð þér með eitthvað handa mér? spurði Rotni Jean. Stúlkan tók klútinn ofan af körfunni, sem þjónninn hafði sett á borð- ið og lyfti upp nýfæddu barni. — Hérna! sagði hún. Rotni Jean virti barnið fyrir sér, tortrygginn í bragði. —• Það er feitt og vel skapað, sagði hann og herpti varirnar. — Ég get borgað 30 livres fyrir hann. — 30 livres! hrópaði hún fyrirlitlega. — Heyrðirðu þetta, Jachinte? 30 livres! Og þú hefur ekki einu sinni skoðað hann! Þú kannt ekki að meta það góða, sem ég færi þér. Hún þreif reifana utan af barninu og sýndi það nakið i ljósi blysanna. — Skoðaðu það vel. Litla veran hreyfði hendurnar og deplaði augunum á móti ljósinu. — Hann er sonur Mára, hvíslaði stúlkan. — Blendingur af svörtu og hvítu. Þú veizt, hve fallegir Múlattarnir verða, þegar þeir vaxa, með gullitað skinn. Þeir eru mjög sjaldgæfir. Seinna, þegar hann er orðinn sex eða sjö ára gamall, geturðu fengið hátt verð fyrir hann sem hirð- svein. Hún flissaði hátt. — Hver veit? Það getur vel verið að þú getir selt móður hans hann aftur þá. Græðgin skein úr augum Rotna Jean. — Allt í lagi, sagði hann. — Ég skal gefa Þér hundrað livres. — Hundrað og fimmtíu. Barnakaupmaðurinn baðaði út höndunum. — Ætlarðu að gera mig að öreiga! Geturðu ímyndað Þér, hvað það kostar mig að ala þetta kvikindu upp, sérstaklega ef ég verð nú að halda honum feitum og sterkum? Þau héldu áfram að prútta. Til að hafa meira svigrúm, hafði Bertille sett barnið á borðið, og þar söfnuðust allir saman til að skoða Það. Það var ekki laust við að nokkurs ótta gætti. E'n þó var hann á engan hátt frábrugðinn öðrum börnum — nema ef hörund hans var aðeins rjóðara. — Og hvernig get ég vitað, að hann sé raunverulega Múlatti? spurði Rotni Jean, þegar hann átti ekki fleiri rök eftir. — Ég get svarið, að faðir hans var svartari en botninn á nokkrum potti. Fanny rak upp skelfingaróp: — Ö! Ég hefði verið stjörf af skelfingu. Hvernig gat húsmóðir þín.. . . — Er ekki sagt, að Mári þurfi ekki annað en að horfast í augu við konu til þess að gera hana ólétta? spurði Marquise des Polacks. Þjónninn hló ruddalega., — Það er það sem þeir segja.... og það sem allir hafa tönglast á frá Tuilleries til Palais-Royal, síðan það var ljóst, að húsmóðir mín varð ólétt. Það barst jafnvel til eyrna konungsins. Og þá sagði hans há- göfgi: — Einmitt það? Það hefur verið mjög fast augnaráð. Og Þegar hann mætti húsmóður minni, í móttökusalnum, sneri hann baki við henni. Þið getið ímyndað ykkur, hvað hún varð æst. Hún hefur alltaf verið að vona, að hún gæti klófest hann! En konungurinn hefur verið ævareiður, alveg síðan hann fékk grun um að blámaður gæti komizt að sömu kjörum og hann sjálfur. Og það, sem er ennþá óheppilegra, er að hvorki eiginmaðurinn eða elskhuginn — helvítis ræfillinn hann de Vardes, markgreifi, — geta verið hinir réttu feður. —- En samt hefur húsmóðir okkar fleiri en eitt tromp á hendinni. Hún veit, hvernig á að koma i veg fyrir þetta kjaftæði. Til að byrja með verður hún opinberlega ekki léttari fyrr en um áramót. Bertille settist niður og leit sigri hrósandi i kringum sig. — Gefðu mér glas, Marquise des Polacks. Ég skal segja þér, hvernig á að fara að því. Sjáðu nú tii, Það er ósköp einfalt. Allt, sem þú þarft að gera, er að telja á fingrum þér. Márinn hvarf úr þjónustu húsmóður minnar i febrúar. Ef hún fæðir ekki fyrr en eftir desembermáguð, getur hann ekki verið faðirinn eða hvað? Svo hún bætir svolitlu við undir fötin sín og kvartar: — Ó, vinur minn, barnið spriklar svo mikið. Hann lamar mig alveg. Ég veit ekki, hvort ég get farið á ballið hjá kónginum í kvöld. Og svo fæðist barnið með miklum fyrirgangi á réttum tíma, einmitt í Tuileries. Þá kemur að þér, Rotni Jean, að selja okkur glæ- nýtt, eins dags gamalt barn. Þeir mega þrátta um, hver sé faðirinn. Márinn kemur ekki til greina, það er allt sem máli skiptir. Það vita allir, að hann hefur róið á galeiðum konungsins siðan í febrúar. — Hvers vegna var hann sendur í galeiðurnar? — Vegna galdra. Hann var aðstoðarmaður galdramanns, sem var brenndur á Place de Gréve. Þrátt fyrir góða sjálfsstjórn gat Angelique ekki á sér setið að lita í áttina til Nicholasar. En hann át og drakk og lét sér hvergi bregða. Hún þrýsti sér lengra inn i myrkrið. Helst hefði hún viljað yfirgefa herbergið, en um leið langaði hana ákaflega til að heyra meira. — Það er vegna þessa galdramáls, hélt Bertille áfram, — sem la Voisin sagðist ekki geta gert neitt, þegar húsmóðir mín fór til hennar og ætlaði að losna við barnið. Barcarole stökk upp á borðið við hliðina á Bertille. — Hú! Ég hef séð þessa kerlingu, og þig líka. Ég hef séð ykkur oft og mörgum sinnum. Það er ég, sem gæti dyranna hjá spákonunni. — Já, ætli maður þekki þig ekki. — La Voisin vildi ekkert gera við þetta, vegna Þess að hertogafrúin gekk með son Mára. — Hvernig vissi hún það? —- Hún veit allt. Hún er spákerling. — Hún leit aðeins í lófa hennar og sagði henni svo alla söguna undir eins, samsinnti þjónustustúlkan með lotningu í röddinni. — Þetta var barn af blönduðu blóði og svertinginn, sem gat Það, þekkti leyndarmál galdranna og hún gat ekki drepið það vegna þess að það myndi valda henni ógæfu, sem einnig er galdrakerling. Húsmóðir mín vissi ekki, hvað hún átti að gera. Hvað eigum við að gera, Bertille? spurði hún mig. Svo varð hún ofsalega reið, en la Voisin lét ekki undan. Hún sagðist myndi hjálpa húsmóður minni að fæða á réttum tíma og enginn þyrfti að vita nokkuð um það. E'n hún gæti ekki gert meira. En hún heimtaði mikið af peningum. Svo gerðist þetta síðustu nótt í Fontinebleau, þar sem öll hirðin er saman komin i sumar. La Voisin kom með einn manna sinna, sem hét le Sage. Húsmóðir mín átti barnið í litlu húsi, sem dóttir la Voisin á, og er alveg upp við höllina. 1 dögun fór ég með húsmóður mina aftur til baka i býti, og hún var klædd í allt sitt bezta skart og máluð upp að augum. Hún heilsaði drottningunni eins og siður er, þvi hún er yfir húshaldi drottningarinnar. Þetta veldur Þeim, sem búast við að hún verði léttari þá og þegar, ekki svo litlum heilabrotum. Þeim er nær að vera ekki með þessar eilifu kjaftasögur. Madame de Soissons er ennþá ófrísk, og á sínum tíma eignast hún mjallhvítt barn og það er ekki útilokað, að Monsieur de Soissons þekki jafnvel svipinn á því. Hávær hláturgusa batt enda á söguna. Barcarole brá sér eitt heljar- stökk og sagði svo: — Ég heyrði húsmóður mina segja le Sage, að þetta Soissons mál væri eins gott eins og að finna fjársjóð. — Ó, hún er svo gráðug! sagði Bertille. — Hún krafðist svo mikils, að það eina, sem húsmóðir mín átti til að gefa mér, var litil perlufesti í þakklætisskyni. Þjónustustúlkan þagnaði og horfði hugsi á dverginn. —• Heyrðu annars, sagði hún allt í einu. — Ég held að þú gætir gert suma, sem ég þekki í háum stöðum, mjög hamingjusama. — Ég hef ailtaf vitað að mín bíður mikill frami, sagði Barcarole glettnislega og rétti úr sér. —■ Dvergurinn drottningarinnar er dáinn. Og það hefur valdið drottn- ingunni mikilli sorg, núna þegar hún er ófrísk. En litli kvendvergurinn hennar er hreint óður úr örvæntingu. Enginn getur huggað hana. Hún þarf að eignast nýjan félaga.... af réttri stærð. — Ó! Ég er viss um að þeirri göfugu konu mun geðjast að mér, hróp- aði Barcarole og greip í skikkju þjónustustúlkunnar. — Taktu mig með þér, gulrótin min, taktu mig með þér til drottningarinnar. Er ég ekki fallegur og aðlaðandi? — Hann er ekki sem verstur. Hvað finnst Þér, Jachinte? sagði hún. —■ Ég er bráðfallegur, sagði dvergurinn alvarlegur i bragði. Ef móðir náttúra hefði fært mér fáeinar tommur í viðbót, hefði ég verið eftirsótt- asta persónan við hirðina. Og þegar að Því kemur að daðra við konur, er engin tunga fremri minni. — Sú litla við hirðina talar bara spönsku. — Ég tala spönsku, þýzku og ítölsku. — Við verðum að taka hann með okkur, hrópaði Bertille og klappaði saman höndunum. — Það geta orðið góð viðskipti, og drottningin mun taka eftir okkur. Við skulum flýta okkur. Við verðum að vera komin aftur til Fontaineblau í fyrdramálið, svo enginn taki eftir þvi að við höfum farið. Eigum við að setja þig í körfu Múlattans? — Þér gerið að gamni yðar, Madame, mótmælti Barcarole og sneri upp á sig. Allir hlógu og óskuðu sér og Barcarole til hamingju. — Barcarole hjá drottningunni! Barcarole með drottningunni! Framhald á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.