Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 39
Önju forðum, að skuggamynd dauðans ber við loft. Þá lætur Litlikarl loks sinn betri mann ráða, og skýlir litla drengnum með lík- ama sínum. Hann sér sjálfan sig í spéspegli fortíðarinnar og viður- kennir hve lítill karl hann hefur í raun og veru verið. „Eg hef vald- ið meira óláni á hvert ferfet en þetta barn mun nokkurn tíma gera." ★ alveg kominn að því að gjósa, og væri sennilega ekki nema herzlu- munur á. Þetta álit byggði hann á athugunum á yfirborðshita og öðru, sem hann hafði áður gert, og áleit sig vita með nokkurri vissu hvernig ástand vatnsins væri rétt fyrir gos. Hann þóttist þess fullviss að með nokkrum kílóum af sápu mundi hann gjósa eftir skamma stund, en hafi verið reynt áður, að minnsta kosti einu sinni, og þá tókst að lækka í skálinni að mun ... og Geysir gaus! Um þá tilraun skal þó ekki fjöl- yrt hér, því vafasamt er að jafn- framt hafi verið mældur hiti vatns- ins áður en tekið var til við að dæla cg jafnframt því, né að aðrar slíkar athuganir hafi verið gerðar. Verið gæti því að Geysir hefði gos- um nokkurn tima ráðið vatnsmagn- inu í skálinni — hækkað það eða lækkað að vild — til þess að finna það jafnvægi, sem ég held að hljóti að vera til, svo hann gjósi eftir pöntunum. Þessu væri ein- faldlega hægt að koma þannig fyrir að nægilega víðar og þéttar pípur yrðu lagðar úr skálinni, yfir barminn og með afrennsli töluvert fyrir neðan efsta hluta strokksins. Westinghouse-ísskápar 0 9,5 cub. fet kr. 14.998,00. Jólasending ý 7,4 cub. fet kr. 11.630,00. 0 6,0 cub. fet kr. 10.495,00. Dráttarvéiap hf. Hafnarstræti 23. Verður Geysir vakinn til lífsins? Framhald af bls. 21. of heitt þegar neðar dró í skálina, og soghæðin of mikil. En þessi tilraun bar þó árangur þótt ekki tækist hún til fullnustu. Sigurður fór mjög vísindalega að öll- um framkvæmdum, mældi yfirborðs- hæð vatnsins f skálinni og hitastigið við yfirborð með vissu millibili. Það kom í Ijós, að yfirborðshitinn hækk- aði eftir þvf sem lækkaði í skálinni, jafnvel þótt aðeins munaði um nokkra sentimetra, og um það leyti að dælan gafst upp, lét hann það álit sitt í Ijós, að Geysir væri tilraunin var ekki gerð til þess eins að fá Geysi til að gjósa á einhvern hátt, heldur aðeins með því að lækka vatnið í skálinni. Þess vegna urðum við að hætta í bili. En Sigurður var ekki af baki dottinn, og með því að nota sér kunningsskap og aðstoð góðra manna, smalaði hann enn saman tækjum til að reyna að lækka vatns- yfirborðið, og enn var staðið yfir hvernum klukkutímum saman til að reyna að lifga hann, og enn kom í Ijós að tækin voru ekki nógu fullkomin, til að takast mætti að lækka í skálinni. Þessi tilraun hefur því enn ekki verið framkvæmd á vfsindalegan máta, að því er ég bezt veit. Ég hef þó heyrt að þetta ið í það sinnið, jafnvel þótt engin dæla hefði komið nálægt honum. Það er því að mínu áliti rétt hjá Geysisnefnd, að leyfa ekki neinar tilraunir þar eystra, nema því að- eins að einhver ábyrgur og kunnug- ur vísindamaður sé viðstaddur til að fylgjast með því að rétt sé að farið og raunhæfar vísindalegar aðferðir séu viðhafðar. „Til þess að framkvæma þær rannsóknir, sem æskilegar eru," segir Sigurður, „þarf nokkur tæki, sem ekki eru til hér á landi, en er tiltölulega auðvelt að ná í og ekki dýr. Ég hef þegar gert ráð- stafanir til að útvega mér eitt- hvað af þeim, en æskilegast væri, að geta gert meira. Helzt vildi ég svo búa þannig um, að ég gæti Þessar pípur þyrfti að vera hægt að lofttæma að vild með einfaldri dælu, og láta vatnið síðan renna sjálfkrafa eftir þeim úr skálinni. Á pípunni yrði síðan loki eða annar útbúnaður, sem takmarkaði rennsl- ið eftir því sem óskað væri. Með þessu gæti maður á einfaldan og ódýran h'átt komizt að því með ör- yggi, hvort sú tilgáta sé rétt, að skálarvatnið hafi áhrif á gosin. Með þessu þarf ekkert að skemma né aflaga, og ef til vill er hægt að forða hvernum frá ævarandi skemmdum, sem kynnu að hljótast af borun." Sigurður er nefnilega alls ekki af baki dottinn, þótt ýmsir erfið- leikar hafi orðið á vegi hans, og fjárskortur hamlað framkvæmdum. VIKAN 51. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.