Vikan


Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 17.12.1964, Blaðsíða 26
Krúsjeff fæddist í Kalinovka í Úkraníu 1894, og gekk í flokkinn 1918 og vann sér þar fljótt hylli og völd þar til hann varð einn nónasti samstarfsmaður Stalins. Nikita Krúsjeff heyrir til sögunni, hvort sem hann er lif- andi eða dauður; tími hans er liðinn. Með honum kom hláka og hressandi andblær í alþjóðastjórnmálin og álit hans fór vaxandi, að minnsta kosti á Vesturlöndum. Mörgum fannst framan af valdaskeiði hans sem hann væri til alls vís og stundum þótti hann líkari trúð en ábyrgum leiðtoga stór- veldis. Krúsjeff var maður víðreistur og sá sjálfur á ferð- um sínum, að kapítalisminn var hreint ekki svo bölvaður. Eftir því sem stirðnaði sambúð hans við þá gulu í Kína, urðu árekstrar hans færri við vestrænar þjóðir. Þegar Kennedy hafði sett úrslitakosti í Kúbumálinu haustið 1962, var það á valdi Krúsjeffs, hvort allt færi í bál og brand. Hann slakaði til; valdi þann kostinn sem sjaldgæft eða dæmafátt er að einvaldur velji. Af þeim ástæðum og ýms- um öðrum, var það að minnsta kosti ekki fagnaðarefni á Vesturlöndum, þegar honum var bolað frá og margir helztu oddvitar Sovétríkjanna í Evrópu voru sárreiðir yfir þeim barnalegu aðferðum, sem jafnan eru viðhafðar við vald- hafaskipti austur þar. Þegar Jósef Stalin dó fyrrihluta árs 1953, var talað um sjö menn, sem allir komu til mála sem eftirmenn hans, Molotov, Beria, Malenkov, Bulganin, Kaganovits, Mikojan og Krúsjeff. Þá varð Malenkov hlutskarpastur, og það er ekki fyrr en löngu síðar að það fréttist að Beria var tek- inn af lífi. Nokkru síðar verður Malenkov svo að víkja fyrir Bulganin. Arið 1957 reyndu „félagar" Krúsjeffs að reka hann úr flokksstjórninni, en hann komst að því á síðustu stundu og tókst að ná auknum völdum. Eitt hans fyrsta verk var þá að reka Molotov, Malenkov og Kaganovits, og snemma ársins 1958 fellir hann Bulganin úr stóli. Eftir það var Krúsjeff einvaldur í sessi, þar til nú í haust, að til- kynnt var að „Krúsjeff hefði verið veitt lausn frá em- bætti að eigin ósk, vegna hins háa aldurs og hnignandi heislu." Hér sjást vinirnir og félagarnir með átrúnaðargoði sínu, Jósef Stalin, þeim Eyjólfi sem aldrei hresstist. Lengst til vinstri er Mikojan, þá Krúsjeff og Stalin fremstur. Við hlið hans í hvítum fötum er Malenkov, síðan Beria og Molotov. Allir meira og minna dauðir. 26 VIKAN 51. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.