Vikan

Útgáva

Vikan - 11.03.1965, Síða 7

Vikan - 11.03.1965, Síða 7
konar loftslag þeim mæðgunum bezt, og velja síðan landið með tilliti til þess. En að loftslaginu fráteknu eru sagðir góðir af- komumöguleikar í Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Suður-Ameríku víðast hvar og jafnvel SuðurAfríku —- að minnsta kosti fyrir þá sem eru duglegir og ósérhlífnir og hafa lag á aff koma sér áfram. GLEFSUR UM EFNI BLAÐSINS. Bréf um efni blaðsins eru alla tíð vel þegin, þar sem þau gefa oft góðar vísbendingar um hvað fellur í góðan jarðveg og hverju er ábótavant. Hér koma nokkur sýnishom úr slíkum bréfum: ... Finnst mér ágætar framhalds- sögurnar, bara að þið haldið á- fram að hafa þær jafn spennandi og þessar sem núna eru í blað- inu. Mér likar ágætlega smásög- ur þekktra höfunda og annarra ef þær eru nokkuð spennandi og hafa eitthvað gildi, sakamála- sögur eru oft ágætar hjá ykkur. Póstinum og myndasögunum má ekki slepþa, leiðarinn er bara nokkuð góður stundum. Það versta við Vikuna er það hvað maður þarf að kaupa mikið af auglýsingum ég gizka á að Vs blaðsins séu auglýsingar en af því blaðið flytur oft ágætis efni þá getur maður ekki hætt að kaupa það, sérstaklega vegna framhaldssagnanna. ... Mér virðist blaðið hafa tekið ótrúlega miklum framföram á skömmum tíma, og er viss um að það eykur mikið á helmilis- ánægju á þeim fjölda heimila sem blaðið kemur á. ... Pósturinn er ágætur — þó finnst mér að sá sem svarar megi vara sig á að snúa ekki um of út- úr fyrir bréfriturum til þess að reyna að vera fyndinn. ... Mér finnst skemmtilegt að sjá myndir frá heimilum og við- töl við fólk, eins og t. d. Barböru og Magnús Á. Árnason — og Aldarspegil. ... Smásögur eftir innlenda höf- unda eru heppilegar í blaði sem þessu —- ef þaer eru ekki í atom eða tortímingarstíl. Magn auglýsinga í blaðinu hef- ur ákveðið hámark og fer aldrei fram úr '/4 af efni þess. Hins vegar er Vikan mjög eftirsótt blað af auglýsendum og er úti- lokað aff skera auglýsingarnar niður. Þar að auki hafa þær oft gildi í sjálfu sér og stuðla bæði beint og óbeint að því að gera blaðið fjölbreyttara og betra að efni tfl. SVR. Pósturinn, Vikunni. Það er alltaf verið að skamm- ast út í okkur strætisvagnabíl- stjórana og það er látið við okk- ur eins og við séum ómöguleg stétt. Fólkið er svo fljótt að gleyma því sem vel er gert og man aðeins það sem vont er. Ef einhver okkar er ekki alveg eins og hann ætti kannski að vera — og það er misjafn sauð- ur í mörgu fé — er öll stéttin vond. En það er adlrei minnzt á það þó við sýnum tillitssemi í umferðinni og séum almennileg- ir við fólk og stoppum jafnvel milli stöðva fyrir því, þó okkur sé harðbannað það. Og svo þakk- ar það ekki einu sinni fyrir og jafnvel reynir að snuða á far- gjaldinu. Ég gæti sagt margar ljótar sögur af farþegum og lík- lega ljótari en þeir gætu sagt um okkur þó þeir reyndu að tína til allar ljótustu sögur sem til eru um þá stéttarbræður okk- ar sem meirihluti okkar er ekk- ert hrifinn af. Mér finnst þið þarna á Vikunni ættuð ekki að taka svona óhróður þegar hann er í svona miklum minnihluta. X 9,5 Ég efast ekki um það, að meiri- hluti stéttarinnar eru heiðvirðir og almennilegir menn. og marga hef ég reynt að því að vera mjög liprir. En þess verð ég líka að geta X 9,5, að hjá sumum stétt- arbræðrum þínum hef ég séð þann mesta tuddaskap sem ég get ímyndað mér, og undir fjög- ur augu skal ég tilgreina við þig fáein nöfn og númer á viðkom- andi leiðum og þá er ég illa svik- inn, ef þú ert mér ekki sammála. Og meðan þannig menn eru í stéttinni, getum við báðir verið sammála um það, að það er nauð- synlegt að benda á gallana og því miður er varla hægt að segja mér svo slæmar sögur um suma stéttarbræður þína, að ég trúi þeim ekki. NILFISK NILFISK bónvélar eins og NILFISK ryksugur: AfburSa verkfæri í sérflokki. ___________________________I verndargólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ.e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhrcinindum, sem bcrast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvcfnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. ASrir NILFISK kostir: * Stillanlegt sogafl * Hijóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki. áhaldahilla og hjólagrind mcð gúmmíhjólum fylgja, auk vcnjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum, tvo hrcinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu cða pappírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. * Hagstætt verð. * Góðir greiðsluskilmálar. * Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikistur — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eld- húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivindur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar, snúru- haldarar — ZASSENIIAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggssneið- arar — Hraðsuðukatlar, vöfflujárn, brauðristar, eldhúsvogir, baðvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 REYKJAVÍK r — -—■ •—- — — — — Klippið hér Undirrit. óskar nánari upplýsinga (mynd, vérð og greiðsluskilmála) um: Nafn Heimili Til FÖNIX s.f., Suðurgötu 10, Reykjavík.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.