Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 11.03.1965, Qupperneq 10

Vikan - 11.03.1965, Qupperneq 10
>> Kvikmyndaskólinn í Lodz hefur rúmlega 100 nemendur frá mörgum löndum. <] Þrándur er um þetta leyti að ljúka við kvikmynd, sem hann hefur tekið í og við Reykjavík. Þetta er nokk- urskonar prófmynd, sem skólinn eignast síðan. Eitt af viðfangsefnum hans í þessari mynd er Albert Þorvarðarson, vitavörður í Gróttu — og veiðiferðir hans á sjó og landi. Albert er í dauðafæri <; ; ''l . IIÉ > Þrándur, ásamt skólafélaga sínum, að klippa filmu. Ungur íslenzkur kvikmyndastjóri segir frá skóla- vist í Póllandi, þar sem hann gat fengið greifa- höll leigða fyrir tvær krónur á mánuði - þar sem hann hélt búnaðarfyrirlestra um íslenzkan landbúnað - þar sem hann lék aðalhlutverk í kvikmyndum með miklum glans - þar sem hann skálaði stanzlaust við 19 yngismeyjar, og varð „anzi glaður“. VIÐTAL. VIÐ ÞRÁND THORODDSEN TEXTI. GUÐMUNDUR KARLSSON. Að þessu sinni látum við sög- una hefjast í geysistóru kvik- myndaveri í Lodz í Póllandi. Frægur leikstjóri er að láta taka dýrt og fjölmennt atriði í kvik- mynd, sem gerist á tímum kross- faranna. Það hefur verið kostað himinháum fjárhæðum til að gera kvikmyndina eins stór- brotna og kostur er, ekkert til sparað og aðeins allt það bezta er nógu gott fyrir kvikmynda- leikstjórann. Þessi mynd á að verða heims- fræg og um leið er til þess ætl- azt að hún gefi af sér góðan hagnað, eins og eðlilegt er. En það hefur tekið lengri tíma að taka myndina en búizt var við og kostnaður hefur farið fram úr áætlun. Stjórnendur og leikarar eru því orðnir skapstyggir og taugaveiklaðir og ef eitthvað ber út af, er eins og jörðin skjálfi undan reiði kvikmyndastjórans. Atriðið, sem á að taka að þessu sinni, krefst margra aukaleikara, sem ekkert þurfa að gera annað en sýna sig á myndinni nokkra stund. Þeir þurfa að klæðast rétt- um búningum þess tíma, hlaupa um eða ganga, en það eru aðeins aðalleikaramir — stjörnumar — sem tala eitthvað í atriðinu. Þess- vegna gerir ekkert til þótt einn félítill útlendingur fái tækifæri til að vinna sér inn dálítinn auka- pening með því að koma fram í hópatriðinu, sem einn af fjöl- mörgum stúdentum. Og þess- vegna var það líka að einn ís- lenzkur námsmaður, sem nýlega var kominn til Lodz og átti litla peninga, fékk þarna dálitla auka- vinnu sem statisti. Hann kunni ekki orð í pólsku, en það gerði ekkert til, því hann átti ekkert að segja annað en takk fyrir, þegar hann fengi út- borgað, og einhvernvegin bjóst hann við að bjarga því. Hann stóð á sviðinu ásamt nokkrum tugum annara stúdenta, klæddur að fornum sið, með hár- kollu og tilheyrandi. Svo heyrir hann að eitthvað er kallað, og allir setja sig í stellingar. Hann líka. Svo er aft- ur kallað: „Wyszxw dzsyj szwx gler- augnszky!“, — eða svo heyrðist honum að minnsta kosti, og lét það gott heita. Svo fóru myndavélarnar að suða, hann baðaði út höndunum eins og allir hinir, hljóp fram og til baka, hoppaði upp og beygði sig niður, sveittur af áhuga og köllun. Þá heyrist skyndilega þrumu- raust: „Aandszkotszky! Stops- zky!“ og allir frjósa og stein- þegja. Leikstjórinn kom vaðandi beint að honum, benti á hann, byrsti sig svo buldi í og tvinnaði sama- an x-um, z-um, c-um, s-um og ypsílonum eins og ætti hann líf- ið að leysa. íslendingurinn skildi hvorki upp né niður í neinu, þangað til kunningi hans skýrði það fyrir honum á ensku, að kvikmyndastjóranum fyndist kannske æskilegra að hann tæki af sér þykk og dökk hornspang- argleraugu, módel 1959, sem hann var með á nefinu .... JQ VIKAN 10. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.