Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1965, Side 17

Vikan - 11.03.1965, Side 17
UÞÁTTUR t*gefa*sstöðum tók saman inn eftir föðurföður sínum. Þrem árum seinna fjölgar enn í Asgarði, piltbarn nefnt B|örn. Þau taka einnig í fóstur móðurlausan dreng sunnan úr Fljótshlíð. Hann hét Páll og var Ormsson, bróðursonur Sol- veigar og til nafns komin úr föður- ætt. Hjá hjónunum í Ásgarði var hag- sæld í búi. Á þessu árabili má segja að hlé væri milli bylja í veðurfari, landgæði og árgæzka. Hungurvofa vék frá garði. Gul og svartdröfnótt fiðrildi berast með hlývindum frá fjarlægum löndum upp að suðaust- urströnd landsins, sveima um tún og haga. Ef gengið var fram í dugnaði og árvekni mátti vænta ríflegs arðs af starfi: nóg að bíta og brenna. En það er vandi að þola góða daga. Þá „lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, — drykkjuskap- ur og tóbakssvall fór að sama lagi." Margir Siðumenn höfðu þó erfið- ar draumfarir, og ýmis teikn talin válegir fyrirboðar. Skrímsli sáust í ám og vötnum. Eldhnettir lágu á jörðu eins og maurildi. Eldingu sló niður í fjárhúsi. Hræfuglsklær á lambi,hestar átu skarn og fjós- hauga. Dökkrautt regn, og furðu- hljóð í iðrum jarðar og lofti. Hvítasunnuhátíð 1783, er var 8. dagur júnímánaðar. Eldur laus að fjallabaki á Síðumannaafrétt. Það varð upphaf þeirra náttúruhamfara sem mestar hafa orðið á landi hér, svo langt sem íslenzk saga nær. Eldingar og jarðhræringar, dun ur og dynkir, banvænt öskuregn. Öllu kviku varð ráðfátt og súrnaði í augam. Brennisteinsremma í and- rúmsloftinu. Fuglar dóu unnvörpum og egg fúlnuðu í hreiðrum. Græn- gresið visnaði. Búpeningur ranglaði hungraður um spillta haga og tap- aði nyt. Glóandi hraunstraumar fossuðu fram úr árgljúfrum og stefndu á byggðina. Bændur týgjast í lestarferðir, Framhald á næstu síðu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.