Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1965, Side 21

Vikan - 11.03.1965, Side 21
Pottþéttur bisness — og hversu pottþéttur bísness Þetta sé. Upphafsmaðurinn að þessu og höfuðpaurinn er bandarískur lækn- ir, dr. Richard Jarecki, 33 ára. Eiginkona hans, frú Carol Jarecki, 29 ára er auðvitað með í spilinu, sömuleiðis Svisslendingurinn Hans Biirgle og tékkneskur peninga- maður, Vladimir Granec að nafni. Hann hefur lagt fram fé til að undirbúa bísnessinn og standa undir honum þangað til hann fór að bera sig. Auk þess hafa Þeir auðvitað fjölda aðstoðarfólks, sem ferðast um og aflar upplýsinga, fer til spilavitanna og fylgist með hverju einstöku spilaborði og skrif- ar hjá sér hverja einustu tölu, sem upp kemur, ásamt öðrum nauð- synlegum upplýsingum. Til þess að eitthvað sé að marka þessar upp- lýsingar, þurfa þær að vera grein- argóðar, og það eru þær ekki — finnst þeim — nema Því aðeins að safnað sé saman 20 þúsund númerum, sem upp koma á hverju einstöku borði. Þá er grundvöll- urinn að kerfinu orðinn öruggur. En þetta tekur nokkrar vikur i hvert sinn og kostar mikið fé. Síðan eru allar þessar upplýsing- ar sendar beint til London, og troð- ið inn í einn fullkomnasta raf- magnsheila, sem völ er á, en hann er i The London School of Eco- nomics,“ og brezka ríkisstjórnin er meðal þeirra, sem notar hann að staðaldri. Heilinn reiknar sið- an út hvernig eigi að fara að því að vinna stöðugt á þessu viðkom- andi spilaborði, og þeir félagarnir flýta sér að leggja á það stórar fúlgur, sem þeir eru öruggir með að fá aftur margfaldar. Öryggisvörðurinn í San Remo segir: „Við höfum aldrei fyrr séð neitt þessu líkt. Við vitum ekki hvernig kerfið þeirra er.“ I Baden- Baden sagði spilaborðsstjóri við fréttamenn: „Við stóðum stjarfir af undrun. Þeir bara unnu og unnu. Einasti möguleikinn fyrir okkur var hreinlega að banna Þeim að spila." Framkværndastjóri fyrirtækis- ins, dr. Jarecki sagði við blaða- mann Sunday Mirror: „Kerfi okk- ar er ósigrandi. Það hefur tekið okkur mörg ár að fullkomna það. Ef við fengjum að spila óáreittir, mundum við geta keypt spilavítið í Monte Carlo innan árs — og allt Frakkland innan tíu ára!“ < Það er uppi fótur og fit i spilavítum Evrópu. Það er uppi fótur og fit i spila- vítum Evrópu þessa dagana, þvl það hefur komið á daginn að Það eru nokkrir menn, sem ganga á milli þeirra (eða aka) og hirða pottinn hvenær sem Þeim þóknast, og án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þessir náungar hafa með sér félagsskap og eru hreint ekkert að reyna að fela framferði sitt. Þeir koma að spilaborðunum, setja svimandi upphæðir á ákveðin núm- er eftir sérstöku kerfi. og það skal ekki bregðast að þeir vinna stanzlaust. Það er engu líkara en að einhver yfirnáttúrleg öfl séu þar að verki. Strax og tekið var eftir þessu, var lögreglunni auðvitað gert að- vart, og nú átti aldeilis að grípa þjófana. Alþjóðalögreglan Inter- pol þusti á staðinn með handjárn- in tilbúin, en „þjófarnir” brostu aðeins vorkunnlega til þeirra — og héldu áfram að spila og vinna eins og ekkert hefði í skorizt. Og raunverulega hafði heldur ekkert í skorizt. Það kom sem sé i ijós að fram- ferði mannanna var fullkomlega löglegt og ekkert leynilegt við athæfi þeirra. Einasta ráðið fyrir spilavítin var að neita að spila við þá. Þau hafa áskilið sér rétt- indi til að velja sjálf sina við- skiptavini. Svo fóru félagarnir bara á annað spilavíti og héldu áfram að vinna milljónir króna á meðan gestir göptu af undrun, þegar peninga- hrúgurnar fyrir framan þá stækk- uðu og stækkuðu og stækkuðu.... Flokkurinn heimsótti nýlega spilaviti í Baden-Baden i Vestur- Þýzkalandi, og fór þaðan 30 millj- ónum isl. króna ríkari. Svipaðar upphæðir hafa þeir líka tekið inn í Monte Carlo, Nizza og San Remo. Fjöldi spilavíta hefur neitað þeim inngöngu, en þá fá þeir bara aðra til að spila fyrir sig — uppá pró- sentur. Lögreglan hefur rannsakað alla háttu Þeirra, og komizt að því hvernig þeir fara að því að vinna æ ofan í æ, enda eru þeir opin- skáir um aðferðina og hafa jafn- vel sagt fréttablöðum víða um heim frá því hvernig þetta sé hægt, Síðan síðast f, Helur lofafl keisaranum að vinna maraflon- hlaupið 1968 Maraþonhlauparanum Abebe Bi- kila var heilsað sem hetju, þegar hann kom heim til Addis Abeba í Ethiopíu, eftir að hafa unnið sigur á Olympíuleikjunum í Tokio. Stjórnarmeðlimir og herráðsmenn tóku á móti honum á flugvellinum, hljómsveit hersins lék og hann var borinn í gullstól til keisarahallar- innar, þar sem Haile Selassie bauð getum til veizlu. Keisarinn gaf honum þegar x stað nafnbót sem foringi í lífvarðarsveit sinni. Afrek Bikila var líka einstætt. Það hefur aldrei tekizt neinum öðrum maraþonhlaupara að koma heim með gullverðlaun af tveim Olympíuleikjum í röð. Bikila vann bæði í Róm 1960 og í Tokya 1964. Fáir sérfræðingar höfðu búizt við sigri hans i Japan. En Bikila hljóp þessa 42 kílómetra á tirna, sem aldrei fyrr hefur náðst í sögunni. Þegar næsti maður, Bretinn Basil Heathley kom í mark, var Bikila þegar búinn að þurrka af sér svit- ann. Nú hefur hann lofað keisara sín- um, að hann skuli ennþá einu sinni koma heim með gullverðlaun fyrir hlaupið — á Sumar-Olympíu- leikunum í Mexíkó 1968. „Mexíkó- borg hefur sama þunna loftslag og liggur á svipaðri breiddargráðu og Addis Abeba,“ segir Bikila. „Það verður léttara fyrir mig að vinna hlaupið þar en bæði í Róm eða Tokyo. Eftir fjögur ár verð ég 36 ára, sem er bezti aldur mara- þonhlaupara." Hann álítur að ef ekkert verði að gert, muni Þess ekki langt að bíða að þriðja heimsstyrjöldin skelli á. Við verðum að skoða vandamálið í fjarlægð, segir hann. Það nægir ekki að gleðjast yfir því að meðaltekjur bænda í Ind- landi komi til með að verða helm- ingi hærri eftir 30 ár. Hér verða aUir jarðarbúar að taka höndum saman til að leysa vandann. Það verður að takmarka barneignir, framkvæma ýmislegt í sambandi við vatnsnotkun, næringarþörf, fiskveiðar, jarðrækt og margt ann- að, — jafnvel þótt Það kunni að < brjóta niður núverandi jafnvægi táffimiUi þjóða. Álkuleg ðízka I bili virðist svo sem hinn marg lofsungni mismunur kynjanna sé að jafnast út — að minnsta kosti hvað ungu kynslóðina áhrærir og verður stundum að gá ítarlega til að sjá, hvort eitthvað sem sýnist vera stúlka, sé ekki bara piltur eða hvort píulegur ungl- ingsstrákur sé raunverulega strákur. Það er að sjálfsögðu aðal- lega hársíddin, sem stuðlar að þessu. Meðfylgjandi mynd var tek- in á afgreiðslu Flugfélags. Islands. Það skal tekið fram, að pían til vinstri er strákur. Einu sinni sögðu menn ,,Vive la difference" og „Long live the difference", lengi lifi mismunurinn. Vonandi erum við ekki svo úrkynjuð, að sú skoðun sé ekki lengur til. J VIKAN 10. tW. 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.