Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.03.1965, Side 23

Vikan - 11.03.1965, Side 23
engill. Rödd hans var óvenjulega hrein, og með barnalegri nákvæmni söng hann hvert orð mjög nákvæmlega: „C’est le zour de la Noél Que Zésus est né. II est né dans une étable Dessus la paille; II est né dans un coin. Dessus le join.“ (Á jólunum er Jesús fæddur/ hann fæddist í fjárhúsi/ uppi á strá- unum/ hann fæddist í horninu/ ofan á heyinu.) Florimond lá með olnbogana ofan á koddanum sínum og hlustaði á bróður sinn með ánægjusvip. Smáþrusk vakti athygli Angelique. Barbe var við hlið hennar og þurrkaði tárin úr augunum. — Madame vissi ekki, að gimsteinninn okkar hefði svona dásamlega rödd, hvíslaði þjónustustúlkan. — í)g vildi, að það kæmi Madame á óvart. Hann er feiminn. Hann vill aðeins syngja fyrir Florimond. Enn einu sinni tók gleðin stað þjáningarinnar í hjarta Angelique. Sál trúbadúranna hafði tekið sér bólfestu i Cantor. Hann söng. Joffrey de Peyrac var ekki dáinn, því hann lifði áfram í sonum sínum tveimur. Annar hafði útlit hans, hinn hafði röddina. Mjög seint, kvöld nokkurt, þegar Angelique var að strá sandi á bréf til sinnar góðu vinkonu Ninon de Lenclos, kom þjónn og tilkynnti henni að krúnurakaður kennimaður væri að spyrja um hana. 1 forsalnum fann unga konan kirkjuþjón sem sagði henni að bróðir hennar, faðir de Sancé, óskaði eftir nærveru hennar. — Undir eins? — Undir eins, Madame Angelique fór upp. Sótti sér skikkju og grímu. Undarlegur tími sólarhrings fyrir Jesúíta að senda eftir systur sinni, ekkju galdra- manns, sem brenndur hafði verið á Place de Gréve! Kirkjuþjónninn sagði, að ekki væri langt að fara, og eftir aðeins fáein skref, var unga konan fyrir framan íbúðarhús frá miðöldum sem lá upp að húsum Jesúítanna. Þegar hún kom inn í fordyrið hvarf fylgdarmaður hennar eins og dökkur skuggi. Hún gekk upp stigana og augu hennar beindust að stigapallinum, þar sem hávaxinn skugga- mynd hallaði sér yfir riðið og hélt á kertastjaka. — Ert það þú, systir mín? — Það er ég, Raymond. — Komdu upp. Hún fylgdi honum án þess að spyrja hann nokkurra spurninga. Hann ýtti henni á undan sér inn í steinklefa, sem var dauft upplýstur með olíulampa. Djúpt inni í lokrekkju sá Angelique fölt, fíngert andlit — andlit konu eða barns — með lokuð augu. — Hún er veik. Hún mun ef til vill deyja, sagði Jesúítinn. — Hver er hún? — Marie-Agnés, systir okkar. Eftir andartaks þögn bætti hann við: — Hún leitaði skjóls hjá mér. Ég lét hana leggja sig, en vegna eðlis sjúkdóms hennar þarfnaðist ég hjálpar konu. Svo mér datt Þú í hug. — Hvað er að henni? — Hún tapar blóði mjög ört. Ég held, að henni hafi leystzt höfn. Angelique rannsakaði yngri systur sína. Blæðingin virtist ekki mjög mikil, en jöfn. — Við verðum að stöðva blæðinguna eins fljótt og hægt er. Annars deyr hún. — Mér datt í hug að senda eftir lækni, en.... — Lækni....! Allt, sem hann gerir, er að taka henni blóð, og Það mun ríða henni að fullu. — Því miður get ég ekki kallað á Ijósmóður, sem að líkindum yrði of lausmál. Reglur okkar eru bæði mjög frjálsar og mjög strangar. Eg fæ enga refsingu fyrir að hafa hjálpað systur minni svo lítið beri á, en ég verð að forðast allt hneyksli. Það er erfitt fyrir mig að hafa hana hér i húsinu sem er eign hinnar miklu reglu. — Um leið og blæðingin hefur stöðvazt skal ég láta flytja hana til heimilis míns. Én nú verðum við þegar, í stað að senda eftir Stóra- Matthieu. Stundarfjórðungi síðar var Flipot kominn áleiðis til Pont-Neuf. Hann blístraði endrum og eins til að gefa til kynna, að þar væri kunnugur á ferð. Angelique vissi, að Stóri-Matthieu hafði næstum einstaka hæfi- leika til að stöðva blæðingu. Hún vissi líka, að ef því var að skipta, talaði hann ekki meir en nauðsynlegt var. Hann kom undir eins og sneri sér að hinum unga sjúklingi með krafti langrar þjálfunar, meðan hann rausaði að vanda: — Ó, ó, litla daman. Hversvegna notuðuð þér ekki hreinleikameðal- ið, sem Stóri-Matthieu selur á Pont-Neuf. Það er gert úr kampavíni, lakkrís, vínþrúgum og vatnaliljufræum. Takið tvo skammta af því á morgnana og kvöldin og drekkið með því glas af mysu, sem þér hafið dýft rauðglóandi járni í. Trúið mér, litla frú. Það er ekkert betra, til að kæfa hóflausa ákefð Venusar, sem oft reynist svo dýr- keypt.... En vesalings Marie-Agnés var gersamlega ófær um að heyra þess- ar ráðleggingar, sem voru um seinan. Með gagnsæjar kinnar sínar, rauðblá augnalok og kinnfiskasogið andlitið undir miklu, svörtu hári, var hún eins og falleg, líflaus vaxmynd. Að lokum sá Angeiique, að blæðingin var að minnka. Bleik glóð færðist aftur í kinnar yngri systu hennar. Stóri Matthieu fór leiðar sinnar, en skildi eftir hjá Angelique grasaseyði, sem hún átti að gefa systur sinni á klukkustundarfresti „til að mynda á ný blóðið, sem hún hafði misst,“ eins og skottulæknirinn orðaði það. Hann ráðlagði þeim að bíða nokkrar klukkustundir, áður en hún væri flutt. Þegar hann var farinn, settist Angelique niður við lítið borð, þar sem svört helgimynd á fótstalli stóð og kastaði risavöxnum skugga á veggina gegnt. Nokkrum andartökum seinna kom Raymond aftur inn í herbergið og settist niður hinum megin við borðið. — Ég býst við, að við getum flutt hana í dögun heim til mín. Það er ráðlegt að biða, þar til hún hefur öðlazt einhverja krafta. — Við skulum biða, sagði Raymond. Hann sneri vanganum að henni. Hann var ef til vill holdskarpari en hann hafði áður verið. Dökkt slétt hár hans féll ofan á hvíta hálslíningu kyrtilsins. Krúnan var orðin ör- lítið stærri vegna byrjandi skalla, en að öðru leyti hafði hann varla breytzt. — Raymond, hvernig vissirðu að ég var í Hötel Beautrellis, undir nafninu Madame Morens? Jesúítinn hreyfði fallega, ljósa hönd sína lítið eitt: — Það var auðvelt fyrir mig að geta þess til. Að þekkja, að það varst þú. Ég dáist að þér, Angelique. Þetta hræðilega mál, sem þú flækt- ist inn í, er nú fallið i gleymsku og dá. — Ekki svo mikla gleymsku, sagði hún beisklega, — úr því að ég get ekki ennþá sýnt mig í fullu dagsljósi. Margir þeir, sem að fæðingu til standa mér neðar, líta niður á mig sem nýríka súkkulaðiselju, og ég verð aldrei fær um að snúa aftur til hirðarinnar eða fara til Versala. Hann leit rannsakandi á hana: —• Hversvegna giftistu ekki einhverjum með mikið nafn? Þig vantar ekki aðdáendur og auðæfi þin, ef ekki fegurðin, geta freistað fleiri en eins. Þannig geturðu á ný aflað þér nafns og stöðu. Allt í einu stóð Philippe íyrir hugskotssjónum Angelique. Hún fann að hún roðnaði. Giftast honum? Du Plessis-Belliére markgreifa.... ? — Raymond! Hversvegna hefur mér aldrei dottið þetta í hug? — Ef til vill vegna þess, að þér hefur ekki verið Ijóst að þú ert ekkja og frjáls, svaraði hann ákveðinn. — Þú hefur nú allt í höndum þér, til að afla þér virðingar og hárrar stöðu. Staða þin hefur mikla kosti og ég get hjálpað þér með öllum þeim áhrifum, sem ég ræð yfir. — Þakka þér fyrir, Raymond. Það væri dásamlegt, sagði hún dreymin. — Mér finnst ég vera komin svo langt að. Af öllum í fjölskyldunni er ég sú, sem lægst féll, og þó er ekki hægt að segja að nokkurt okkar hafi átt glæsilega feril. Hversvegna hefur farið svona illa fyrir okkur? — Ég þakka þér fyrir fleirtöluna, sagði hann og brosti stuttaralega. —• Já, að verða Jesúíti er á sinn hátt einnig að falla lágt. Þú manst, að faðir okkar var ekki ánægður með það. Hann hefði miklu fremur kosið að sjá þig í þjónustu góðrar, heilbrigðrar, lifandi kirkju. Josselin hvarf til Ameríku. Denis, eini hermaðurinn i fjölskyldunni, hefur orð fyrir að vera skapbráður og eiga erfitt með að láta í minni pokann. Gontran? Við skulum ekki tala um hann. Hann hefur litillækkað sig fyrir þá ánægju að smyrja litum á léreft eins og handiðnaðarmaður- Albert er hestasveinn hjá Maréchal de Rochant. Hann er elshugi ridd- arans, nema hann sé frátekinn fyrir hvapholda yndisþokka Madame de Maréchal. Og Marie-Agnés.... Hún þagnaði og hlustaði á ógreini- legan andardráttinn innan úr lokrekkjunni, áður en hún hélt áfram, með lægri röddu: — Ég held, að hún hafi sofið hjá öllum við hirðina. Hefur nokkur minnstu hugmynd um, hver hefur verið faðir þessa barns? — Ég efast um að hún viti það sjálf, sagði Jesúítinn nokkuð hrana- lega. — En það sem ég vildi einna helzt að þú kæmist að er það, hvort þetta var fósturlát eða leynileg fæðing. Það fer hrollur um mig, þegar mér verður hugsað til þess, að hún gæti hafa skilið eftir litla, lifandi veru í höndum þessarar Catherine Monvoisin. — Fór hún að hitta La Voisin? — Ég býst við því. Hún tautaði nafn hennar. — Hver fer ekki að hitta hana? sagði Angelique og yppti öxlum. •— Nýlega fór de Vendóme hertogi að hitta hana, dulbúinn sem græn- metissali, til að reyna að kreista einhverjar upplýsingar upp úr henni um fjársjóðinn, sem Monsieur de Turenne á að hafa falið einhvers- staðar. Og Monsieur, bróðir konungsins, lét hana koma með sér til Saint-Cloud, til þess að sýna honum djöfulinn. Ég veit ekki hvort henni heppnaðist það, en hann borgaði henni eins og sá vondi hefði birzt. Spákerling fóstureyðingarkuklari, eiturbyrlari — hún hefur mörg hlut- verk.... Raymond hlustaði á Þessa kjaftasögu án þess að brosa. Hann lokaði augunum og andvarpaði djúpt. — Angelique, systir mín, ég er djúpt snortinn, sgði hann. — öldin, sem við lifum á, er vitni að svo hræðilegu siðgæðisleysi, svo óhugnan- legum glæpum, að komandi aldir mun hrylla við. Á þessu eina ári hafa mörg hundruð konur ásakað sjálfa sig í min eyru fyrir að hafa losað sig við ávöxt kviðar síns. Það er ekkert; aðeins eðlileg afleiðing af saurlífi og hórdómi. En fast að því helmingurinn af skriftabörnum mínum hefur játað að hafa gefið einhverjum í fjölskyldu sinni eitur eða á annan hátt reynt að ryðja úr vegi einhverjum óvini eða aðeins keppinaut, til dæmis með því að láta syngja yfir þeim svarta-messur eða með særingum og göldrum. Erum við ennþá villimenn? Hefur villutrúin með því að ógna guðsdýrkun okkar sýnt okkur hið sanna eðli okkar? Það er hræðilegt misræmi milli laganna og hegðunar fólks- ins. Það er skylda kirkjunnar að vísa aftur veginn, í gegnum það sem aflaga fer.... Angelique hlustaði með undrun á játningar hins mikla Jesúita. — Hversvegna segirðu mér frá öllu þessu, Raymond? Hvað veizt þú, nema ég sé ein af þeim konum, sem.... Augu prestsins beindust að henni. Það var eins og þau þrengdu sér inn í höfuð hennar. Svo hristi hann höfuðið. — Þú. Þú ert eins og demantur, sagði hann. — Eðalsteinn, harður og óuppleysanlegur.... en einfaldur og gagnsær. Ég veit ekki hvaða syndir þú kannt að hafa drýgt þann tima, sem þú varst horfin sjónum, en ég er sannfærður um, að ef þú hefur drýgt þær, var það einkum vegna þess, að þú gazt ekki annað. Þú ert eins og þeir, sem eru raun- Framhald á næstu siðu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.